MR og Versló keppa við Asíu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. september 2018 09:00 Það vill oft gleymast að íslenska menntakerfið á í harðri alþjóðlegri samkeppni. Sú yfirsjón leiðir af sér að áherslur í skólakerfinu eru rangar. Það getur reynst dýrkeypt. Góð menntun er og verður undirstaða velmegunar. Þegar fram líða stundir munu lífsgæði hér á landi ráðast af því hversu vel okkur tekst upp við að byggja upp hátækniiðnað í útflutningi. Ekki er hægt að treysta á að náttúruauðlindir dragi vagninn á 21. öldinni eins og á þeirri tuttugustu. Alþekkt er að margir nemendur í Asíu, og raunar mun víðar, eru metnaðarfullir. Þeir verða því erfiðir keppinautar þegar kemur að tækniþróun. Þar liggur hin raunverulega samkeppni; við erlenda nemendur en ekki á milli Hagaskóla og Valhúsaskóla eða Versló og MR, eins og sumir telja. Róttækra breytinga er þörf í menntakerfinu til að mæta þeirri áskorun að mennta hæfileikaríkt fólk í tækni. Hið opinbera þarf að stíga til hliðar. Árangri íslenskra barna í PISA-könnunum hefur enda farið hrakandi síðustu ár. Það er ekki nógu stórt skref að rétta hlut einkarekinna grunnskóla, eins og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði nýlega til. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn. Það á að treysta kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár. Við það fá foreldrar og eldri nemendur tækifæri til að velja þann skóla sem þeir telja að sé best fallinn fyrir hvern og einn. Það þarf að leggja skólakerfið í hendur einkaframtaksins en hið opinbera ætti að halda áfram að greiða með nemendum til að tryggja að allir geti sótt góða menntun. Það er mikið undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það vill oft gleymast að íslenska menntakerfið á í harðri alþjóðlegri samkeppni. Sú yfirsjón leiðir af sér að áherslur í skólakerfinu eru rangar. Það getur reynst dýrkeypt. Góð menntun er og verður undirstaða velmegunar. Þegar fram líða stundir munu lífsgæði hér á landi ráðast af því hversu vel okkur tekst upp við að byggja upp hátækniiðnað í útflutningi. Ekki er hægt að treysta á að náttúruauðlindir dragi vagninn á 21. öldinni eins og á þeirri tuttugustu. Alþekkt er að margir nemendur í Asíu, og raunar mun víðar, eru metnaðarfullir. Þeir verða því erfiðir keppinautar þegar kemur að tækniþróun. Þar liggur hin raunverulega samkeppni; við erlenda nemendur en ekki á milli Hagaskóla og Valhúsaskóla eða Versló og MR, eins og sumir telja. Róttækra breytinga er þörf í menntakerfinu til að mæta þeirri áskorun að mennta hæfileikaríkt fólk í tækni. Hið opinbera þarf að stíga til hliðar. Árangri íslenskra barna í PISA-könnunum hefur enda farið hrakandi síðustu ár. Það er ekki nógu stórt skref að rétta hlut einkarekinna grunnskóla, eins og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði nýlega til. Sveitarfélög og ríkið þurfa að gefa skólakerfinu lausan tauminn. Það á að treysta kappsömu skólafólki. Gefa því frjálsar hendur til reka góða skóla með ólíkar áherslur og námskrár. Við það fá foreldrar og eldri nemendur tækifæri til að velja þann skóla sem þeir telja að sé best fallinn fyrir hvern og einn. Það þarf að leggja skólakerfið í hendur einkaframtaksins en hið opinbera ætti að halda áfram að greiða með nemendum til að tryggja að allir geti sótt góða menntun. Það er mikið undir.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar