Stefna að því að bæta RÚV upp tekjutapið Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. september 2018 06:00 Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi í gær. Vísir/Anton Brink „Það er mjög mikilvægt að það ríki samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Við fáum betri og öflugri fjölmiðla ef það er virk og góð samkeppni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem kynnti í gær tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Meðal tillagnanna er endurgreiðsla ritstjórnarkostnaðar hjá prent- og ljósvakamiðlum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stefnt er að því að frumvarp þess efnis verði lagt fram eftir áramót og að fyrstu endurgreiðslurnar komi til framkvæmda vegna rekstrarársins 2019. „Þetta eru tillögur sem hafa verið í vinnslu í mennta- og menningarmálaráðuneytinu síðustu átján mánuði. Við höfum unnið þetta með fjölmiðlanefnd og lagt mikla áherslu á alþjóðlegan samanburð. Við vildum skoða hvað væri að gerast annars staðar og hvernig það væri að ganga upp.“ Lilja segir að fjölmiðlar gegni mjög mikilvægu hlutverki, bæði við miðlun upplýsinga í lýðræðissamfélagi og fyrir íslenska tungu. „Ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin, þá er umhverfi einkarekinna fjölmiðla hér annað og þessar aðgerðir miða að því að jafna leikinn.“ Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða einnig minnkuð. Þar er til skoðunar að banna kostun dagskrárliða og að lækka hámarksfjölda auglýsingamínútna á klukkustund úr átta í sex. Lilja segir að til standi að bæta RÚV upp það tekjutap. „Við stefnum að því. RÚV hefur verið að fá auknar fjárveitingar og við stefnum áfram að því að hafa öflugt RÚV.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að það ríki samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Við fáum betri og öflugri fjölmiðla ef það er virk og góð samkeppni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem kynnti í gær tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Meðal tillagnanna er endurgreiðsla ritstjórnarkostnaðar hjá prent- og ljósvakamiðlum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stefnt er að því að frumvarp þess efnis verði lagt fram eftir áramót og að fyrstu endurgreiðslurnar komi til framkvæmda vegna rekstrarársins 2019. „Þetta eru tillögur sem hafa verið í vinnslu í mennta- og menningarmálaráðuneytinu síðustu átján mánuði. Við höfum unnið þetta með fjölmiðlanefnd og lagt mikla áherslu á alþjóðlegan samanburð. Við vildum skoða hvað væri að gerast annars staðar og hvernig það væri að ganga upp.“ Lilja segir að fjölmiðlar gegni mjög mikilvægu hlutverki, bæði við miðlun upplýsinga í lýðræðissamfélagi og fyrir íslenska tungu. „Ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin, þá er umhverfi einkarekinna fjölmiðla hér annað og þessar aðgerðir miða að því að jafna leikinn.“ Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða einnig minnkuð. Þar er til skoðunar að banna kostun dagskrárliða og að lækka hámarksfjölda auglýsingamínútna á klukkustund úr átta í sex. Lilja segir að til standi að bæta RÚV upp það tekjutap. „Við stefnum að því. RÚV hefur verið að fá auknar fjárveitingar og við stefnum áfram að því að hafa öflugt RÚV.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira