Græn orka tvöfaldast á aðeins tveimur árum Sveinn Arnarsson skrifar 5. október 2018 07:30 Bílar sem keyptir eru nýir nú munu að öllum líkindum rata inn í Parísartölfræðina. Fréttablaðið/Ernir Endurnýjanlegt eldsneyti til samgangna á Íslandi hefur tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Er nú svo komið að 5,7 prósent orkunotkunar í samgöngum koma frá endurnýjanlegu eldsneyti. Þetta kemur fram í skýrslu Orkustofnunar um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum hér á landi í fyrra sem birtist nýlega. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir mikilvægt að menn hugi nú þegar að samsetningu bílaflotans vegna Parísarsamkomulagsins. Fyrir loftslagsráðstefnuna í París settu þjóðir heims fram aðgerðaloforð þar sem hver þjóð leggur fram drög að því hversu mikið hún ætlar að draga úr losun til 2030. Hreinir rafmagnsbílar eða annars konar ökutæki sem nota græna orku þurfa að verða orðin um hundrað þúsund eftir tólf ár, ætlum við okkur að standa við skuldbindingar okkar. „Eina leiðin til að ná skuldbindingum okkar er að rafvæða samgöngur,“ segir Sigurður Ingi. „Við erum komnir inn á þá tíma að bílar sem keyptir eru nýir munu líklega verða inni í Parísartölfræðinni árið 2030. Þess vegna er orðið mjög mikilvægt að hægja á því að troða glænýjum bensín- og dísilbílum inn á markaðinn. Nú erum við byrjaðir að raða inn í flotann sem mun svo telja í bókhaldinu okkar við Parísarsamkomulagið.“ Í fyrra voru notaðar fimm tegundir græns eldsneytis í samgöngum á landi. Það eru lífdísil, etanól, metanól, metan og raforka. Þrír hinir síðastnefndu eru eingöngu innlendir orkugjafar, það er, aðeins framleiddir hér á landi. Hins vegar er svo komið að olíunotkun bíla er aftur farin að aukast eftir hrunárin. Ástæðuna má vafalaust rekja til fjölgunar erlendra ferðamanna. „Ástæða þess að endurnýjanlegt eldsneyti hefur aukist svo mikið er að rafbílar eru afar orkunýtnir. Hver rafbíll nýtir orku mun betur en bensínbíll. Þegar raforka er þannig reiknuð sem olíuígildi þá fær rafbíllinn hærri margfeldisstuðul,“ segir Sigurður Ingi. „Því getum við sagt að þegar allir bílar eru orðnir rafvæddir mun heildarorkunotkun í samgöngum snarminnka þótt fjöldi ekinna kílómetra verði sá sami og áður. Rafbílar hafa verið að taka flugið og eru nú að verða um tíu þúsund talsins. Við erum því komin áleiðis að orkuskiptum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Endurnýjanlegt eldsneyti til samgangna á Íslandi hefur tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Er nú svo komið að 5,7 prósent orkunotkunar í samgöngum koma frá endurnýjanlegu eldsneyti. Þetta kemur fram í skýrslu Orkustofnunar um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum hér á landi í fyrra sem birtist nýlega. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir mikilvægt að menn hugi nú þegar að samsetningu bílaflotans vegna Parísarsamkomulagsins. Fyrir loftslagsráðstefnuna í París settu þjóðir heims fram aðgerðaloforð þar sem hver þjóð leggur fram drög að því hversu mikið hún ætlar að draga úr losun til 2030. Hreinir rafmagnsbílar eða annars konar ökutæki sem nota græna orku þurfa að verða orðin um hundrað þúsund eftir tólf ár, ætlum við okkur að standa við skuldbindingar okkar. „Eina leiðin til að ná skuldbindingum okkar er að rafvæða samgöngur,“ segir Sigurður Ingi. „Við erum komnir inn á þá tíma að bílar sem keyptir eru nýir munu líklega verða inni í Parísartölfræðinni árið 2030. Þess vegna er orðið mjög mikilvægt að hægja á því að troða glænýjum bensín- og dísilbílum inn á markaðinn. Nú erum við byrjaðir að raða inn í flotann sem mun svo telja í bókhaldinu okkar við Parísarsamkomulagið.“ Í fyrra voru notaðar fimm tegundir græns eldsneytis í samgöngum á landi. Það eru lífdísil, etanól, metanól, metan og raforka. Þrír hinir síðastnefndu eru eingöngu innlendir orkugjafar, það er, aðeins framleiddir hér á landi. Hins vegar er svo komið að olíunotkun bíla er aftur farin að aukast eftir hrunárin. Ástæðuna má vafalaust rekja til fjölgunar erlendra ferðamanna. „Ástæða þess að endurnýjanlegt eldsneyti hefur aukist svo mikið er að rafbílar eru afar orkunýtnir. Hver rafbíll nýtir orku mun betur en bensínbíll. Þegar raforka er þannig reiknuð sem olíuígildi þá fær rafbíllinn hærri margfeldisstuðul,“ segir Sigurður Ingi. „Því getum við sagt að þegar allir bílar eru orðnir rafvæddir mun heildarorkunotkun í samgöngum snarminnka þótt fjöldi ekinna kílómetra verði sá sami og áður. Rafbílar hafa verið að taka flugið og eru nú að verða um tíu þúsund talsins. Við erum því komin áleiðis að orkuskiptum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“