Ísland tapar stigum Þorvaldur Gylfason skrifar 13. september 2018 07:00 Reykjavík – Lýðræði á nú undir högg að sækja víða um heim, einnig í nálægum löndum þar sem sízt skyldi. Ógnin blasir við í Bandaríkjunum og einnig sums staðar í Evrópu. Þetta gerðist ekki í einu vetfangi heldur smám saman. Stjórnmálamenn og flokkar daðra nú sumir opinskátt við fasisma og dásama einræðisseggi. Sums staðar hafa slíkir menn og flokkar náð völdum, t.d. í Póllandi og Ungverjalandi. Annars staðar sækja þeir í sig veðrið í stjórnarandstöðu, jafnvel í Svíþjóð. Sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar í Bandaríkjunum senda frá sér bók eftir bók til að vara fólk við. Hér eru fjórar slíkar frá 2014-2018:Um harðstjórn (Timothy Snyder í Yale-háskóla, On Tyranny),Lýðræði í Bandaríkjunum? (Benjamin Page í Northwestern-háskóla og Martin Gilens í Princeton-háskóla, Democracy in America?),Hvernig lýðræðisríki líða undir lok (Steven Levitsky og Daniel Ziblatt í Harvard-háskóla, How Democracies Die) ogFólkið andspænis lýðræðinu: Hvers vegna frelsi okkar er í hættu og hvernig við getum staðið vörð um það (Yascha Mounk í Harvard-háskóla, The People vs. Democracy: Why Our Freedom Is in Danger and How to Save It).Finnar og Norðmenn með fullt hús stigaMörgum kann að bregða við vitnisburði framangreindra höfunda og annarra um hnignun lýðræðis í Bandaríkjunum sem margir hafa litið á sem forusturíki hins frjálsa heims. Skýrslur Freedom House í Bandaríkjunum, óháðrar stofnunar sem hefur fylgzt með lýðræði um allan heim og kortlagt það samfleytt frá 1972, sýna þó að þessi hnignun hefur átt sér aðdraganda. Frá aldamótum hefur Bandaríkin vantað talsvert upp á fullt hús stiga (100) á lýðræðiskvarða Freedom House þar eð talsvert skortir þar á óskoruð stjórnmála- og borgararéttindi. Frá 2010 til 2018 lækkaði lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna úr 94 í 86 (Pólland fær 85). Noregur hefur alltaf fengið fullt hús stiga, 100, og einnig Finnland frá 2005. Svíar duttu niður í 99 stig 2014 og 2015 vegna óblíðrar meðferðar á flóttamönnum. Danir hafa nú 97 stig af sömu ástæðu og Hollendingar 99. Ástralía og Nýja-Sjáland hafa 98 stig þar eð frumbyggjar landanna þykja ekki búa við sömu réttindi og aðrir borgarar.Fimm ástæðurÍsland hafði fullt hús stiga hjá Freedom House 2004-2009 og datt af ótilgreindum ástæðum niður í 99 stig eftir hrun 2010-2012, fékk síðan aftur 100 stig 2013, 2014 og 2016 og hefur síðan þá fallið niður í 19. sæti listans með 95 stig. Þau hjá Freedom House tilgreina fimm ástæður þess að Ísland tapar stigum:Of náið samband stjórnmálamanna við ýmsa viðskiptahagsmuni.Ónógar varnir gegn spillingu.Ónógt gegnsæi (formaður Sjálfstæðisflokksins er nefndur sérstaklega í skýrslunni).Ónógt frelsi fjölmiðla (lögbannið gegn Stundinni er nefnt sérstaklega og formaður Sjálfstæðisflokksins einnig í því sambandi).Ill meðferð á flóttamönnum.Stjórnarskrá í salti Til samanburðar hafa Finnland, Noregur og Svíþjóð 100 stig á lýðræðislista Freedom House. Holland og Kanada hafa 99 stig, Lúxemborg og Úrúgvæ 98 eins og Ástralía og Nýja-Sjáland. Danmörk, Portúgal og San Marínó hafa 97 stig, Andorra, Barbados, Írland, Japan og Sviss 96 og Belgía og Ísland 95. Ætla má að Ísland færist lengra niður listann þegar þau hjá Freedom House kynnast Alþingi betur og komast að því að þingið hefur m.a. látið undir höfuð leggjast að rannsaka einkavæðingu bankanna og staðfesta nýju stjórnarskrána sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi hélt 2012. Fólkið í landinu þarf að vakna – aftur! – og taka í taumana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Reykjavík – Lýðræði á nú undir högg að sækja víða um heim, einnig í nálægum löndum þar sem sízt skyldi. Ógnin blasir við í Bandaríkjunum og einnig sums staðar í Evrópu. Þetta gerðist ekki í einu vetfangi heldur smám saman. Stjórnmálamenn og flokkar daðra nú sumir opinskátt við fasisma og dásama einræðisseggi. Sums staðar hafa slíkir menn og flokkar náð völdum, t.d. í Póllandi og Ungverjalandi. Annars staðar sækja þeir í sig veðrið í stjórnarandstöðu, jafnvel í Svíþjóð. Sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar í Bandaríkjunum senda frá sér bók eftir bók til að vara fólk við. Hér eru fjórar slíkar frá 2014-2018:Um harðstjórn (Timothy Snyder í Yale-háskóla, On Tyranny),Lýðræði í Bandaríkjunum? (Benjamin Page í Northwestern-háskóla og Martin Gilens í Princeton-háskóla, Democracy in America?),Hvernig lýðræðisríki líða undir lok (Steven Levitsky og Daniel Ziblatt í Harvard-háskóla, How Democracies Die) ogFólkið andspænis lýðræðinu: Hvers vegna frelsi okkar er í hættu og hvernig við getum staðið vörð um það (Yascha Mounk í Harvard-háskóla, The People vs. Democracy: Why Our Freedom Is in Danger and How to Save It).Finnar og Norðmenn með fullt hús stigaMörgum kann að bregða við vitnisburði framangreindra höfunda og annarra um hnignun lýðræðis í Bandaríkjunum sem margir hafa litið á sem forusturíki hins frjálsa heims. Skýrslur Freedom House í Bandaríkjunum, óháðrar stofnunar sem hefur fylgzt með lýðræði um allan heim og kortlagt það samfleytt frá 1972, sýna þó að þessi hnignun hefur átt sér aðdraganda. Frá aldamótum hefur Bandaríkin vantað talsvert upp á fullt hús stiga (100) á lýðræðiskvarða Freedom House þar eð talsvert skortir þar á óskoruð stjórnmála- og borgararéttindi. Frá 2010 til 2018 lækkaði lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna úr 94 í 86 (Pólland fær 85). Noregur hefur alltaf fengið fullt hús stiga, 100, og einnig Finnland frá 2005. Svíar duttu niður í 99 stig 2014 og 2015 vegna óblíðrar meðferðar á flóttamönnum. Danir hafa nú 97 stig af sömu ástæðu og Hollendingar 99. Ástralía og Nýja-Sjáland hafa 98 stig þar eð frumbyggjar landanna þykja ekki búa við sömu réttindi og aðrir borgarar.Fimm ástæðurÍsland hafði fullt hús stiga hjá Freedom House 2004-2009 og datt af ótilgreindum ástæðum niður í 99 stig eftir hrun 2010-2012, fékk síðan aftur 100 stig 2013, 2014 og 2016 og hefur síðan þá fallið niður í 19. sæti listans með 95 stig. Þau hjá Freedom House tilgreina fimm ástæður þess að Ísland tapar stigum:Of náið samband stjórnmálamanna við ýmsa viðskiptahagsmuni.Ónógar varnir gegn spillingu.Ónógt gegnsæi (formaður Sjálfstæðisflokksins er nefndur sérstaklega í skýrslunni).Ónógt frelsi fjölmiðla (lögbannið gegn Stundinni er nefnt sérstaklega og formaður Sjálfstæðisflokksins einnig í því sambandi).Ill meðferð á flóttamönnum.Stjórnarskrá í salti Til samanburðar hafa Finnland, Noregur og Svíþjóð 100 stig á lýðræðislista Freedom House. Holland og Kanada hafa 99 stig, Lúxemborg og Úrúgvæ 98 eins og Ástralía og Nýja-Sjáland. Danmörk, Portúgal og San Marínó hafa 97 stig, Andorra, Barbados, Írland, Japan og Sviss 96 og Belgía og Ísland 95. Ætla má að Ísland færist lengra niður listann þegar þau hjá Freedom House kynnast Alþingi betur og komast að því að þingið hefur m.a. látið undir höfuð leggjast að rannsaka einkavæðingu bankanna og staðfesta nýju stjórnarskrána sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi hélt 2012. Fólkið í landinu þarf að vakna – aftur! – og taka í taumana.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun