Böl þjóðar Sævar Þór Jónsson skrifar 23. september 2018 16:27 Eitt af því sem er sérstakt við íslenskt samfélag nú á dögum er hvað þjóðin er fljót að aðlagast og taka upp ný viðmið í hinum ýmsu málum. Ekki verður þar með sagt að þetta sé alltaf af hinu góða. Staðreyndin er jú sú að það er margt sem hefur farið úrskeiðis á undanförnum árum í sálarlífi þjóðar okkar og var það sérstaklega áberandi eftir stóra efnahagshrunið fyrir 10 árum síðan. Heiftin og reiðin, sem þá spratt upp, er enn við lýði. Margir ganga í gegnum daglegt líf með því viðmiði að láta engan valta yfir sig og endurspeglast það í hinum ýmsu deilum nú orðið í t.d. réttarkerfi okkar þar sem menn deila fyrir dómstólum um hvaða eina smáatriði, rafmagnstengingar fyrir rafmagnsbíla í fjölbýlishúsum eða samskipti milli fólks almennt á hinum ýmsu sviðum. Heiftin er meira áberandi en áður. Sundrung þjóðar er staðreynd enda fóru mjög margir illa út úr hruninu. Umræðan um hin ýmsu málefni og einstaklinga hefur líkað harnað og eru hlutir oftar en ekki persónugerðir og þeir sem þora að hafa skoðanir fá það óþvegið af dómstóli götunnar. Það er sem sagt ekkert umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og áherslum í samfélaginu. Mér þykir t.d. afar mikilvægt að þeir sem hafa aðrar skoðanir en ég fái að ræða þær opinberlega því þá er einmitt hægt að taka upp gagnrýna og málefnalega umræðu um það sem skiptir máli í samfélaginu. Það verður hins vegar ekki gert ef dómstóll götunnar á sífellt að stýra umræðunni með ofsóknum á hendur þeim sem falla ekki í mótið. Sem samkynhneigður einstaklingur þykir mér t.d. miður hvað er sótt vitlaust að þeim sem tala gegn samkynhneigð, það að ráðast á persónur slíkra aðila er ekki rétt aðferðafræði við að uppræta fordóma né þróa umræðuna með því móti að hægt sé að vinna á fordómum og fáfræði. Fordæming persóna er ekki aðferð sem gengur til lengdar í upprætingu fordóma og haturs. En þetta á ekki aðeins við um almenning heldur virðist heiftin hafa tekið sér bólfestu í lykilstofnunum samfélagsins. Til dæmis ef horft er til kirkjunnar þá virðist allt vera þar í uppnámi, innbyrgðis deilur og ásakanir eru nánast daglegt brauð. Prestar deila á kirkjuna fyrir það að bjóða upp á lélega húsakosti, óuppgerð mál varðandi kynferðisbrot eru sífellt að koma upp og Biskup ásakaður um að taka ekki á málum af staðfestu og dug. Þá eru sumir prestar kirkjunnar sem ala á hatri og fordæmingu og ganga erinda dómsstóls götunnar. Kannski ekkert skrítið þegar horft er til þess hversu sundruð þjóðin er í reynd. Þá er pólitíkin ekkert betri. Það er eitthvað sem vantar í þetta allt og margt sem við í reynd höfum misst sem þjóð þegar kemur að samkennd og samvinnu. Það vitum við sem fylgjumst með þjóðfélagsumræðunni að komandi vetur verður erfiður þegar kemur að sátt á vinnumarkaði en hvernig ætli það sé að fara inn í kjaraviðræður þegar bæði alþingismenn og stjórnendur stórfyrirtækja og ýmsir embættismenn hafa gert verulega vel við sig. Það að segja almenningi að gæta sín í kröfum sínum varðandi launahækkanir en um leið að skaffa sér sjálfum meira er ekki rétta aðferðafærðin þegar kemur að sátt á vinnumarkaði. Hér er talað um að allt sé í uppgangi en staðreyndin er sú að þjóðin er sundruð og það að búa til sættir krefst fórna allra ekki bara almennings. Það er alveg ljóst þegar horft er yfir aðstæður í samfélaginu að við sem þjóð verðum að ná nýrri þjóðarsátt í ýmsu málum. Við verðum að stilla okkur af og ganga hreint til verka. Við verðum að taka til í samfélaginu, taka til í óreiðunni í stjórnmálunum og fara að ná sátt milli þjóðarinnar í heild, milli stjórnmálamanna og almennings og milli stétta almennt. Þar verðum við sem þjóð að hafa stjórnmálamenn sem kunna til verka og sýna af sér gott fordæmi og taka á málum af festu. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sævar Þór Jónsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem er sérstakt við íslenskt samfélag nú á dögum er hvað þjóðin er fljót að aðlagast og taka upp ný viðmið í hinum ýmsu málum. Ekki verður þar með sagt að þetta sé alltaf af hinu góða. Staðreyndin er jú sú að það er margt sem hefur farið úrskeiðis á undanförnum árum í sálarlífi þjóðar okkar og var það sérstaklega áberandi eftir stóra efnahagshrunið fyrir 10 árum síðan. Heiftin og reiðin, sem þá spratt upp, er enn við lýði. Margir ganga í gegnum daglegt líf með því viðmiði að láta engan valta yfir sig og endurspeglast það í hinum ýmsu deilum nú orðið í t.d. réttarkerfi okkar þar sem menn deila fyrir dómstólum um hvaða eina smáatriði, rafmagnstengingar fyrir rafmagnsbíla í fjölbýlishúsum eða samskipti milli fólks almennt á hinum ýmsu sviðum. Heiftin er meira áberandi en áður. Sundrung þjóðar er staðreynd enda fóru mjög margir illa út úr hruninu. Umræðan um hin ýmsu málefni og einstaklinga hefur líkað harnað og eru hlutir oftar en ekki persónugerðir og þeir sem þora að hafa skoðanir fá það óþvegið af dómstóli götunnar. Það er sem sagt ekkert umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og áherslum í samfélaginu. Mér þykir t.d. afar mikilvægt að þeir sem hafa aðrar skoðanir en ég fái að ræða þær opinberlega því þá er einmitt hægt að taka upp gagnrýna og málefnalega umræðu um það sem skiptir máli í samfélaginu. Það verður hins vegar ekki gert ef dómstóll götunnar á sífellt að stýra umræðunni með ofsóknum á hendur þeim sem falla ekki í mótið. Sem samkynhneigður einstaklingur þykir mér t.d. miður hvað er sótt vitlaust að þeim sem tala gegn samkynhneigð, það að ráðast á persónur slíkra aðila er ekki rétt aðferðafræði við að uppræta fordóma né þróa umræðuna með því móti að hægt sé að vinna á fordómum og fáfræði. Fordæming persóna er ekki aðferð sem gengur til lengdar í upprætingu fordóma og haturs. En þetta á ekki aðeins við um almenning heldur virðist heiftin hafa tekið sér bólfestu í lykilstofnunum samfélagsins. Til dæmis ef horft er til kirkjunnar þá virðist allt vera þar í uppnámi, innbyrgðis deilur og ásakanir eru nánast daglegt brauð. Prestar deila á kirkjuna fyrir það að bjóða upp á lélega húsakosti, óuppgerð mál varðandi kynferðisbrot eru sífellt að koma upp og Biskup ásakaður um að taka ekki á málum af staðfestu og dug. Þá eru sumir prestar kirkjunnar sem ala á hatri og fordæmingu og ganga erinda dómsstóls götunnar. Kannski ekkert skrítið þegar horft er til þess hversu sundruð þjóðin er í reynd. Þá er pólitíkin ekkert betri. Það er eitthvað sem vantar í þetta allt og margt sem við í reynd höfum misst sem þjóð þegar kemur að samkennd og samvinnu. Það vitum við sem fylgjumst með þjóðfélagsumræðunni að komandi vetur verður erfiður þegar kemur að sátt á vinnumarkaði en hvernig ætli það sé að fara inn í kjaraviðræður þegar bæði alþingismenn og stjórnendur stórfyrirtækja og ýmsir embættismenn hafa gert verulega vel við sig. Það að segja almenningi að gæta sín í kröfum sínum varðandi launahækkanir en um leið að skaffa sér sjálfum meira er ekki rétta aðferðafærðin þegar kemur að sátt á vinnumarkaði. Hér er talað um að allt sé í uppgangi en staðreyndin er sú að þjóðin er sundruð og það að búa til sættir krefst fórna allra ekki bara almennings. Það er alveg ljóst þegar horft er yfir aðstæður í samfélaginu að við sem þjóð verðum að ná nýrri þjóðarsátt í ýmsu málum. Við verðum að stilla okkur af og ganga hreint til verka. Við verðum að taka til í samfélaginu, taka til í óreiðunni í stjórnmálunum og fara að ná sátt milli þjóðarinnar í heild, milli stjórnmálamanna og almennings og milli stétta almennt. Þar verðum við sem þjóð að hafa stjórnmálamenn sem kunna til verka og sýna af sér gott fordæmi og taka á málum af festu. Höfundur er lögmaður
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun