Þið munið hann Rambó? Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. september 2018 07:00 Við Donald Trump erum með sama íslenska geðlækninn og mikið varð ég glaður þegar hann lýsti Trump nýlega heilan á geði. Þar sem heimska flokkast ekki sem geðsjúkdómur er nefnilega næsta víst að þarna hefur Óttar Guðmundsson rétt fyrir sér. Ólíkt geðsjúkdómum er því miður ekki hægt að meðhöndla heimskuna og staðreyndablindur sértrúarsöfnuðurinn sem fylgir Trump í geggjaðri afneitun bendir einnig til þess að heimskan sé bráðsmitandi. Geðveiki er það ekki. Trump-hjörðin upphefur hann stundum með því að líkja honum við Ronald Reagan! Þótt margt misfagurt megi segja um Reagan má halda því fram að hann hafi staðið vörð um eitthvað sem kalla má „amerísk gildi“. Stallone-myndirnar um Rambó eru frábær vitnisburður um hversu skelfilega Repúblikanaflokkurinn og fjöldi Bandaríkjamanna hefur látið Trump afvegaleiða sig. Reagan hafði Rambó í miklum hávegum. Var meira að segja kallaður „Ronbo“ enda tengdi hann kempuna stundum við utanríkisstefnu sína. Rambó var helmassað lukkutröll Reagans og gamla góða flokksins en stendur í raun fyrir allt sem Trump hatar. Sovétmenn (nú Rússar) voru erkifjendur Reagans og Rambós. Allt daður Trumps við Pútín væri auðvitað eitur í beinum þessara kaldastríðshauka. Rambó barðist í Víetnam, var handsamaður og pyntaður (svona eins og John McCain). Trump, sem kom sér undan herskyldu, fyrirlítur svona ekta „ammrískar hetjur“. Trump er eins óamerískur og hugsast getur og það er alveg galið að reyna að verja veru hans í Hvíta húsinu með minningu Reagans. Spyrjið bara Rambó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Við Donald Trump erum með sama íslenska geðlækninn og mikið varð ég glaður þegar hann lýsti Trump nýlega heilan á geði. Þar sem heimska flokkast ekki sem geðsjúkdómur er nefnilega næsta víst að þarna hefur Óttar Guðmundsson rétt fyrir sér. Ólíkt geðsjúkdómum er því miður ekki hægt að meðhöndla heimskuna og staðreyndablindur sértrúarsöfnuðurinn sem fylgir Trump í geggjaðri afneitun bendir einnig til þess að heimskan sé bráðsmitandi. Geðveiki er það ekki. Trump-hjörðin upphefur hann stundum með því að líkja honum við Ronald Reagan! Þótt margt misfagurt megi segja um Reagan má halda því fram að hann hafi staðið vörð um eitthvað sem kalla má „amerísk gildi“. Stallone-myndirnar um Rambó eru frábær vitnisburður um hversu skelfilega Repúblikanaflokkurinn og fjöldi Bandaríkjamanna hefur látið Trump afvegaleiða sig. Reagan hafði Rambó í miklum hávegum. Var meira að segja kallaður „Ronbo“ enda tengdi hann kempuna stundum við utanríkisstefnu sína. Rambó var helmassað lukkutröll Reagans og gamla góða flokksins en stendur í raun fyrir allt sem Trump hatar. Sovétmenn (nú Rússar) voru erkifjendur Reagans og Rambós. Allt daður Trumps við Pútín væri auðvitað eitur í beinum þessara kaldastríðshauka. Rambó barðist í Víetnam, var handsamaður og pyntaður (svona eins og John McCain). Trump, sem kom sér undan herskyldu, fyrirlítur svona ekta „ammrískar hetjur“. Trump er eins óamerískur og hugsast getur og það er alveg galið að reyna að verja veru hans í Hvíta húsinu með minningu Reagans. Spyrjið bara Rambó.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar