Kjartan Kjartansson tilnefndur til Fjölmiðlaverðlauna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2018 18:33 Framræst votlendi losar um 73% af öllum gróðurhúsalofttegundum á Íslandi á ári. Áskell Þórisson Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi, Bylgjunni og Stöð 2 er einn þriggja sem tilnefndur er til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða mánudaginn 17. september í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kjartan er tilnefndur fyrir umfjöllun sína um loftslagsmál. Auk Kjartans eru tilnefnd þau Sunna Ósk Logadóttir og teymið Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson. Rökstuðningur dómnefndar fyrir valinu er eftirfarandi:Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi.Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fyrir umfjöllun um loftslagsmál Kjartan hefur á tímabilinu fjallað á vandaðan og upplýsandi hátt um brýnasta umhverfismál samtímans: loftslagsmál. Í umfjöllun sinni hefur Kjartan flutt fréttir og skrifað greinar um hinar ýmsu hliðar loftslagbreytinga, varpað ljósi á nýjar rannsóknir og sett í samhengi við íslenskar aðstæður. Umfjöllunin hefur verið stöðug og umfangsmikil á tímum mikilla breytinga í íslenskri fjölmiðlun. Kjartani er lagið að útskýra áhrif loftslagsbreytinga á aðgengilegan hátt fyrir almenna lesendur. Með umfjöllun sinni hefur hann vakið athygli á loftslagsmálum og áhrifum þeirra á samfélag og umhverfi á Íslandi og í heiminum öllum.Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu fyrir greinaflokkinn Mátturinn og dýrðinSunna Ósk fjallar í greinaflokknum Mátturinn og dýrðin sem birtist í Morgunblaðinu í september 2017 um togstreitu nýtingar og náttúruverndar. Sérstaklega er fjallað um virkjunaráform á Vestfjörðum og áhrif þeirra á staðbundið samfélag og umhverfi. Sunna Ósk fjallar af vandvirkni og næmni um mál sem er umdeilt og vakið hefur heitar tilfinningar. Hún leitar víða fanga og veltir upp ólíkum sjónarmiðum í umfjöllun sinni. Sunna Ósk tengir tölulegar staðreyndir, skýringarmyndir og viðhorf saman á áhugaverðan hátt fyrir lesandann og gefur heildstæða og yfirgripsmikla mynd af þeim hagsmunum og sjónarmiðum náttúrverndar og náttúrunýtingar sem vegast á.Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson fyrir myndefni, upplýsingar og greinaskrif um íslenska náttúruTómas og Ólafur hafa á árinu nýtt fjölmiðla og samfélagsmiðla til að fjalla um íslenska náttúru, friðun og verðmæti náttúruminja. Þeir hafa heimsótt fjölmarga staði og sótt þangað nýtt efni, bæði ljósmyndir og myndskeið og nýtt sér til hins ítrasta möguleika samfélagsmiðla til að koma þessu efni á framfæri. Þeir hafa afhent fjölmiðlum efnið til afnota og þannig náð til enn stærri hóps lesenda og áhorfenda. Með því hafa þeir haft bein áhrif á að lítt þekktar náttúruperlur, s.s. fossaröð á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar, hafa komist í almenna umræðu. Umfjöllun þeirra er lýsandi fyrir þær breytingar sem orðið hafa á umhverfi fjölmiðla, þar sem efni kemur í auknum mæli frá almenningi fremur en sérhæfðu fréttafólki eða ljósmyndurum.Dómnefnd skipa Jón Kaldal, Ragna Sara Jónsdóttir, formaður og Valgerður Anna Jóhannsdóttir Fjölmiðlalög Umhverfismál Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi, Bylgjunni og Stöð 2 er einn þriggja sem tilnefndur er til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða mánudaginn 17. september í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kjartan er tilnefndur fyrir umfjöllun sína um loftslagsmál. Auk Kjartans eru tilnefnd þau Sunna Ósk Logadóttir og teymið Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson. Rökstuðningur dómnefndar fyrir valinu er eftirfarandi:Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi.Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fyrir umfjöllun um loftslagsmál Kjartan hefur á tímabilinu fjallað á vandaðan og upplýsandi hátt um brýnasta umhverfismál samtímans: loftslagsmál. Í umfjöllun sinni hefur Kjartan flutt fréttir og skrifað greinar um hinar ýmsu hliðar loftslagbreytinga, varpað ljósi á nýjar rannsóknir og sett í samhengi við íslenskar aðstæður. Umfjöllunin hefur verið stöðug og umfangsmikil á tímum mikilla breytinga í íslenskri fjölmiðlun. Kjartani er lagið að útskýra áhrif loftslagsbreytinga á aðgengilegan hátt fyrir almenna lesendur. Með umfjöllun sinni hefur hann vakið athygli á loftslagsmálum og áhrifum þeirra á samfélag og umhverfi á Íslandi og í heiminum öllum.Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu fyrir greinaflokkinn Mátturinn og dýrðinSunna Ósk fjallar í greinaflokknum Mátturinn og dýrðin sem birtist í Morgunblaðinu í september 2017 um togstreitu nýtingar og náttúruverndar. Sérstaklega er fjallað um virkjunaráform á Vestfjörðum og áhrif þeirra á staðbundið samfélag og umhverfi. Sunna Ósk fjallar af vandvirkni og næmni um mál sem er umdeilt og vakið hefur heitar tilfinningar. Hún leitar víða fanga og veltir upp ólíkum sjónarmiðum í umfjöllun sinni. Sunna Ósk tengir tölulegar staðreyndir, skýringarmyndir og viðhorf saman á áhugaverðan hátt fyrir lesandann og gefur heildstæða og yfirgripsmikla mynd af þeim hagsmunum og sjónarmiðum náttúrverndar og náttúrunýtingar sem vegast á.Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson fyrir myndefni, upplýsingar og greinaskrif um íslenska náttúruTómas og Ólafur hafa á árinu nýtt fjölmiðla og samfélagsmiðla til að fjalla um íslenska náttúru, friðun og verðmæti náttúruminja. Þeir hafa heimsótt fjölmarga staði og sótt þangað nýtt efni, bæði ljósmyndir og myndskeið og nýtt sér til hins ítrasta möguleika samfélagsmiðla til að koma þessu efni á framfæri. Þeir hafa afhent fjölmiðlum efnið til afnota og þannig náð til enn stærri hóps lesenda og áhorfenda. Með því hafa þeir haft bein áhrif á að lítt þekktar náttúruperlur, s.s. fossaröð á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar, hafa komist í almenna umræðu. Umfjöllun þeirra er lýsandi fyrir þær breytingar sem orðið hafa á umhverfi fjölmiðla, þar sem efni kemur í auknum mæli frá almenningi fremur en sérhæfðu fréttafólki eða ljósmyndurum.Dómnefnd skipa Jón Kaldal, Ragna Sara Jónsdóttir, formaður og Valgerður Anna Jóhannsdóttir
Fjölmiðlalög Umhverfismál Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00
Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45
Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00