Dæmi um sáramyndun og slæm áhrif á velferð vegna lúsar Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2018 06:00 Dæmi eru um að allur fiskur hafi verið alvarlega lúsugur í kvíum laxeldisfyrirtækja þar sem sár hafi verið farin að myndast á fisknum sem hafi haft áhrif á hann. Vísir/Pjetur Fiskeldi Frá árinu 2017 hafa íslensk fiskeldisfyrirtæki, sem rækta fisk sinn í sjó, óskað fjórum sinnum eftir leyfi Matvælastofnunar (MAST) til að nota lúsaeitur til meðhöndlunar á fiski sínum. Dæmi eru um að allur fiskur hafi verið alvarlega lúsugur í kvíum laxeldisfyrirtækja þar sem sár hafi verið farin að myndast á fisknum sem hafi haft áhrif á hann. Þetta kemur fram í gögnum MAST um lúsasmit í íslensku sjókvíaeldi. Fréttablaðið óskaði eftir gögnum sem fyrirtækin sendu MAST og fisksjúkdómanefnd þegar þau óskuðu eftir leyfi til að nota lúsalyf til meðhöndlunar. Af þessum fjórum umsóknum hefur Arnarlax óskað þrisvar sinnum eftir því að meðhöndla lax hjá sér. Þann 3. mars 2017, og tvisvar í maímánuði vegna lúsar á tveimur svæðum fyrirtækisins. Bréf dýralækna sýna að velferð laxanna hafi verið í hættu í mörgum tilvikum þar sem fiskurinn hafi verið mjög lúsugur ofan á þá staðreynd að hann hafi verið nýrnaveikur. Í bréfi Arnarlax til MAST þann 13. júní síðastliðinn segir að fyrirtækið telji „…miklar líkur á að fjölgun lúsar geti haft mjög neikvæð áhrif á fisk sem er BKD-smitaður [nýrnaveikur]. Lús í miklum mæli er streituvaldandi og getur orsakað þess vegna mikil afföll.“ Arctic Sea Farm óskaði í október á síðasta ári eftir því að fá að nota lyfjafóður til að drepa lús hjá sér. Sigríður Gísladóttir, eftirlitsdýralæknir MAST, kannaði stöðuna og sendi í því tilefni bréf til yfirmanna sinna. „Undanfarnar vikur hefur borið mikið á lúsasmiti af völdum fiskilúsar sem veldur seiðum ákveðnum óþægindum og hefur neikvæð áhrif á velferð þeirra. Um er að ræða seiði sem voru smituð af nýrnaveiki við útsetningu sem hefur áhrif á getu þeirra og mótstöðuafl gegn sýkingum líkt og fiskilúsarsmiti,“ segir í bréfi Sigríðar. „Neikvæðra áhrifa fiskilúsar er nú þegar farið að gæta og seiðin þola illa það aukna álag sem fylgir fiskilús. Á þeim fiski sem skoðaður var í dag sáust einnig merki um sáramyndun og ofan á haus fiska sást þynning á slímlagi.“ Sömu sárasögu sagði Sigríður frá í könnunarleiðangri til Arnarlax þann 19. júní. „Heldur [er] að bæta í lúsasýkinguna á stöðinni. Merki eru um nýsmit sem þýðir að þær lýs sem hafa lifað af veturinn og vorið hafa náð að fjölga sér og smita innanhúss í stöðinni,“ segir Sigríður í eftirlitsskýrslu sinni. „Á fiskinum í kví 5 þar sem meðaltalið var tæpar 10 lýs [á hverjum fiski] var farið að bera á rofi í slímlagi (yfirborðið verður hrjúft[…]) sem er þá fyrsta stig í sáramyndun. Um leið og sáramyndun hefst og jafnvel aðeins fyrr, myndast ójafnvægi í osmósajafnvægi fisksins sem hefur svo áhrif á alla hans heilsu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Fiskeldi Frá árinu 2017 hafa íslensk fiskeldisfyrirtæki, sem rækta fisk sinn í sjó, óskað fjórum sinnum eftir leyfi Matvælastofnunar (MAST) til að nota lúsaeitur til meðhöndlunar á fiski sínum. Dæmi eru um að allur fiskur hafi verið alvarlega lúsugur í kvíum laxeldisfyrirtækja þar sem sár hafi verið farin að myndast á fisknum sem hafi haft áhrif á hann. Þetta kemur fram í gögnum MAST um lúsasmit í íslensku sjókvíaeldi. Fréttablaðið óskaði eftir gögnum sem fyrirtækin sendu MAST og fisksjúkdómanefnd þegar þau óskuðu eftir leyfi til að nota lúsalyf til meðhöndlunar. Af þessum fjórum umsóknum hefur Arnarlax óskað þrisvar sinnum eftir því að meðhöndla lax hjá sér. Þann 3. mars 2017, og tvisvar í maímánuði vegna lúsar á tveimur svæðum fyrirtækisins. Bréf dýralækna sýna að velferð laxanna hafi verið í hættu í mörgum tilvikum þar sem fiskurinn hafi verið mjög lúsugur ofan á þá staðreynd að hann hafi verið nýrnaveikur. Í bréfi Arnarlax til MAST þann 13. júní síðastliðinn segir að fyrirtækið telji „…miklar líkur á að fjölgun lúsar geti haft mjög neikvæð áhrif á fisk sem er BKD-smitaður [nýrnaveikur]. Lús í miklum mæli er streituvaldandi og getur orsakað þess vegna mikil afföll.“ Arctic Sea Farm óskaði í október á síðasta ári eftir því að fá að nota lyfjafóður til að drepa lús hjá sér. Sigríður Gísladóttir, eftirlitsdýralæknir MAST, kannaði stöðuna og sendi í því tilefni bréf til yfirmanna sinna. „Undanfarnar vikur hefur borið mikið á lúsasmiti af völdum fiskilúsar sem veldur seiðum ákveðnum óþægindum og hefur neikvæð áhrif á velferð þeirra. Um er að ræða seiði sem voru smituð af nýrnaveiki við útsetningu sem hefur áhrif á getu þeirra og mótstöðuafl gegn sýkingum líkt og fiskilúsarsmiti,“ segir í bréfi Sigríðar. „Neikvæðra áhrifa fiskilúsar er nú þegar farið að gæta og seiðin þola illa það aukna álag sem fylgir fiskilús. Á þeim fiski sem skoðaður var í dag sáust einnig merki um sáramyndun og ofan á haus fiska sást þynning á slímlagi.“ Sömu sárasögu sagði Sigríður frá í könnunarleiðangri til Arnarlax þann 19. júní. „Heldur [er] að bæta í lúsasýkinguna á stöðinni. Merki eru um nýsmit sem þýðir að þær lýs sem hafa lifað af veturinn og vorið hafa náð að fjölga sér og smita innanhúss í stöðinni,“ segir Sigríður í eftirlitsskýrslu sinni. „Á fiskinum í kví 5 þar sem meðaltalið var tæpar 10 lýs [á hverjum fiski] var farið að bera á rofi í slímlagi (yfirborðið verður hrjúft[…]) sem er þá fyrsta stig í sáramyndun. Um leið og sáramyndun hefst og jafnvel aðeins fyrr, myndast ójafnvægi í osmósajafnvægi fisksins sem hefur svo áhrif á alla hans heilsu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira