Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. september 2018 06:00 Verjendur sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálum við upphaf munnlegs málflutnings í Hæstarétti í gær. Málið heldur áfram í dag. Vísir/Ernir „Ég vænti þess að þessi dómur verði þannig saminn að hann sendi skilaboð til dómstólanna í landinu, til ákæruvaldsins og til framtíðarinnar að þetta gerist ekki oftar í sakamálum,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, við munnlegan málflutning í Hæstarétti í gær. Mörg þung orð féllu í þessum langþráða málflutningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir Hæstarétti sem hófst í gær. Málið er nú flutt fyrir réttinum í annað sinn, eftir að endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm af sex dómfelldu í málinu. Verjendur Kristjáns Viðars Júlíussonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Sævars Marinós Ciesielski fluttu mál sinna skjólstæðinga í gær. Byggðu verjendur og reyndar saksóknari einnig á því að játningar sakborninga hefðu verið fengnar fram með ólögmætum hætti og löng einangrunarvist leiki þar stærsta hlutverkið. Davíð Þór Björgvinsson saksóknari, sem fer fram á sýknu allra dómfelldu, komst þannig að orði að sterkar vísbendingar væru um að gæsluvarðhaldi og einangrun hefði beinlínis verði beitt til að brjóta niður mótstöðu sakborninga og knýja játningar fram. Þá hefði sakborningum verið refsað í einangrunarvistinni þegar þeir reyndu að draga játningar til baka og umbunað þegar þeir drógust inn á þær aftur. Þetta komi með óyggjandi hætti í ljós þegar lögregluskýrslur séu metnar með hliðsjón af dagbók Síðumúlafangelsis sem lögð hefur verið fram í málinu. „Þessar játningar urðu til við algjörlega óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir, sem virtust alls ekki hafa það að markmiði að finna sannleikann heldur að laga þær að einhverri kenningu rannsóknaraðila,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, í sinni ræðu. Eftir að hafa fjallað um málsmeðferð lögreglu, ákæruvalds og dómstóla og brot á helstu réttindum sakaðra manna, brýndi Ragnar réttinn til að sýna áræðni. „Ég geri mér grein fyrir því, virðulegi Hæstiréttur, að þetta geti verið erfitt fyrir dómarana, af því að nú erum við að fjalla um dóm sem þessi sami dómstóll kvað upp árið 1980 og erum óbeint að fjalla um synjun hans á endurupptöku árið 1997 og einn af dómurum sem tóku þátt í þeirri synjun er enn dómari við réttinn. Ég geri mér grein fyrir því að það þarf áræðni til að fjalla um þetta mál svo viðunandi sé,“ sagði Ragnar. Hann fer fram á að Guðjón verði lýstur saklaus í forsendum nýs dóms enda liggi fyrir að fyrri játningar hans séu falskar og ekkert að marka þær. Enginn dómfelldu var viðstaddur málflutninginn í gær, nema Erla Bolladóttir. Henni var synjað um endurupptöku síðastliðinn vetur. Málflutningi verður framhaldið í dag og munu verjendur Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar flytja sínar ræður fyrir Hæstarétti. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
„Ég vænti þess að þessi dómur verði þannig saminn að hann sendi skilaboð til dómstólanna í landinu, til ákæruvaldsins og til framtíðarinnar að þetta gerist ekki oftar í sakamálum,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, við munnlegan málflutning í Hæstarétti í gær. Mörg þung orð féllu í þessum langþráða málflutningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir Hæstarétti sem hófst í gær. Málið er nú flutt fyrir réttinum í annað sinn, eftir að endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm af sex dómfelldu í málinu. Verjendur Kristjáns Viðars Júlíussonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Sævars Marinós Ciesielski fluttu mál sinna skjólstæðinga í gær. Byggðu verjendur og reyndar saksóknari einnig á því að játningar sakborninga hefðu verið fengnar fram með ólögmætum hætti og löng einangrunarvist leiki þar stærsta hlutverkið. Davíð Þór Björgvinsson saksóknari, sem fer fram á sýknu allra dómfelldu, komst þannig að orði að sterkar vísbendingar væru um að gæsluvarðhaldi og einangrun hefði beinlínis verði beitt til að brjóta niður mótstöðu sakborninga og knýja játningar fram. Þá hefði sakborningum verið refsað í einangrunarvistinni þegar þeir reyndu að draga játningar til baka og umbunað þegar þeir drógust inn á þær aftur. Þetta komi með óyggjandi hætti í ljós þegar lögregluskýrslur séu metnar með hliðsjón af dagbók Síðumúlafangelsis sem lögð hefur verið fram í málinu. „Þessar játningar urðu til við algjörlega óforsvaranlegar rannsóknaraðferðir, sem virtust alls ekki hafa það að markmiði að finna sannleikann heldur að laga þær að einhverri kenningu rannsóknaraðila,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, í sinni ræðu. Eftir að hafa fjallað um málsmeðferð lögreglu, ákæruvalds og dómstóla og brot á helstu réttindum sakaðra manna, brýndi Ragnar réttinn til að sýna áræðni. „Ég geri mér grein fyrir því, virðulegi Hæstiréttur, að þetta geti verið erfitt fyrir dómarana, af því að nú erum við að fjalla um dóm sem þessi sami dómstóll kvað upp árið 1980 og erum óbeint að fjalla um synjun hans á endurupptöku árið 1997 og einn af dómurum sem tóku þátt í þeirri synjun er enn dómari við réttinn. Ég geri mér grein fyrir því að það þarf áræðni til að fjalla um þetta mál svo viðunandi sé,“ sagði Ragnar. Hann fer fram á að Guðjón verði lýstur saklaus í forsendum nýs dóms enda liggi fyrir að fyrri játningar hans séu falskar og ekkert að marka þær. Enginn dómfelldu var viðstaddur málflutninginn í gær, nema Erla Bolladóttir. Henni var synjað um endurupptöku síðastliðinn vetur. Málflutningi verður framhaldið í dag og munu verjendur Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar flytja sínar ræður fyrir Hæstarétti.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira