Skúli nálgast endamarkið Hörður Ægisson skrifar 14. september 2018 06:00 Gert er ráð fyrir að skuldabréfaútboðinu ljúki í dag, föstudag, en vonir standa til að endanleg stærð þess verði eitthvað meiri en sem nemur 50 milljónum evra. Vísir/vilhelm WOW air er á lokametrunum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn svo að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs flugfélagsins, 50 milljónir evra, jafnvirði um 6,5 milljarða króna, verði náð. Stjórnendur og ráðgjafar félagsins voru í gærkvöldi, skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun, þannig búnir að fá erlenda fjárfesta til að skrá sig fyrir að lágmarki um 45 milljónum evra í útboðinu, samkvæmt heimildum blaðsins. Gert er ráð fyrir að skuldabréfaútboðinu ljúki í dag, föstudag, en vonir standa til að endanleg stærð þess verði eitthvað meiri en sem nemur 50 milljónum evra. Samkvæmt tveimur heimildarmönnum Fréttablaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, þá er jafnframt stefnt að því að Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, fái inn fjárfesti að flugfélaginu sem myndi leggja því til nýtt hlutafé upp á tugi milljóna evra samhliða því að skuldabréfaútboðið verður klárað. Ekki liggur fyrir hversu stóran hlut hann myndi eignast í félaginu verði þau áform að veruleika. Eiginfjárhlutfall WOW air var aðeins um 4,5 prósent um mitt þetta ár og eigið fé þess um 20 milljónir Bandaríkjadala. Á meðal þeirra sem hafa unnið að því á síðustu dögum að fá erlenda fjárfesta til að taka þátt í útboði WOW air eru Fossar markaðir, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verðbréfum á Íslandi, en fyrir tilstuðlan félagsins hefur bandarískur fjárfestingarsjóður skráð sig fyrir um 10 milljónum evra í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto, sem hefur yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, hefur hins vegar tryggt fjármagn frá erlendum fjárfestum fyrir um 35 milljónir evra. Ráðgjafar flugfélagsins, meðal annars frá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance, sem hefur hjálpað WOW air við að kynna útboðið hér á landi fyrir fjárfestum, unnu að því hörðum höndum síðla dags í gær að fá íslenska fjárfesta til að leggja félaginu til fjármagn. Þannig var leitað liðsinnis ýmissa umsvifamikilla einkafjárfesta og þá var rætt við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna en ekki lá fyrir í gærkvöldi hvort þeir myndu hafa einhverja aðkomu að útboðinu. Einn af þeim möguleikum sem stjórnendur og ráðgjafar WOW air skoðuðu af alvöru í vikunni var að fá stóru viðskiptabankana þrjá til að koma að fjármögnun félagsins í tengslum við skuldabréfaútboðið. Þær hugmyndir fólust í sambankaláni, sem myndi tryggja að lágmarksstærð útboðsins yrði náð, en fljótlega varð hins vegar ljóst að ekkert yrði af þeim áformum þar sem mismikill áhugi var fyrir því hjá bönkunum að hafa aðkomu að slíkri lánveitingu. Skuldabréfafjármögnun WOW air er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboðinu fá kauprétt að hlutafé á 20 til 25 prósenta afslætti, þegar félagið verður skráð á markað, sem nemur helmingi af höfuðstól bréfanna en kauprétturinn verður að fullu framseljanlegur og gildir til fimm ára. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið en greinendur Pareto spá því að félagið skili tapi upp á 3,4 milljarða króna í ár. Samkvæmt áætlunum WOW air er gert ráð fyrir verulegum viðsnúningi á næstu mánuðum og misserum og að félagið skili þannig hagnaði upp á um tvo milljarða króna á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira
WOW air er á lokametrunum með að sækja sér nægjanlegt fjármagn svo að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs flugfélagsins, 50 milljónir evra, jafnvirði um 6,5 milljarða króna, verði náð. Stjórnendur og ráðgjafar félagsins voru í gærkvöldi, skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun, þannig búnir að fá erlenda fjárfesta til að skrá sig fyrir að lágmarki um 45 milljónum evra í útboðinu, samkvæmt heimildum blaðsins. Gert er ráð fyrir að skuldabréfaútboðinu ljúki í dag, föstudag, en vonir standa til að endanleg stærð þess verði eitthvað meiri en sem nemur 50 milljónum evra. Samkvæmt tveimur heimildarmönnum Fréttablaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, þá er jafnframt stefnt að því að Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, fái inn fjárfesti að flugfélaginu sem myndi leggja því til nýtt hlutafé upp á tugi milljóna evra samhliða því að skuldabréfaútboðið verður klárað. Ekki liggur fyrir hversu stóran hlut hann myndi eignast í félaginu verði þau áform að veruleika. Eiginfjárhlutfall WOW air var aðeins um 4,5 prósent um mitt þetta ár og eigið fé þess um 20 milljónir Bandaríkjadala. Á meðal þeirra sem hafa unnið að því á síðustu dögum að fá erlenda fjárfesta til að taka þátt í útboði WOW air eru Fossar markaðir, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum verðbréfum á Íslandi, en fyrir tilstuðlan félagsins hefur bandarískur fjárfestingarsjóður skráð sig fyrir um 10 milljónum evra í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto, sem hefur yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, hefur hins vegar tryggt fjármagn frá erlendum fjárfestum fyrir um 35 milljónir evra. Ráðgjafar flugfélagsins, meðal annars frá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance, sem hefur hjálpað WOW air við að kynna útboðið hér á landi fyrir fjárfestum, unnu að því hörðum höndum síðla dags í gær að fá íslenska fjárfesta til að leggja félaginu til fjármagn. Þannig var leitað liðsinnis ýmissa umsvifamikilla einkafjárfesta og þá var rætt við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna en ekki lá fyrir í gærkvöldi hvort þeir myndu hafa einhverja aðkomu að útboðinu. Einn af þeim möguleikum sem stjórnendur og ráðgjafar WOW air skoðuðu af alvöru í vikunni var að fá stóru viðskiptabankana þrjá til að koma að fjármögnun félagsins í tengslum við skuldabréfaútboðið. Þær hugmyndir fólust í sambankaláni, sem myndi tryggja að lágmarksstærð útboðsins yrði náð, en fljótlega varð hins vegar ljóst að ekkert yrði af þeim áformum þar sem mismikill áhugi var fyrir því hjá bönkunum að hafa aðkomu að slíkri lánveitingu. Skuldabréfafjármögnun WOW air er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboðinu fá kauprétt að hlutafé á 20 til 25 prósenta afslætti, þegar félagið verður skráð á markað, sem nemur helmingi af höfuðstól bréfanna en kauprétturinn verður að fullu framseljanlegur og gildir til fimm ára. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið en greinendur Pareto spá því að félagið skili tapi upp á 3,4 milljarða króna í ár. Samkvæmt áætlunum WOW air er gert ráð fyrir verulegum viðsnúningi á næstu mánuðum og misserum og að félagið skili þannig hagnaði upp á um tvo milljarða króna á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira