Wolfsburg ekki enn fengið á sig mark Hjörvar Ólafsson skrifar 26. september 2018 09:30 Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Wolfsburg, einbeitt í fyrri leiknum gegn Þór/KA á Akureyri. Liðin mætast að nýju í Wolfsburg í dag frétablaðið/auðunn Þór/KA sækir Wolfsburg heim í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna síðdegis í dag, en leikið verður á AOK Stadion, heimavelli þýska liðsins. Norðankonur fara með ágætis veganesti í leikinn, en fyrri leik liðanna, sem leikinn var á Þórsvellinum fyrir tveimur vikur, lyktaði með 1-0 sigri Wolfsburg. Þar var það danski landsliðsframherjinn Pernille Harder sem skoraði sigurmark Wolfsburg. Það var hins vegar ekki gott veganesti fyrir Þór/KA að mexíkósku landsliðskonurnar Ariana Calderon, Bianca Sierra og Sandra Stephany Mayor geta ekki ferðast með liðinu og spilað þennan leik vegna verkefna sinna með landsliði Mexíkó. Leikmannahópur Þórs/KA er fámennur en góðmennur, en eingöngu 14 leikmenn munu skipa hópinn í leiknum í dag. Það er hins vegar feikinóg þar sem 11 leikmenn hefja leik og aðeins er heimilt að skipta þremur leikmönnum inn á í leiknum. Það má hins vegar lítið sem ekkert út af bregða í undirbúningi liðsins fram að leik. „Undirbúningur hefur bara gengið vel og þær fjórtán sem eru til staðar eru allar leikfærar. Við værum vissulega í vondum málum ef við yrðum fyrir skakkaföllum. Það hefur hins vegar ekki gerst þannig að við mætum til þessa leiks af fullum krafti. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta verður mjög erfitt, en við erum fyrst og fremst mjög spenntar fyrir því að mæta einu sterkasta liði heims. Þetta verður mjög lærdómsríkt fyrir leikmannahópinn og það væri geggjað að ná að slá þær út,“ segir Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, í samtali við Fréttablaðið umkomandi verkefni. „Við höfum aðallega verið að fara yfir varnarfærslurnar hérna úti og ætlum að hafa það alveg á hreinu. Það má búast við því að þær verði mun meira með boltann eins og í leiknum á Akureyri, en við náðum að komast í fín færi þar eftir skyndisóknir og stefnan er að gera slíkt hið sama í þessum leik. Við förum inn í þennan leik eins og alla aðra með það að markmiði að vinna,“segir hún enn fremur um stöðu mála hjá liðinu og nálgun liðsins að þeirri miklu áskorun sem það tekst á við. Wolfsburg sem fór alla leið í úrslit keppninnar á síðustu leiktíð, þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir Lyon, kemur að öllum líkindum fullt sjálfstrausts inn í þennan leik. Þýska liðið vann 5-0 stórsigur á Essen í síðasta leik sínum, en það var annar deildarleikur liðsins á yfirstandandi leiktíð og spilaði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, allan tíman í þeim leik. Wolfsburg hefur haft betur í fyrstu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en liðið hefur aukinheldur ekki fengið á sig mark í þessum leikjum og skorað 20 mörk á andstæðinga sína. Það er því ljóst að verkefni Þórs/KA er ærið og það verður erfitt að snúa taflinu við. Lið hafa hins vegar margoft sýnt fram á það að Davíð geti lagt Golíat að velli í fótboltanum. En ef allt er eðlilegt mun Sara Björk vera með farseðil í 16 liða úrslitin í farteskinu um sexleytið að íslenskum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
Þór/KA sækir Wolfsburg heim í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna síðdegis í dag, en leikið verður á AOK Stadion, heimavelli þýska liðsins. Norðankonur fara með ágætis veganesti í leikinn, en fyrri leik liðanna, sem leikinn var á Þórsvellinum fyrir tveimur vikur, lyktaði með 1-0 sigri Wolfsburg. Þar var það danski landsliðsframherjinn Pernille Harder sem skoraði sigurmark Wolfsburg. Það var hins vegar ekki gott veganesti fyrir Þór/KA að mexíkósku landsliðskonurnar Ariana Calderon, Bianca Sierra og Sandra Stephany Mayor geta ekki ferðast með liðinu og spilað þennan leik vegna verkefna sinna með landsliði Mexíkó. Leikmannahópur Þórs/KA er fámennur en góðmennur, en eingöngu 14 leikmenn munu skipa hópinn í leiknum í dag. Það er hins vegar feikinóg þar sem 11 leikmenn hefja leik og aðeins er heimilt að skipta þremur leikmönnum inn á í leiknum. Það má hins vegar lítið sem ekkert út af bregða í undirbúningi liðsins fram að leik. „Undirbúningur hefur bara gengið vel og þær fjórtán sem eru til staðar eru allar leikfærar. Við værum vissulega í vondum málum ef við yrðum fyrir skakkaföllum. Það hefur hins vegar ekki gerst þannig að við mætum til þessa leiks af fullum krafti. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta verður mjög erfitt, en við erum fyrst og fremst mjög spenntar fyrir því að mæta einu sterkasta liði heims. Þetta verður mjög lærdómsríkt fyrir leikmannahópinn og það væri geggjað að ná að slá þær út,“ segir Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, í samtali við Fréttablaðið umkomandi verkefni. „Við höfum aðallega verið að fara yfir varnarfærslurnar hérna úti og ætlum að hafa það alveg á hreinu. Það má búast við því að þær verði mun meira með boltann eins og í leiknum á Akureyri, en við náðum að komast í fín færi þar eftir skyndisóknir og stefnan er að gera slíkt hið sama í þessum leik. Við förum inn í þennan leik eins og alla aðra með það að markmiði að vinna,“segir hún enn fremur um stöðu mála hjá liðinu og nálgun liðsins að þeirri miklu áskorun sem það tekst á við. Wolfsburg sem fór alla leið í úrslit keppninnar á síðustu leiktíð, þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir Lyon, kemur að öllum líkindum fullt sjálfstrausts inn í þennan leik. Þýska liðið vann 5-0 stórsigur á Essen í síðasta leik sínum, en það var annar deildarleikur liðsins á yfirstandandi leiktíð og spilaði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, allan tíman í þeim leik. Wolfsburg hefur haft betur í fyrstu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en liðið hefur aukinheldur ekki fengið á sig mark í þessum leikjum og skorað 20 mörk á andstæðinga sína. Það er því ljóst að verkefni Þórs/KA er ærið og það verður erfitt að snúa taflinu við. Lið hafa hins vegar margoft sýnt fram á það að Davíð geti lagt Golíat að velli í fótboltanum. En ef allt er eðlilegt mun Sara Björk vera með farseðil í 16 liða úrslitin í farteskinu um sexleytið að íslenskum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira