Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. október 2018 11:30 Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants við vegginn umdeilda. visir/tryggvi Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för og vill að þeir kjörnu fulltrúar sveitarfélagsins sem stutt hafi ákvörðun byggingarfulltrúans rífi vegginn sjálfir niður, komi til þess að hann verði fjarlægður. Málið má rekja til þess að Gentle Giants keypti hið svokallaða Flókahús, þar sem fyrirtækið hefur verið með starfsemi um árabil. Ráðist hefur verið í töluverðar framkvæmdir á húsinu sem ánægja virðist ríkja með ef marka má umfjöllun málsins í ráðum og nefndum sveitarfélagsins. Styr hefur hins vegar staðið um hlaðinn vegg á lóðamörkum lóðarinnar. Í ljós hefur komið að á tveimur hliðum lóðarinnar stendur veggurinn út fyrir lóðamörk lóðarinnar, annars vegar um 32 sentimetra, hins vegar um 70 sentimetra að mati byggingarfulltrúa en um 20 sentimetra að mati Stefáns.Málið er flókið að mati Stefáns en einfalt að mati yfirvalda í sveitarfélaginu. Að mati Stefáns var ekki annað hægt en að færa vegginn þessa sentimetra út fyrir lóðina. Yfirvöld telja hins vegar einfaldlega að ákvæði gildandi skipulags hafi verið brotin, því þurfi veggurinn að fara.Vinna við frágang á lóðinni var stöðvuð í ágúst.VísirSegir að illmögulegt hafi verið að reisa vegginn innan marka Eitt af því sem flækir málið er að í deiluskipulagi hafnarsvæðisins frá árinu 2015 segir að ekki hafi verið til lóðasamningur fyrir lóðina og stærð lóða því skilgreind frjálslega miðað við mörk nágrannalóða og þörf á opinberu svæði. Þegar kom að fyrirhugum framkvæmdum kynnti Stefán hugmyndir að lóðarfrágangi fyrir skipulags- og umhverfisnefnd sem í nóvember á síðasta ári féllst á að lóðarfrágangur myndi ná tvo metra út frá húsinu á norðurhlið hússins og einn metra á austurhluta hússins. Þetta var ítrekað á fundi nefndarinnar í desember 2017 og á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs júlí á þessu ári. Nokkru síðar hófst vinna við frágang lóðarinnar og segir Stefán í samtali við Vísi að við þær framkvæmdir hafi ýmislegt komið í ljós sem gert hafi það að verkum að nauðsynlegt hafi verið að færa hleðsluna utar en áætlað var. „Við höfum góðar og gildar ástæður fyrir þessu, út af lögnum og öðru sem er þarna í jörðinni sem að enginn hafði verið að spá í þegar var verið að úthluta mönnum fjarlægðum. Ef að við hefðum farið eftir bókstafnum hérna austan megin við húsið hefðum við lent ofan á hitaveitulögn nágrannans, við hefðum þurft að grafa hér upp marga brunna og ræsi með tilheyrandi kostnaði þannig að þarna voru menn sannarlega að reyna sitt besta í að finna skástu leiðina til þess að koma þessu niður,“ segir Stefán.Á þessari hlið hafði Stefán tvo metra frá húsi. Veggurinn er steinabreiddina út fyrir lóðamörk, um 32 sentimetra.Tekist á um vegginn í nefndum sveitarfélagsins Framkvæmdir voru hins vegar stöðvaðar þann 17. ágúst síðastliðinn þegar Stefáni barst tölvupóstur frá byggingarfulltrúa Norðurþings þess efnis að fulltrúinn hefði mælt staðsetningu veggjanna og í ljós hefði komið að frágangur veggjanna væri ekki í samræmi við heimildir. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings þann 28. ágúst síðastliðinn. Þar bókaði meirihluti ráðsins að framkvæmdirnar við vegginn væru brot sem væri þess eðlis að fullt tilefni væri til þess að byggingarfulltrúi krefðist þess að veggurinn yrði fjarlægður Skiptar skoðanir voru um málið á fundinum og bókaði minnihluti ráðsins að þrátt fyrir að hann harmaði það að farið væri út fyrir heimilað framkvæmdarsvæði væri ekki tilefni til þess að láta fjarlægja vegginn. Skýr rök hafi komið fram fyrir því af hverju ekki hafi verið hægt að reisa umrædda veggi innan þeirra marka sem kveðið var á, auk þess sem að veggurinn hefði engin áhrif á aðgengi annarra um fram það sem heimild var fyrir. Röksemdir Stefáns felast í þessu, að þar sem aðeins sé um sentimetra færslu að ræða vegna lagna sem komið hafi í ljós og í ljósi þess að í næsta nágrenni veggjarins sé annars vegar göngustígur og hins vegar gata, sé það óþarfi að eyðileggja milljónaframkvæmdir. „Þarna erum við að tala um 20-30 sentimetra sem eru inn á lóð hafnarinnar, veggirnir er ekki komnir inn í stofu nágrannans og eru engum til ama. Þarna er fullkomnlega löglegur göngustígur við hliðina sem við erum búnir að bjóða sveitarfélaginu að helluleggja og gera hann vel úr garði þeim að kostnaðarlausu ef að þeir sjá í gegnum fingur sér með þessa sentimetra,“ segir Stefán.Ófrágenginn stígur í eigu sveitarfélagsins er upp við vegginn. Sáttatillaga í málinu fólst í því að Stefán myndi greiða fyrir hellulagningu og frágangi á stígnum.Málið í biðstöðu á meðan kæruferlið stendur yfir Þann 6. september barst honum bréf frá byggingarfulltrúa þar sem farið var fram á að veggurinn yrði fjarlægður fyrir 20. september síðastliðinn þar sem ekki hafi verið heimild fyrir framkvæmdunum. Yrði ekki orðið við þessari kröfu mætti Stefán búast við að sveitarfélagið myndi láta vinna verkið á hans kostnað. Þessa ákvörðun, sem og ítrekun á ákvörðuninni, sem barst 17. september hefur Stefán kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og hefur hann krafist þess að ákvörðunin verði felld úr gildi. Þar er málið í ferli og því hefur veggurinn ekki verið fjarlægðut þrátt fyrir að frestur Stefáns til þess að fjarlægja hann sé liðinn. Kæran byggist meðal annars á því að engin gögn séu til um vettvangsskoðun byggingarfulltrúans og að frásögn hans nægi ekki til þess að „leggja fullnægjandi grundvöll að jafn íþyngjandi ákvörðun“ og tekin hafi verið. Þá hafi ákvörðunin verið tekin án þess að eiganda lóðarinnar gæfist kostur á að tjá sig um efni hennar auk þess sem hún væri í andstöðu við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Engir andstæðir hagsmunir krefjist þess að gripið sé til þeirra aðgerða sem ráðgerðar eru. „Einungis er um að ræða opið hafnarsvæði þar sem nóg er að plássi og hinir umdeildu sentimetrar skipta engu máli fyrir ásýnd svæðisins, umferð um það eða annað,“ segir í kærunni þar sem því er einnig haldið fram að sveitarfélagið hafi ekki gætt þeirrar skyldu að kanna hvort vægari úrræði stæðu til boða en að láta fjarlægja vegginn.Stefán segir að næst við þar sem veggurinn er núna hafi reynst lagnir og brunnar sem hafi sett strik í reikninginnAfstaða meirihlutans skýr Stefán segist telja að ákvarðanir yfirvalda í málinu byggist meðal annars á pólitískri óvinsemd í garð hans, en Stefán kom að stofnun E-lista Samfélagsins í Norðurþingi sem náði einum manni inn í sveitarstjórnarkosningarnar í vor.„Við hentum hér í framboðslista fyrir síðustu kosningar og rugluðum aðeins litrófinu. Menn voru ósáttir við það en við höfðum góðar og gildar ástæður fyrir því,“ segir Stefán.Málið var rætt frekar á fundi sveitarstjórnar þann 18. september síðastliðinn þar sem ræddar voru fundargerðir skipulags- og framkvæmdaráðs. Þar freistaði minnihlutinn þess að ná ná lendingu í málið með því að leggja fram þá tillögu að veggurinn myndi fá að standa, með því skilyrði að Stefán myndi á eigin kostnað ganga snyrtilega frá gangbrautinni norðan megin við húsið.Tillagan var felld með atkvæðum meirihluta sveitarstjórnarinnar. Afstaða hans gagnvart veggnum er skýr og kom hún fram í bókun sem meirihlutinn lagði fram á fundi sveitarstjórnar en eftirfarandi er meðal þess sem stóð í henni:„Hvaða afleiðingar yrðu af því ef sveitarstjórn setur sig ekki upp á móti óleyfisframkvæmdum eftir að hafa sjálf margítrekað það áður en viðkomandi framkvæmd fer af stað, hversu langt út fyrir lóðarmörk eigandi hússins megi fara til að ganga frá lóðinni?“„Mér finnst líka leitt að við getum ekki verið sammála um það að ef að slíkar ákvarðarnir eru virtar að vettugi að embættismenn gangi ekki eftir því að slíkar óleyfisframkvæmdir verði fjarlægðar í samræmi við skipulagslög,“ sagði Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi í umræðum um málið.Stefán segist efast um að nokkur verktaki muni taka það að sér að rífa vegginn, verði það niðurstaða úrskurðarnefndar.Býður upp á sleggjur og pylsur Stefán segist bíða eftir úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málinu og reiknar með að ekkert verði aðhafst á meðan málið er í meðferð þar, hvorki af hans hálfu né af hálfu sveitarfélagsins. Hann segist þó vera búinn að ákveða hvað hann muni gera verði ákvörðunin honum ekki í vil. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að setja fram áskorun,“ segir Stefán sem hefur ekki trú á því að nokkur verktaki muni taka að sér að rífa vegginn.„Að þeir kjörnu fulltrúar sem taka svona afdrifaríkar og íþyngjandi ákvarðarnir, að þeir mæti hér sjálfir og rífi þá vegginn ef það verður niðurstaðan. Ég skal lána þeim sleggjurnar og svo getum við grillað pylsur að verki loknu.“ Norðurþing Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för og vill að þeir kjörnu fulltrúar sveitarfélagsins sem stutt hafi ákvörðun byggingarfulltrúans rífi vegginn sjálfir niður, komi til þess að hann verði fjarlægður. Málið má rekja til þess að Gentle Giants keypti hið svokallaða Flókahús, þar sem fyrirtækið hefur verið með starfsemi um árabil. Ráðist hefur verið í töluverðar framkvæmdir á húsinu sem ánægja virðist ríkja með ef marka má umfjöllun málsins í ráðum og nefndum sveitarfélagsins. Styr hefur hins vegar staðið um hlaðinn vegg á lóðamörkum lóðarinnar. Í ljós hefur komið að á tveimur hliðum lóðarinnar stendur veggurinn út fyrir lóðamörk lóðarinnar, annars vegar um 32 sentimetra, hins vegar um 70 sentimetra að mati byggingarfulltrúa en um 20 sentimetra að mati Stefáns.Málið er flókið að mati Stefáns en einfalt að mati yfirvalda í sveitarfélaginu. Að mati Stefáns var ekki annað hægt en að færa vegginn þessa sentimetra út fyrir lóðina. Yfirvöld telja hins vegar einfaldlega að ákvæði gildandi skipulags hafi verið brotin, því þurfi veggurinn að fara.Vinna við frágang á lóðinni var stöðvuð í ágúst.VísirSegir að illmögulegt hafi verið að reisa vegginn innan marka Eitt af því sem flækir málið er að í deiluskipulagi hafnarsvæðisins frá árinu 2015 segir að ekki hafi verið til lóðasamningur fyrir lóðina og stærð lóða því skilgreind frjálslega miðað við mörk nágrannalóða og þörf á opinberu svæði. Þegar kom að fyrirhugum framkvæmdum kynnti Stefán hugmyndir að lóðarfrágangi fyrir skipulags- og umhverfisnefnd sem í nóvember á síðasta ári féllst á að lóðarfrágangur myndi ná tvo metra út frá húsinu á norðurhlið hússins og einn metra á austurhluta hússins. Þetta var ítrekað á fundi nefndarinnar í desember 2017 og á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs júlí á þessu ári. Nokkru síðar hófst vinna við frágang lóðarinnar og segir Stefán í samtali við Vísi að við þær framkvæmdir hafi ýmislegt komið í ljós sem gert hafi það að verkum að nauðsynlegt hafi verið að færa hleðsluna utar en áætlað var. „Við höfum góðar og gildar ástæður fyrir þessu, út af lögnum og öðru sem er þarna í jörðinni sem að enginn hafði verið að spá í þegar var verið að úthluta mönnum fjarlægðum. Ef að við hefðum farið eftir bókstafnum hérna austan megin við húsið hefðum við lent ofan á hitaveitulögn nágrannans, við hefðum þurft að grafa hér upp marga brunna og ræsi með tilheyrandi kostnaði þannig að þarna voru menn sannarlega að reyna sitt besta í að finna skástu leiðina til þess að koma þessu niður,“ segir Stefán.Á þessari hlið hafði Stefán tvo metra frá húsi. Veggurinn er steinabreiddina út fyrir lóðamörk, um 32 sentimetra.Tekist á um vegginn í nefndum sveitarfélagsins Framkvæmdir voru hins vegar stöðvaðar þann 17. ágúst síðastliðinn þegar Stefáni barst tölvupóstur frá byggingarfulltrúa Norðurþings þess efnis að fulltrúinn hefði mælt staðsetningu veggjanna og í ljós hefði komið að frágangur veggjanna væri ekki í samræmi við heimildir. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings þann 28. ágúst síðastliðinn. Þar bókaði meirihluti ráðsins að framkvæmdirnar við vegginn væru brot sem væri þess eðlis að fullt tilefni væri til þess að byggingarfulltrúi krefðist þess að veggurinn yrði fjarlægður Skiptar skoðanir voru um málið á fundinum og bókaði minnihluti ráðsins að þrátt fyrir að hann harmaði það að farið væri út fyrir heimilað framkvæmdarsvæði væri ekki tilefni til þess að láta fjarlægja vegginn. Skýr rök hafi komið fram fyrir því af hverju ekki hafi verið hægt að reisa umrædda veggi innan þeirra marka sem kveðið var á, auk þess sem að veggurinn hefði engin áhrif á aðgengi annarra um fram það sem heimild var fyrir. Röksemdir Stefáns felast í þessu, að þar sem aðeins sé um sentimetra færslu að ræða vegna lagna sem komið hafi í ljós og í ljósi þess að í næsta nágrenni veggjarins sé annars vegar göngustígur og hins vegar gata, sé það óþarfi að eyðileggja milljónaframkvæmdir. „Þarna erum við að tala um 20-30 sentimetra sem eru inn á lóð hafnarinnar, veggirnir er ekki komnir inn í stofu nágrannans og eru engum til ama. Þarna er fullkomnlega löglegur göngustígur við hliðina sem við erum búnir að bjóða sveitarfélaginu að helluleggja og gera hann vel úr garði þeim að kostnaðarlausu ef að þeir sjá í gegnum fingur sér með þessa sentimetra,“ segir Stefán.Ófrágenginn stígur í eigu sveitarfélagsins er upp við vegginn. Sáttatillaga í málinu fólst í því að Stefán myndi greiða fyrir hellulagningu og frágangi á stígnum.Málið í biðstöðu á meðan kæruferlið stendur yfir Þann 6. september barst honum bréf frá byggingarfulltrúa þar sem farið var fram á að veggurinn yrði fjarlægður fyrir 20. september síðastliðinn þar sem ekki hafi verið heimild fyrir framkvæmdunum. Yrði ekki orðið við þessari kröfu mætti Stefán búast við að sveitarfélagið myndi láta vinna verkið á hans kostnað. Þessa ákvörðun, sem og ítrekun á ákvörðuninni, sem barst 17. september hefur Stefán kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og hefur hann krafist þess að ákvörðunin verði felld úr gildi. Þar er málið í ferli og því hefur veggurinn ekki verið fjarlægðut þrátt fyrir að frestur Stefáns til þess að fjarlægja hann sé liðinn. Kæran byggist meðal annars á því að engin gögn séu til um vettvangsskoðun byggingarfulltrúans og að frásögn hans nægi ekki til þess að „leggja fullnægjandi grundvöll að jafn íþyngjandi ákvörðun“ og tekin hafi verið. Þá hafi ákvörðunin verið tekin án þess að eiganda lóðarinnar gæfist kostur á að tjá sig um efni hennar auk þess sem hún væri í andstöðu við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Engir andstæðir hagsmunir krefjist þess að gripið sé til þeirra aðgerða sem ráðgerðar eru. „Einungis er um að ræða opið hafnarsvæði þar sem nóg er að plássi og hinir umdeildu sentimetrar skipta engu máli fyrir ásýnd svæðisins, umferð um það eða annað,“ segir í kærunni þar sem því er einnig haldið fram að sveitarfélagið hafi ekki gætt þeirrar skyldu að kanna hvort vægari úrræði stæðu til boða en að láta fjarlægja vegginn.Stefán segir að næst við þar sem veggurinn er núna hafi reynst lagnir og brunnar sem hafi sett strik í reikninginnAfstaða meirihlutans skýr Stefán segist telja að ákvarðanir yfirvalda í málinu byggist meðal annars á pólitískri óvinsemd í garð hans, en Stefán kom að stofnun E-lista Samfélagsins í Norðurþingi sem náði einum manni inn í sveitarstjórnarkosningarnar í vor.„Við hentum hér í framboðslista fyrir síðustu kosningar og rugluðum aðeins litrófinu. Menn voru ósáttir við það en við höfðum góðar og gildar ástæður fyrir því,“ segir Stefán.Málið var rætt frekar á fundi sveitarstjórnar þann 18. september síðastliðinn þar sem ræddar voru fundargerðir skipulags- og framkvæmdaráðs. Þar freistaði minnihlutinn þess að ná ná lendingu í málið með því að leggja fram þá tillögu að veggurinn myndi fá að standa, með því skilyrði að Stefán myndi á eigin kostnað ganga snyrtilega frá gangbrautinni norðan megin við húsið.Tillagan var felld með atkvæðum meirihluta sveitarstjórnarinnar. Afstaða hans gagnvart veggnum er skýr og kom hún fram í bókun sem meirihlutinn lagði fram á fundi sveitarstjórnar en eftirfarandi er meðal þess sem stóð í henni:„Hvaða afleiðingar yrðu af því ef sveitarstjórn setur sig ekki upp á móti óleyfisframkvæmdum eftir að hafa sjálf margítrekað það áður en viðkomandi framkvæmd fer af stað, hversu langt út fyrir lóðarmörk eigandi hússins megi fara til að ganga frá lóðinni?“„Mér finnst líka leitt að við getum ekki verið sammála um það að ef að slíkar ákvarðarnir eru virtar að vettugi að embættismenn gangi ekki eftir því að slíkar óleyfisframkvæmdir verði fjarlægðar í samræmi við skipulagslög,“ sagði Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi í umræðum um málið.Stefán segist efast um að nokkur verktaki muni taka það að sér að rífa vegginn, verði það niðurstaða úrskurðarnefndar.Býður upp á sleggjur og pylsur Stefán segist bíða eftir úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málinu og reiknar með að ekkert verði aðhafst á meðan málið er í meðferð þar, hvorki af hans hálfu né af hálfu sveitarfélagsins. Hann segist þó vera búinn að ákveða hvað hann muni gera verði ákvörðunin honum ekki í vil. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að setja fram áskorun,“ segir Stefán sem hefur ekki trú á því að nokkur verktaki muni taka að sér að rífa vegginn.„Að þeir kjörnu fulltrúar sem taka svona afdrifaríkar og íþyngjandi ákvarðarnir, að þeir mæti hér sjálfir og rífi þá vegginn ef það verður niðurstaðan. Ég skal lána þeim sleggjurnar og svo getum við grillað pylsur að verki loknu.“
Norðurþing Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira