Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2018 07:46 Hinn 26 ára gamli Botham Jean var jarðsunginn í gær. Vísir/AP Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. Lögmaður fjölskyldu mannsins segir lögregluna reyna að sverta mannorð Botham Jean. Jean var skotinn á heimili sínu af lögregluþjóninum Amber Guyger sem bjó í sama fjölbýlishúsi. Konan mun hafa talið að hún væri í eigin íbúð og taldi Jean vera innbrotsþjóf. Önnur útgáfa af banaskotinu segir að til átaka hafi komið á milli Guyger og Jean. Guyger hefur verið ákærð fyrir manndráp en hún var handtekinn þremur dögum eftir að atvikið átti sér stað. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldu Jean, segir að leitin sem hafi verið framkvæmd á heimili Jean, sýni fram á annarlegan tilgang rannsóknar lögreglunnar. „Þeir fóru þarna inn í þeim tilgangi að finna réttlætingu fyrir banaskotinu. Þetta er mynstur sem við höfum séð áður. Við erum að tala um lögregluþjón sem greinilega gerði eitthvað rangt og í stað þess að rannsaka morðið, í stað þess að fara í íbúð hennar og sjá hvað þeir finna, í stað þess að leita vísbendinga í tengslum við morðið, leita þeir sérstaklega leiða til að sverta mannorð þessa unga manns.“ Jean vann hjá pricewaterhouseCoopers í Dallas og mun hafa varið miklu tíma í góðgerðastarf.Samkvæmt USA Today segir í dómsskjölum að lögreglan í Dallas hafi fundið tvær patrónur, lögreglubakpoka, fartölvu og ýmislegt fleira. Lögreglan framkvæmdi leitina áður en málið var fært í hendur starfsmanna Texas Rangers, sem er annað lögregluembætti í Texas.Jarðarför Jean fór fram í gær, skömmu áður en fundur fíkniefnanna var opinberaður. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. Lögmaður fjölskyldu mannsins segir lögregluna reyna að sverta mannorð Botham Jean. Jean var skotinn á heimili sínu af lögregluþjóninum Amber Guyger sem bjó í sama fjölbýlishúsi. Konan mun hafa talið að hún væri í eigin íbúð og taldi Jean vera innbrotsþjóf. Önnur útgáfa af banaskotinu segir að til átaka hafi komið á milli Guyger og Jean. Guyger hefur verið ákærð fyrir manndráp en hún var handtekinn þremur dögum eftir að atvikið átti sér stað. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldu Jean, segir að leitin sem hafi verið framkvæmd á heimili Jean, sýni fram á annarlegan tilgang rannsóknar lögreglunnar. „Þeir fóru þarna inn í þeim tilgangi að finna réttlætingu fyrir banaskotinu. Þetta er mynstur sem við höfum séð áður. Við erum að tala um lögregluþjón sem greinilega gerði eitthvað rangt og í stað þess að rannsaka morðið, í stað þess að fara í íbúð hennar og sjá hvað þeir finna, í stað þess að leita vísbendinga í tengslum við morðið, leita þeir sérstaklega leiða til að sverta mannorð þessa unga manns.“ Jean vann hjá pricewaterhouseCoopers í Dallas og mun hafa varið miklu tíma í góðgerðastarf.Samkvæmt USA Today segir í dómsskjölum að lögreglan í Dallas hafi fundið tvær patrónur, lögreglubakpoka, fartölvu og ýmislegt fleira. Lögreglan framkvæmdi leitina áður en málið var fært í hendur starfsmanna Texas Rangers, sem er annað lögregluembætti í Texas.Jarðarför Jean fór fram í gær, skömmu áður en fundur fíkniefnanna var opinberaður.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20