Krefjast þess að lágmarkslaun verði 375 þúsund krónur Hulda Hólmkelsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 26. september 2018 08:58 Félagið vill einnig að samið verði um styttingu vinnuvikunnar. VÍSIR/VILHELM Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga, vill að lágmarkslaun hér á landi verði 375 þúsund krónur á mánuði miðað við fullt starf. Þá vill félagið einnig að samið verði um styttingu vinnuvikunnar gegn sömu launum og að áttatíu prósent vaktavinna teljist full vinna. Þetta er hluti af kröfugerð stéttarfélagsins sem er innlegg í sameiginlega kröfugerð Starfsgreinasambands íslands og Landssambands íslenskra verslunarmanna. Framsýn hefur þegar veitt þessum tveimur samböndum sem félagið á aðild að samningsumboð fyrir hönd félagsins í komandi kjaraviðræðum. Á vef Framsýnar eru eftirfarandi atriði kröfugerðarinnar gagnvart Samtöku atvinnulífsins útlistuð:Lágmarkslaun verði kr. 375.000 á mánuði mv. full starf.Gildistími kjarasamningsins verði frá 1. janúar 2019 þegar núgildandi kjarasamningur rennur út. Lengd samningsins fari eftir innihaldi hans.Samið verði um krónutöluhækkanirSamið verði um nýja launatöflu þar sem núverandi tafla er löngu úrelt. Það er að ákveðið hlutfall sé milli flokka, þrepa og starfsaldurs.Laun ungmenna verði með sambærilegum hætti og var fyrir undirskrift síðustu kjarasamninga. Það er að miðað verði við 18 ára aldur m.v. launataxta viðkomandi en ekki 20 ára aldur. Í þessu sambandi þarf að taka mið af lögum nr. 86 frá 25. júní 2018. „Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.“Samið verði um styttingu vinnuvikunnar gegn sömu launum.Orlofsréttur færist óskertur milli atvinnurekenda, tekin verði upp lífaldurstenging líkt og er hjá sveitarfélögunum.Starfsmenntun og ábyrgð í starfi verði almennt metin til hærri launa.80% vaktavinna teljist full vinna. Þá segir jafnframt á vef stéttarfélagsins að það geri sér fulla grein fyrir því að stjórnvöld verði að liðka fyrir samningnum með aðkomu er varðar velferðar- og skattamál. Þá þurfi íbúðafélagið Bjarg að virka fyrir alla, óháð búsetu, og einnig þurfi ríkið að taka aukinn þátt í kostnaði íbúa úti á landi sökum hagræðinga í nauðsynlegri þjónustu. Kjaramál Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda til stöðugleika á vinnumarkaði liggja fyrir á næstu dögum Samtök atvinnulífsins eru ekki sammála Alþýðusambandinu um að skapast hafi forsendubrestur fyrir gildandi kjarasamningum. 23. febrúar 2018 13:14 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga, vill að lágmarkslaun hér á landi verði 375 þúsund krónur á mánuði miðað við fullt starf. Þá vill félagið einnig að samið verði um styttingu vinnuvikunnar gegn sömu launum og að áttatíu prósent vaktavinna teljist full vinna. Þetta er hluti af kröfugerð stéttarfélagsins sem er innlegg í sameiginlega kröfugerð Starfsgreinasambands íslands og Landssambands íslenskra verslunarmanna. Framsýn hefur þegar veitt þessum tveimur samböndum sem félagið á aðild að samningsumboð fyrir hönd félagsins í komandi kjaraviðræðum. Á vef Framsýnar eru eftirfarandi atriði kröfugerðarinnar gagnvart Samtöku atvinnulífsins útlistuð:Lágmarkslaun verði kr. 375.000 á mánuði mv. full starf.Gildistími kjarasamningsins verði frá 1. janúar 2019 þegar núgildandi kjarasamningur rennur út. Lengd samningsins fari eftir innihaldi hans.Samið verði um krónutöluhækkanirSamið verði um nýja launatöflu þar sem núverandi tafla er löngu úrelt. Það er að ákveðið hlutfall sé milli flokka, þrepa og starfsaldurs.Laun ungmenna verði með sambærilegum hætti og var fyrir undirskrift síðustu kjarasamninga. Það er að miðað verði við 18 ára aldur m.v. launataxta viðkomandi en ekki 20 ára aldur. Í þessu sambandi þarf að taka mið af lögum nr. 86 frá 25. júní 2018. „Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.“Samið verði um styttingu vinnuvikunnar gegn sömu launum.Orlofsréttur færist óskertur milli atvinnurekenda, tekin verði upp lífaldurstenging líkt og er hjá sveitarfélögunum.Starfsmenntun og ábyrgð í starfi verði almennt metin til hærri launa.80% vaktavinna teljist full vinna. Þá segir jafnframt á vef stéttarfélagsins að það geri sér fulla grein fyrir því að stjórnvöld verði að liðka fyrir samningnum með aðkomu er varðar velferðar- og skattamál. Þá þurfi íbúðafélagið Bjarg að virka fyrir alla, óháð búsetu, og einnig þurfi ríkið að taka aukinn þátt í kostnaði íbúa úti á landi sökum hagræðinga í nauðsynlegri þjónustu.
Kjaramál Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda til stöðugleika á vinnumarkaði liggja fyrir á næstu dögum Samtök atvinnulífsins eru ekki sammála Alþýðusambandinu um að skapast hafi forsendubrestur fyrir gildandi kjarasamningum. 23. febrúar 2018 13:14 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Aðgerðir stjórnvalda til stöðugleika á vinnumarkaði liggja fyrir á næstu dögum Samtök atvinnulífsins eru ekki sammála Alþýðusambandinu um að skapast hafi forsendubrestur fyrir gildandi kjarasamningum. 23. febrúar 2018 13:14
Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08