Háskólinn í Reykjavík meðal 350 bestu háskóla heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2018 15:24 Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segist stoltur af árangri skólans. Vísir/vilhelm Á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, er Háskólinn í Reykjavík (HR) í þriðja til sjötta sæti hvað varðar áhrif rannsókna, ásamt Stanford, MIT og Brandeis háskólunum. Í tilkynningu frá HR segir að áhrif rannsókna séu metin út frá meðalfjölda tilvitnana í vísindagreinar - „það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum.“ Þetta hafi meðal annars þau áhrif að HR tekur stökk upp á við á lista THE yfir bestu háskóla í heimi og er nú listaður á meðal 300 til 350 bestu háskóla heims. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir í tilkynningunni að þessi árangur sé stórkostlegur. „Þetta er skýr alþjóðlegur vitnisburður um það öfluga rannsóknastarf sem hefur verið byggt upp við háskólann á undanförnum árum og áratugum. Markmið vísindastarfs er að hafa áhrif með þeirri nýju þekkingu sem sköpuð er og tilvitnanir mæla vel hversu mikil áhrif vísindastarf hefur í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Að HR sé einn þeirra háskóla sem hefur hlutfallslega mest áhrif sýnir að fræðimenn við háskólann leika stórt hlutverk í sköpun og miðlun nýrrar þekkingar á heimsvísu,“ er haft eftir Ara. Einkunn HR í flokki tilvísana er 99,9 en þeir háskólar sem eru í fyrsta og öðru sæti, Babol Noshirvani tækniháskólinn í Íran og Læknaskóli Brighton og Sussex, eru með einkunnina 100. Listi THE byggir á upplýsingum frá Elsevier um tæplega 68 milljónir tilvitnanir í 14 milljón ritrýndar fræðigreinar, yfirlitsgreinar, bækur, bókakafla og ráðstefnurit, sem gefin hafa verið út síðustu fimm árin. Í einkunnagjöf THE fyrir tilvitnanir er jafnframt tekið tillit til fjölda starfsmanna við háskóla, mismunar á útgáfutíðni milli fræðigreina og fleiri slíkra atriða. Á heildarlista Times Higher Education yfir bestu háskóla í heiminum er HR í 301.-350. sæti. HR tekur stórt stökk á listanum en í fyrra, í fyrsta sinn sem HR rataði á listann, var háskólinn í 401.-500. sæti. Listinn byggist m.a. á mati á kennslu, rannsóknum, alþjóðastarfi og orðspori. Í júní síðastliðnum var sagt frá því að HR væri í 89. sæti á lista THE yfir bestu ungu háskólana í heiminum. Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Háskóli Íslands á meðal 250 bestu háskóla í heimi Niðurstöður Times Higher Education World University Rankings voru birtar í dag en þetta er sjötta árið í röð sem HÍ er á listanum. 21. september 2016 21:38 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, er Háskólinn í Reykjavík (HR) í þriðja til sjötta sæti hvað varðar áhrif rannsókna, ásamt Stanford, MIT og Brandeis háskólunum. Í tilkynningu frá HR segir að áhrif rannsókna séu metin út frá meðalfjölda tilvitnana í vísindagreinar - „það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum.“ Þetta hafi meðal annars þau áhrif að HR tekur stökk upp á við á lista THE yfir bestu háskóla í heimi og er nú listaður á meðal 300 til 350 bestu háskóla heims. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir í tilkynningunni að þessi árangur sé stórkostlegur. „Þetta er skýr alþjóðlegur vitnisburður um það öfluga rannsóknastarf sem hefur verið byggt upp við háskólann á undanförnum árum og áratugum. Markmið vísindastarfs er að hafa áhrif með þeirri nýju þekkingu sem sköpuð er og tilvitnanir mæla vel hversu mikil áhrif vísindastarf hefur í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Að HR sé einn þeirra háskóla sem hefur hlutfallslega mest áhrif sýnir að fræðimenn við háskólann leika stórt hlutverk í sköpun og miðlun nýrrar þekkingar á heimsvísu,“ er haft eftir Ara. Einkunn HR í flokki tilvísana er 99,9 en þeir háskólar sem eru í fyrsta og öðru sæti, Babol Noshirvani tækniháskólinn í Íran og Læknaskóli Brighton og Sussex, eru með einkunnina 100. Listi THE byggir á upplýsingum frá Elsevier um tæplega 68 milljónir tilvitnanir í 14 milljón ritrýndar fræðigreinar, yfirlitsgreinar, bækur, bókakafla og ráðstefnurit, sem gefin hafa verið út síðustu fimm árin. Í einkunnagjöf THE fyrir tilvitnanir er jafnframt tekið tillit til fjölda starfsmanna við háskóla, mismunar á útgáfutíðni milli fræðigreina og fleiri slíkra atriða. Á heildarlista Times Higher Education yfir bestu háskóla í heiminum er HR í 301.-350. sæti. HR tekur stórt stökk á listanum en í fyrra, í fyrsta sinn sem HR rataði á listann, var háskólinn í 401.-500. sæti. Listinn byggist m.a. á mati á kennslu, rannsóknum, alþjóðastarfi og orðspori. Í júní síðastliðnum var sagt frá því að HR væri í 89. sæti á lista THE yfir bestu ungu háskólana í heiminum.
Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Háskóli Íslands á meðal 250 bestu háskóla í heimi Niðurstöður Times Higher Education World University Rankings voru birtar í dag en þetta er sjötta árið í röð sem HÍ er á listanum. 21. september 2016 21:38 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Háskóli Íslands á meðal 250 bestu háskóla í heimi Niðurstöður Times Higher Education World University Rankings voru birtar í dag en þetta er sjötta árið í röð sem HÍ er á listanum. 21. september 2016 21:38