Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. október 2018 19:45 Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi starfsleyfi Arctic Fish og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Fyrirtækin fóru fram á að réttaráhrifum vegna ákvörðun nefndarinnar yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyrir hjá dómstólum en nefndin vísaði frá beiðninni í dag og taldi sig ekki hafa heimild til að fresta réttaráhrifum. Þar kemur þó fram að ráðherra megi veita undanþágu frá starfsleyfi ef ríkir hagsmunir séu undir. Arctic Fish heldur úti kvíum á Tálknafirði, Patreksfirði og Dýrafirði en fyrirtækið þarf kvíar á nokkrum svæðum til að hvíla þær reglulega ef lágmarka á umhverfisáhrif. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að ef taka þurfi tvær kvíar úr umferð kippi það fótunum undan rekstrinum. Þá er einnig beðið úrskurðar vegna Dýrafjarðar. „Við erum að byggja upp fiskeldi þannig að það þarf að vera ákveðin hvíld á milli svæða. Svokölluð árgangaskipti,“ segir hann. „Þetta er alger undirstaða í þeirri umhverfisvottuðu vöru sem við erum að selja og ef við tökum alveg tvö vistkerfi út úr þeirri mynd er ekki hægt að halda áfram.“Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Mynd/FriðrikHann segir að nú sé málið í raun orðið pólitískt og stjórnvöld þurfi að ákveða hvort að reka eigi sjókvíaeldi á Íslandi. Hugsanlega þurfi nú að slátra fiskum og óvissa fyrir starfsfólk sé óþolandi. Þetta sé sérstaklega sárt þar sem ekki sé við fyrirtækið að sakast heldur taldi úrskurðarnefndin mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum sjókvíaledis á svæðinu ekki geta verið grundvöllur leyfisveitingarinnar þar sem umfjöllun um aðra valkosti hafi skort. „Við sem fyrirtæki og starfsmenn gerðum ekki neitt rangt eins og kemur fram í úrskurðinum,“ segir Sigurður. „Heldur er um ákveðið formsatriði að ræða sem virðist hafa brugðist að mati úrskurðarnefndar. Það er svolítið slæmt ef að það á að bitna á starfsfólki og atvinnurekstri“ Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi starfsleyfi Arctic Fish og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Fyrirtækin fóru fram á að réttaráhrifum vegna ákvörðun nefndarinnar yrði frestað þar til niðurstaða lægi fyrir hjá dómstólum en nefndin vísaði frá beiðninni í dag og taldi sig ekki hafa heimild til að fresta réttaráhrifum. Þar kemur þó fram að ráðherra megi veita undanþágu frá starfsleyfi ef ríkir hagsmunir séu undir. Arctic Fish heldur úti kvíum á Tálknafirði, Patreksfirði og Dýrafirði en fyrirtækið þarf kvíar á nokkrum svæðum til að hvíla þær reglulega ef lágmarka á umhverfisáhrif. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að ef taka þurfi tvær kvíar úr umferð kippi það fótunum undan rekstrinum. Þá er einnig beðið úrskurðar vegna Dýrafjarðar. „Við erum að byggja upp fiskeldi þannig að það þarf að vera ákveðin hvíld á milli svæða. Svokölluð árgangaskipti,“ segir hann. „Þetta er alger undirstaða í þeirri umhverfisvottuðu vöru sem við erum að selja og ef við tökum alveg tvö vistkerfi út úr þeirri mynd er ekki hægt að halda áfram.“Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Mynd/FriðrikHann segir að nú sé málið í raun orðið pólitískt og stjórnvöld þurfi að ákveða hvort að reka eigi sjókvíaeldi á Íslandi. Hugsanlega þurfi nú að slátra fiskum og óvissa fyrir starfsfólk sé óþolandi. Þetta sé sérstaklega sárt þar sem ekki sé við fyrirtækið að sakast heldur taldi úrskurðarnefndin mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum sjókvíaledis á svæðinu ekki geta verið grundvöllur leyfisveitingarinnar þar sem umfjöllun um aðra valkosti hafi skort. „Við sem fyrirtæki og starfsmenn gerðum ekki neitt rangt eins og kemur fram í úrskurðinum,“ segir Sigurður. „Heldur er um ákveðið formsatriði að ræða sem virðist hafa brugðist að mati úrskurðarnefndar. Það er svolítið slæmt ef að það á að bitna á starfsfólki og atvinnurekstri“
Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07
Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22
Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38