Las yfir þingheimi í jómfrúarræðu sinni Birgir Olgeirsson skrifar 25. september 2018 15:57 Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar. Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar kallaði hún eftir að þingheimur tæki ábyrgð á embættisgjörðum sínum og nefndi þar ýmis mál sem hafa vakið hneykslan í samfélaginu undanfarið. Sagði hún að þjóðkjörnir fulltrúar á Íslandi kæmust upp með að keyra því sem nemi 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, halda þjóðhátíðarfundi sem fara 100 prósent fram úr kostnaðaráætlun og orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. „Ekki misskilja mig þó, ég býst ekki við hópuppsögnum að ræðu minni lokinni en það er heldur ekki ætlunin með henni,“ sagði Sigríður María Egilsdóttir í ræðu sinni sem sjá má hér að neðan.Hún sagðist hafa setið sinn fyrsta þingfund í gær og þar hafi traust til stjórnmálamanna verið ofarlega í huga þingmanna. Sagði hún að í nágrannalöndum Íslands segi ráðherrar af sér af því þeir fóru með ráðuneytissíma til útlanda án þess að tilkynna það eða þeir höfðu ekki greitt útvarpsgjaldið. Sagði Sigríður María að það væru ýmsar leiðir til að bera ábyrgð, til dæmis með afsögn eða að játa mistök og sýna iðrun. „Hugtakið ábyrgð virðist hins vegar hafa tekið sér alveg séríslenskt form. Hér hefur myndast sú hefð að snúa einfaldlega baki í blásandi vindinn og bíða síðan þegjandi þar til vindinn lægir. En almenningur vill sjá kjörna fulltrúa þurfa að sæta sömu ábyrgð og hann þarf sjálfur að gera í eigin störfum og endurnýjað umboð er ekki hvítþvottur. Það sýnir dvínandi traust á Alþingi, löggjafanum sjálfum sem setur hér leikreglurnar, dvínandi traust sem leiðir að lokum til þess að fólk missir traust á sjálfum reglunum sem við reynum að setja hér,“ sagði Sigríður María. Hún bætti við að ef þingmenn vilja virkilega endurreisa traust fólks á Alþingi og framkvæmdavaldinu yrði að taka öðruvísi á málunum. „Það er einungis þegar við sjálf förum að sýna starfi okkar og stöðu tilhlýðilega virðingu sem við getum farið að kalla eftir trausti.“ Alþingi Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar kallaði hún eftir að þingheimur tæki ábyrgð á embættisgjörðum sínum og nefndi þar ýmis mál sem hafa vakið hneykslan í samfélaginu undanfarið. Sagði hún að þjóðkjörnir fulltrúar á Íslandi kæmust upp með að keyra því sem nemi 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, halda þjóðhátíðarfundi sem fara 100 prósent fram úr kostnaðaráætlun og orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. „Ekki misskilja mig þó, ég býst ekki við hópuppsögnum að ræðu minni lokinni en það er heldur ekki ætlunin með henni,“ sagði Sigríður María Egilsdóttir í ræðu sinni sem sjá má hér að neðan.Hún sagðist hafa setið sinn fyrsta þingfund í gær og þar hafi traust til stjórnmálamanna verið ofarlega í huga þingmanna. Sagði hún að í nágrannalöndum Íslands segi ráðherrar af sér af því þeir fóru með ráðuneytissíma til útlanda án þess að tilkynna það eða þeir höfðu ekki greitt útvarpsgjaldið. Sagði Sigríður María að það væru ýmsar leiðir til að bera ábyrgð, til dæmis með afsögn eða að játa mistök og sýna iðrun. „Hugtakið ábyrgð virðist hins vegar hafa tekið sér alveg séríslenskt form. Hér hefur myndast sú hefð að snúa einfaldlega baki í blásandi vindinn og bíða síðan þegjandi þar til vindinn lægir. En almenningur vill sjá kjörna fulltrúa þurfa að sæta sömu ábyrgð og hann þarf sjálfur að gera í eigin störfum og endurnýjað umboð er ekki hvítþvottur. Það sýnir dvínandi traust á Alþingi, löggjafanum sjálfum sem setur hér leikreglurnar, dvínandi traust sem leiðir að lokum til þess að fólk missir traust á sjálfum reglunum sem við reynum að setja hér,“ sagði Sigríður María. Hún bætti við að ef þingmenn vilja virkilega endurreisa traust fólks á Alþingi og framkvæmdavaldinu yrði að taka öðruvísi á málunum. „Það er einungis þegar við sjálf förum að sýna starfi okkar og stöðu tilhlýðilega virðingu sem við getum farið að kalla eftir trausti.“
Alþingi Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira