Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2018 14:04 Einar K. Guðfinnsson telur ummæli Óttars lykta af mannfyrirlitningu en sá hinn síðarnefndi harmar það að hafa orðað hugsanir sínar illa. Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á orðum sínum sem snúa að atvinnuþátttöku útlendinga við fiskeldi vestur á fjörðum. Ummæli hans féllu í þættinum Kastljósi í gærkvöldi í viðtali við Einar Þorsteinsson, einn umsjónarmanna þáttarins, á þá leið að þeir sem aðallega störfuðu við fiskeldi vestur á fjörðum væru örfáir og þá helst Pólverjar eða útlendingar. Óttar stílar yfirlýsingu sína á Einar, en hún er svohljóðandi:„Til Einars, stjórnanda Kastljóss. Vegna orða minna í Kastljósi í gær vill undirritaður taka fram, að þjóðerni þeirra sem vinna í laxeldi er málefninu óviðkomandi. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki orðað þetta betur. Um leið er rétt að benda á, að starfsmannatölur sem ég nefndi áttu einungis við nýbyrjað laxeldi í Patreksfirði. Aðrar starfsmannatölur sem fram komu áttu augljóslega við meintan heildarfjölda allra eldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Bestu kveðjur, Óttar Yngvason.“Umdeilt mál Málið tengist hinu umdeilda sjókvíaeldi fyrir vestan en væntanlegt er frumvarp þar sem veita á fyrirtækjum undanþágu frá úrskurði nefndar um umhverfismál, sem felldu rekstrarleyfi þeirra úr gildi. Óttar segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ sagði Óttar í samtali við Vísi og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Óttar telur með öðrum orðum að verið sé að taka orð sín úr samhengi, en þau vísuðu til þess að málið væri ekki eins mikilvægt að teknu tilliti til atvinnustigs fyrir vestan og margur vill vera láta. Sakaður um mannfyrirlitningu Strax eftir þáttinn stigu stuðningsmenn sjókvíaeldisins sem og ýmsir aðrir og fordæmdu orð Óttars, og höfðu þau til marks um útlendingaandúð. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, er á því að um sé að ræða einskonar mannfyrirlitningu. „Menn eru náttúrulega miður sín og hneykslaðir á þessum yfirlýsingum sem mér finnst lykta af ákveðinni mannfyrirlitningu og undarlegri afstöðu til útlendinga sem ég hélt satt að segja að væri útdauð í íslensku samfélagi en lengi má manninn reyna,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu RÚV. Fiskeldi Tengdar fréttir Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. 8. október 2018 19:05 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á orðum sínum sem snúa að atvinnuþátttöku útlendinga við fiskeldi vestur á fjörðum. Ummæli hans féllu í þættinum Kastljósi í gærkvöldi í viðtali við Einar Þorsteinsson, einn umsjónarmanna þáttarins, á þá leið að þeir sem aðallega störfuðu við fiskeldi vestur á fjörðum væru örfáir og þá helst Pólverjar eða útlendingar. Óttar stílar yfirlýsingu sína á Einar, en hún er svohljóðandi:„Til Einars, stjórnanda Kastljóss. Vegna orða minna í Kastljósi í gær vill undirritaður taka fram, að þjóðerni þeirra sem vinna í laxeldi er málefninu óviðkomandi. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki orðað þetta betur. Um leið er rétt að benda á, að starfsmannatölur sem ég nefndi áttu einungis við nýbyrjað laxeldi í Patreksfirði. Aðrar starfsmannatölur sem fram komu áttu augljóslega við meintan heildarfjölda allra eldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Bestu kveðjur, Óttar Yngvason.“Umdeilt mál Málið tengist hinu umdeilda sjókvíaeldi fyrir vestan en væntanlegt er frumvarp þar sem veita á fyrirtækjum undanþágu frá úrskurði nefndar um umhverfismál, sem felldu rekstrarleyfi þeirra úr gildi. Óttar segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ sagði Óttar í samtali við Vísi og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Óttar telur með öðrum orðum að verið sé að taka orð sín úr samhengi, en þau vísuðu til þess að málið væri ekki eins mikilvægt að teknu tilliti til atvinnustigs fyrir vestan og margur vill vera láta. Sakaður um mannfyrirlitningu Strax eftir þáttinn stigu stuðningsmenn sjókvíaeldisins sem og ýmsir aðrir og fordæmdu orð Óttars, og höfðu þau til marks um útlendingaandúð. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, er á því að um sé að ræða einskonar mannfyrirlitningu. „Menn eru náttúrulega miður sín og hneykslaðir á þessum yfirlýsingum sem mér finnst lykta af ákveðinni mannfyrirlitningu og undarlegri afstöðu til útlendinga sem ég hélt satt að segja að væri útdauð í íslensku samfélagi en lengi má manninn reyna,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu RÚV.
Fiskeldi Tengdar fréttir Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. 8. október 2018 19:05 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. 8. október 2018 19:05