Atli fer með málið til Strassborgar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2018 06:15 Atli Helgason. Atli Helgason hefur vísað máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að Hæstiréttur synjaði beiðni hans um áfrýjunarleyfi. Atla var synjað um endurheimt lögmannsréttinda sinna með úrskurði Landsréttar í vor. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fallist á beiðni Atla um endurheimt réttindanna enda fékk hann uppreist æru fyrir nokkrum árum og uppfyllti að því leyti skilyrði til að öðlast lögmannsréttindi að nýju. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur einnig fram að ekki sé heimilt að byggja niðurstöðu á áliti Lögmannafélagsins, sem lagst hafði gegn því í umsögn að Atli fengi lögmannsréttindi Landsréttur byggði synjun sína hins vegar á nýrri lagasetningu um breytingu á ákvæðum um uppreist æru og mat það svo að með nýjum lögum yrði ekki lengur byggt á þeirri framkvæmd sem var við lýði áður en lögin voru sett og því yrðu dómstólar að leggja sjálfstætt mat á beiðnir um endurheimt réttinda. Þrátt fyrir að forseti Íslands hafi þegar veitt honum uppreist æru, taldi rétturinn varhugavert að slá því föstu að Atli hefði áunnið sér nauðsynlegt traust til að öðlast umrædd réttindi að nýju. Í kæru Atla til Mannréttindadómstóls Evrópu er meðal annars byggt á banni við afturvirkri beitingu nýrra laga en dómurinn hefur áður dæmt manni í vil í máli áþekku máli Atla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Sjá meira
Atli Helgason hefur vísað máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að Hæstiréttur synjaði beiðni hans um áfrýjunarleyfi. Atla var synjað um endurheimt lögmannsréttinda sinna með úrskurði Landsréttar í vor. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fallist á beiðni Atla um endurheimt réttindanna enda fékk hann uppreist æru fyrir nokkrum árum og uppfyllti að því leyti skilyrði til að öðlast lögmannsréttindi að nýju. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur einnig fram að ekki sé heimilt að byggja niðurstöðu á áliti Lögmannafélagsins, sem lagst hafði gegn því í umsögn að Atli fengi lögmannsréttindi Landsréttur byggði synjun sína hins vegar á nýrri lagasetningu um breytingu á ákvæðum um uppreist æru og mat það svo að með nýjum lögum yrði ekki lengur byggt á þeirri framkvæmd sem var við lýði áður en lögin voru sett og því yrðu dómstólar að leggja sjálfstætt mat á beiðnir um endurheimt réttinda. Þrátt fyrir að forseti Íslands hafi þegar veitt honum uppreist æru, taldi rétturinn varhugavert að slá því föstu að Atli hefði áunnið sér nauðsynlegt traust til að öðlast umrædd réttindi að nýju. Í kæru Atla til Mannréttindadómstóls Evrópu er meðal annars byggt á banni við afturvirkri beitingu nýrra laga en dómurinn hefur áður dæmt manni í vil í máli áþekku máli Atla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Sjá meira