Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2018 11:27 Botham Shem Jean. Vísir/AP Lögreglukona í Dallas í bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir manndráp. Amber Guyger skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. Þar skaut hún hann til bana. Maðurinn hét Botham Shem Jean en Guyger sagðist hafa farið inn í ranga íbúð þegar hún tilkynnti atvikið. Guyger var handtekin í gær en sleppt í kjölfarið gegn tryggingu. Skotárásin átti sér stað fimmtudaginn. Lögmenn fjölskyldu Jean höfðu kallað eftir handtöku Guyger og sögðu fáránlegt að hún gengi laus svo mörgum dögum eftir banaskotið. Lögmennirnir héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir sögðu hafa fært yfirvöldum ný sönnunargögn, vitni og myndbandsupptöku, en fóru ekki nánar út í hvað fælist í því. S. Lee Merritt, einn lögmannanna, sagði um helgina að fjölskylda Jean væri ekki að krefjast þess að Guyger yrði fangelsuð án dóms og laga. Hins vegar kröfðust þau þess að komið yrði fram við hana eins og alla aðra sem talið væri að hefðu framið glæpi. Ekki liggur fyrir af hverju Guyger skaut Jean til bana en hún hefur farið í lyfja og áfengispróf. Niðurstöður þess hafa ekki verið opinberaðar. Allison Jean, móðir mannsins sem var skotinn til bana, hefur velt því fyrir sér hvort að kynþáttur Jean hafi komið að sögu. „Ef þetta hefði verið hvítur maður, hefði þetta farið öðruvísi? Hefði hún brugðist öðruvísi við?“ hefur AP fréttaveitan eftir Allison Jean.Merritt segir ljóst að svartir eigi undir högg að sækja þegar komi að löggæslu í Bandaríkjunum. „Við þurfum enn að eiga við að svart fólk er skotið á handhófskenndan hátt, að keyra svart, að ganga svart og nú þurfum við að bæta við; að lifa svart,“ sagði Merritt, samkvæmt CNN.Jean vann hjá PricewaterhouseCoopers og var með háskólagráðu frá Harding í Arkansas. Hann var ekki á sakaskrá og var 26 ára gamall. Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, sendi frá sér tilkynningu í gær sem sjá má hér að neðan. Þar þakkar hann Texas Rangers lögreglunni, fyrir að rannsaka málið, og sömuleiðis íbúum borgarinnar fyrir skilning á rannsóknarferlinu.My statement on tonight's arrest of Amber Guyger pic.twitter.com/pIfToTpSsN— Mike Rawlings (@Mike_Rawlings) September 10, 2018 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Lögreglukona í Dallas í bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir manndráp. Amber Guyger skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. Þar skaut hún hann til bana. Maðurinn hét Botham Shem Jean en Guyger sagðist hafa farið inn í ranga íbúð þegar hún tilkynnti atvikið. Guyger var handtekin í gær en sleppt í kjölfarið gegn tryggingu. Skotárásin átti sér stað fimmtudaginn. Lögmenn fjölskyldu Jean höfðu kallað eftir handtöku Guyger og sögðu fáránlegt að hún gengi laus svo mörgum dögum eftir banaskotið. Lögmennirnir héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir sögðu hafa fært yfirvöldum ný sönnunargögn, vitni og myndbandsupptöku, en fóru ekki nánar út í hvað fælist í því. S. Lee Merritt, einn lögmannanna, sagði um helgina að fjölskylda Jean væri ekki að krefjast þess að Guyger yrði fangelsuð án dóms og laga. Hins vegar kröfðust þau þess að komið yrði fram við hana eins og alla aðra sem talið væri að hefðu framið glæpi. Ekki liggur fyrir af hverju Guyger skaut Jean til bana en hún hefur farið í lyfja og áfengispróf. Niðurstöður þess hafa ekki verið opinberaðar. Allison Jean, móðir mannsins sem var skotinn til bana, hefur velt því fyrir sér hvort að kynþáttur Jean hafi komið að sögu. „Ef þetta hefði verið hvítur maður, hefði þetta farið öðruvísi? Hefði hún brugðist öðruvísi við?“ hefur AP fréttaveitan eftir Allison Jean.Merritt segir ljóst að svartir eigi undir högg að sækja þegar komi að löggæslu í Bandaríkjunum. „Við þurfum enn að eiga við að svart fólk er skotið á handhófskenndan hátt, að keyra svart, að ganga svart og nú þurfum við að bæta við; að lifa svart,“ sagði Merritt, samkvæmt CNN.Jean vann hjá PricewaterhouseCoopers og var með háskólagráðu frá Harding í Arkansas. Hann var ekki á sakaskrá og var 26 ára gamall. Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, sendi frá sér tilkynningu í gær sem sjá má hér að neðan. Þar þakkar hann Texas Rangers lögreglunni, fyrir að rannsaka málið, og sömuleiðis íbúum borgarinnar fyrir skilning á rannsóknarferlinu.My statement on tonight's arrest of Amber Guyger pic.twitter.com/pIfToTpSsN— Mike Rawlings (@Mike_Rawlings) September 10, 2018
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira