Þingmenn sammála um nauðsyn aðgerða vegna ópíóða faraldurs Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2018 20:14 Þingmaður Miðflokksins segir mikilvægt að auka fjárframlög til fyrirbyggjandi aðgerða vegna ópíóða faraldurs í landinu sem dragi fjölda ungmenna til dauða á hverju ári. Heilbrigðisráðherra segir reglur varðandi ávísun ópíóða lyfja þegar hafa verið hertar. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins hóf sérstakar umræður um ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á Alþngi í dag. „Í sjálfu sér má segja að í dag að það ríki faraldur á Íslandi meðal ungs fólks varðandi neyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum,” sagði Þorsteinn. Stjórnvöld og aðrir þyrftu að taka saman höndum til að vinna gegn þessari þróun. Um þrjátíu manns hefðu látist á þessu ári vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Spurði Þorsteinn til hvaða ráða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráða hefði og ætlaði að grípa til og um stuðning við lögreglu, SÁÁ og fleiri aðila. „Þess vegna finnst mér mjög nauðsynlegt og æskilegt að við tökum núna höndum saman öll og gerum nauðsynlegar ráðstafanir til að hamla þessari þróun sem hefur verið svo átakanleg á þessu ári,” sagði Þorsteinn. Heilbrigðisráðherra sagðist þegar hafa brugðist við þessum vanda meðal annars með hertari reglum um ávísun ávanabindandi lyfseðilsskyldra lyfja. Starfshópur hafi skilað tillögum í níu liðum sem nú væri unnið eftir hjá ýmsum aðilum. Sérstaklega hafi verið brugðist við neyslu barna og ungmenna. Þá væri unnið að þróun skaðaminnkandi úrræða og neyslurýma. „Þar erum við að tala um að styðja Konukot og nálaskiptaþjónustu frú Ragnheiðar. En að bæta við að koma upp neyslurými í Reykjavík fyrir fíkniefnaneytendur að erlendri fyrirmynd í samvinnu við Reykjavíkurborg og Rauða krossinn. Sú samvinna er komin á lokasprettinn,” sagði Svandís. Þá sé verið að skoða ýmis önnur úrræði eins og að mótefni við ofneyslu ópíóðlyfja verði til taks á fleiri stöðum en í sjúkrabílum og á heilbrigðisstofnunum. Einnig sé horft til að semja um aukin fjárframlög til SÁÁ vegna þessa málaflokks. Alþingi Tengdar fréttir Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Örvandi vímuefnafíkn alvarlegasti heila- og geðsjúkdómurinn á Íslandi. 25. september 2018 14:40 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins segir mikilvægt að auka fjárframlög til fyrirbyggjandi aðgerða vegna ópíóða faraldurs í landinu sem dragi fjölda ungmenna til dauða á hverju ári. Heilbrigðisráðherra segir reglur varðandi ávísun ópíóða lyfja þegar hafa verið hertar. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins hóf sérstakar umræður um ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á Alþngi í dag. „Í sjálfu sér má segja að í dag að það ríki faraldur á Íslandi meðal ungs fólks varðandi neyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum,” sagði Þorsteinn. Stjórnvöld og aðrir þyrftu að taka saman höndum til að vinna gegn þessari þróun. Um þrjátíu manns hefðu látist á þessu ári vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Spurði Þorsteinn til hvaða ráða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráða hefði og ætlaði að grípa til og um stuðning við lögreglu, SÁÁ og fleiri aðila. „Þess vegna finnst mér mjög nauðsynlegt og æskilegt að við tökum núna höndum saman öll og gerum nauðsynlegar ráðstafanir til að hamla þessari þróun sem hefur verið svo átakanleg á þessu ári,” sagði Þorsteinn. Heilbrigðisráðherra sagðist þegar hafa brugðist við þessum vanda meðal annars með hertari reglum um ávísun ávanabindandi lyfseðilsskyldra lyfja. Starfshópur hafi skilað tillögum í níu liðum sem nú væri unnið eftir hjá ýmsum aðilum. Sérstaklega hafi verið brugðist við neyslu barna og ungmenna. Þá væri unnið að þróun skaðaminnkandi úrræða og neyslurýma. „Þar erum við að tala um að styðja Konukot og nálaskiptaþjónustu frú Ragnheiðar. En að bæta við að koma upp neyslurými í Reykjavík fyrir fíkniefnaneytendur að erlendri fyrirmynd í samvinnu við Reykjavíkurborg og Rauða krossinn. Sú samvinna er komin á lokasprettinn,” sagði Svandís. Þá sé verið að skoða ýmis önnur úrræði eins og að mótefni við ofneyslu ópíóðlyfja verði til taks á fleiri stöðum en í sjúkrabílum og á heilbrigðisstofnunum. Einnig sé horft til að semja um aukin fjárframlög til SÁÁ vegna þessa málaflokks.
Alþingi Tengdar fréttir Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Örvandi vímuefnafíkn alvarlegasti heila- og geðsjúkdómurinn á Íslandi. 25. september 2018 14:40 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Örvandi vímuefnafíkn alvarlegasti heila- og geðsjúkdómurinn á Íslandi. 25. september 2018 14:40