Útilokar ekki að skýrsla Hannesar gefi tilefni til að ræða við Breta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2018 12:08 Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, útilokar ekki að íslensk stjórnvöld taki upp þráðinn á nýju við Breta vegna framkomu breskra yfirvalda í garð Íslands í bankahruninu haustið 2008. Þetta kom fram í máli Bjarna á Alþingi í dag þar sem hann svaraði fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formann Miðflokksins, um hvort og þá hvernig ráðherra ætlaði sér að fylgja eftir niðurstöðum nýrrar skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins.Þar komst skýrsluhöfundur að að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna bresku 8. október árið 2008 gegn Landsbankanum, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu hafi verið ruddaleg og óþörf aðgerð. Bresk yfirvöld skuldi íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni vegna beitingar hryðjuverkalaganna og framgöngunnar í Icesave-málinu. Sagði Bjarni að mikilvægt væri að hafa í huga að íslensk yfirvöld hafi í gegnum tíðina margoft gert athugasemdir gagnvart breskum ráðamönnum vegna þeirra aðgerða sem bresk stjórnvöld lögðust í haustið 2008 gagnvart Íslandi. „Það hef ég gert við mörg tækifæri sjálfur, persónulega, en ég ætla alls ekki að útiloka að skýrslan gefi tilefni til þess að taka upp þráðinn sérstaklega í einhverjum tilvikum án þess að ég sé tilbúinn til þess að úttala mig um hvaða mál það yrðu nákvæmlega sem þar ættu í hlut,“ sagði Bjarni. Alþingi Hrunið Tengdar fréttir Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39 Enginn aukalegur kostnaður þrátt fyrir sein skil 27. september 2018 06:30 Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, útilokar ekki að íslensk stjórnvöld taki upp þráðinn á nýju við Breta vegna framkomu breskra yfirvalda í garð Íslands í bankahruninu haustið 2008. Þetta kom fram í máli Bjarna á Alþingi í dag þar sem hann svaraði fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formann Miðflokksins, um hvort og þá hvernig ráðherra ætlaði sér að fylgja eftir niðurstöðum nýrrar skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins.Þar komst skýrsluhöfundur að að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna bresku 8. október árið 2008 gegn Landsbankanum, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu hafi verið ruddaleg og óþörf aðgerð. Bresk yfirvöld skuldi íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni vegna beitingar hryðjuverkalaganna og framgöngunnar í Icesave-málinu. Sagði Bjarni að mikilvægt væri að hafa í huga að íslensk yfirvöld hafi í gegnum tíðina margoft gert athugasemdir gagnvart breskum ráðamönnum vegna þeirra aðgerða sem bresk stjórnvöld lögðust í haustið 2008 gagnvart Íslandi. „Það hef ég gert við mörg tækifæri sjálfur, persónulega, en ég ætla alls ekki að útiloka að skýrslan gefi tilefni til þess að taka upp þráðinn sérstaklega í einhverjum tilvikum án þess að ég sé tilbúinn til þess að úttala mig um hvaða mál það yrðu nákvæmlega sem þar ættu í hlut,“ sagði Bjarni.
Alþingi Hrunið Tengdar fréttir Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39 Enginn aukalegur kostnaður þrátt fyrir sein skil 27. september 2018 06:30 Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39
Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42