Stundin lagði Glitni í Landsrétti Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2018 14:42 Forsíða Stundarinnar eftir að lögbann hafði verið sett á umfjöllun miðilsins úr gögnum Glitnis HoldCo. Stundin Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo í febrúar en lögbann var lagt á fréttaflutning miðlanna upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins á síðasta ári. Það þarf þó ekki endilega að þýða að Stundin megi aftur hefja fréttaflutning upp úr gögnunum. Samkvæmt lögfróðum, sem Vísir hefur rætt við, gæti lögbannið aftur tekið gildi ef Glitnir sækir um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar - rétt eins og varð raunin þegar málinu var áfrýjað til Landsréttar. Þá yrði lögbanninu ekki fyllilega aflétt fyrr en endanlegur dómur fellur í Hæstarétti. Sýslumaðurinn á höfuborgarsvæðinu lagði lögbann á frekari fréttaflutning upp úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum að beiðni Glitnis HoldCo, eignarhaldsfélags sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, 13. október í fyrra. Blaðið hafði þá fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Lögbannið var sett á aðeins aðeins rétt rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar 28. október. Í tilkynningu frá Glitni HoldCo á sínum tíma sagði að farið hefði verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Dómstólar höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að Stundin þyrfti ekki afhenda gögnin sem umfjöllunin hvíldi á. Glitnir HoldCo höfðaði í framhaldinu staðfestingarmál vegna lögbannsins á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media, sem Landsréttur tók svo fyrir í dag. Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo í febrúar en lögbann var lagt á fréttaflutning miðlanna upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins á síðasta ári. Það þarf þó ekki endilega að þýða að Stundin megi aftur hefja fréttaflutning upp úr gögnunum. Samkvæmt lögfróðum, sem Vísir hefur rætt við, gæti lögbannið aftur tekið gildi ef Glitnir sækir um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar - rétt eins og varð raunin þegar málinu var áfrýjað til Landsréttar. Þá yrði lögbanninu ekki fyllilega aflétt fyrr en endanlegur dómur fellur í Hæstarétti. Sýslumaðurinn á höfuborgarsvæðinu lagði lögbann á frekari fréttaflutning upp úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum að beiðni Glitnis HoldCo, eignarhaldsfélags sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, 13. október í fyrra. Blaðið hafði þá fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Lögbannið var sett á aðeins aðeins rétt rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar 28. október. Í tilkynningu frá Glitni HoldCo á sínum tíma sagði að farið hefði verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Dómstólar höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að Stundin þyrfti ekki afhenda gögnin sem umfjöllunin hvíldi á. Glitnir HoldCo höfðaði í framhaldinu staðfestingarmál vegna lögbannsins á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media, sem Landsréttur tók svo fyrir í dag.
Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira