36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2018 12:44 Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. Vísir/Jói K Um þrjátíu og sex milljónir bíla og um 70 milljón manns hafa farið um Hvalfjarðargöng frá því umferð var hleypt á þau árið 1998. Göngunum verður skilað til ríkissjóðs í dag og eftir það verður umferð um þau gjaldfrjáls. Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tekur formlega við göngunum við norðurenda þeirra klukkan eitt í dag en þar með lýkur tuttugu ára stjórn Spalar á göngunum. Gísli Gíslason stjórnarformaður fyrirtækisins segir daginn í dag því marka tímamót bæði fyrir Spöl og vegfarendur, sem aka frítt í gegnum göngin eftir klukkan eitt í dag. „Þetta mannvirki er auðvitað orðið tuttugu ára gamalt en stendur vel fyrir sínu. Eftir úttektir er þetta gott mannvirki. En það er fyrst og fremst gott fyrir vegfarendur. Mér sýnist að um 36 milljónir bíla verði búnir að aka í gegn um göngin núna í lok September,” segir Gísli. Sé reiknað með að tveir vegfarendur séu í hverjum bíl að meðaltali hafi um 70 milljón manns keyrt um gögnin. Óhöpp hafi verið tiltölulega smá fyrir utan eitt banaslys sem hafi komið illa við fólk. Í framhaldinu sé mikilvægt að vel sé hugað að öryggismálum eins og hingað til í göngunum. Spölur hafi verið verkfæri til að byggja göngin og reka þau síðast liðin tuttugu ár. „Það eru auðvitað vegfarendur fyrst og fremst sem eru að greiða fyrir þetta mannvirki og það eru auðvitað vegfarendur sem eru að skila því nú til ríkisins til rekstar.”Er spölur þá orðin skuldlaus í dag? „Síðasta afborgun af lánum spalar var greidd í gær. Þannig að nú erum við skuldlaus í þessum langtíma skuldum,” segir Gísli. Hins vegar eigi vegfarendur margir inneignir hjá fyrirtækinu með fyrir fram greiddum ferðum. En reiknað sé með að Spölur hafi greitt þær og verði skuldlaus áður en árið sé liðið. „Við hvetjum alla til að líta inn á vef Spalar, spölur.is, og kynna sér hvar og hvernig megi nálgast endurgreiðslur. Menn fá þrjú þúsund krónur fyrir hvern lykil sem skilað er inn. Inneignir verða endurgreiddar og ef rauðu miðunum frægu er skilað er endurgreiðsla fólgin í því,” segir Gísli. En rauðu miðarnir eru afsláttarmiðar og um 50 þúsund lyklar hafi verið í umferð. Gísli hafði ekki nákvæma tölu á takteinum varðandi útistandandi inneignir en sagðist reikna með að þær væru á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir króna. Samgöngur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Um þrjátíu og sex milljónir bíla og um 70 milljón manns hafa farið um Hvalfjarðargöng frá því umferð var hleypt á þau árið 1998. Göngunum verður skilað til ríkissjóðs í dag og eftir það verður umferð um þau gjaldfrjáls. Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tekur formlega við göngunum við norðurenda þeirra klukkan eitt í dag en þar með lýkur tuttugu ára stjórn Spalar á göngunum. Gísli Gíslason stjórnarformaður fyrirtækisins segir daginn í dag því marka tímamót bæði fyrir Spöl og vegfarendur, sem aka frítt í gegnum göngin eftir klukkan eitt í dag. „Þetta mannvirki er auðvitað orðið tuttugu ára gamalt en stendur vel fyrir sínu. Eftir úttektir er þetta gott mannvirki. En það er fyrst og fremst gott fyrir vegfarendur. Mér sýnist að um 36 milljónir bíla verði búnir að aka í gegn um göngin núna í lok September,” segir Gísli. Sé reiknað með að tveir vegfarendur séu í hverjum bíl að meðaltali hafi um 70 milljón manns keyrt um gögnin. Óhöpp hafi verið tiltölulega smá fyrir utan eitt banaslys sem hafi komið illa við fólk. Í framhaldinu sé mikilvægt að vel sé hugað að öryggismálum eins og hingað til í göngunum. Spölur hafi verið verkfæri til að byggja göngin og reka þau síðast liðin tuttugu ár. „Það eru auðvitað vegfarendur fyrst og fremst sem eru að greiða fyrir þetta mannvirki og það eru auðvitað vegfarendur sem eru að skila því nú til ríkisins til rekstar.”Er spölur þá orðin skuldlaus í dag? „Síðasta afborgun af lánum spalar var greidd í gær. Þannig að nú erum við skuldlaus í þessum langtíma skuldum,” segir Gísli. Hins vegar eigi vegfarendur margir inneignir hjá fyrirtækinu með fyrir fram greiddum ferðum. En reiknað sé með að Spölur hafi greitt þær og verði skuldlaus áður en árið sé liðið. „Við hvetjum alla til að líta inn á vef Spalar, spölur.is, og kynna sér hvar og hvernig megi nálgast endurgreiðslur. Menn fá þrjú þúsund krónur fyrir hvern lykil sem skilað er inn. Inneignir verða endurgreiddar og ef rauðu miðunum frægu er skilað er endurgreiðsla fólgin í því,” segir Gísli. En rauðu miðarnir eru afsláttarmiðar og um 50 þúsund lyklar hafi verið í umferð. Gísli hafði ekki nákvæma tölu á takteinum varðandi útistandandi inneignir en sagðist reikna með að þær væru á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir króna.
Samgöngur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira