WOW hafnar frétt um skuld við Isavia Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2018 19:22 Samkvæmt frétt Morgunblaðsins skuldar félagið Isavia milljarða í lendingargjöld. Félagið hafnar því. Vísir/Vilhelm Forstjóri Wow air fullyrðir að frétt Morgunblaðsins um að félagið skuldi Isavia tvo milljarða króna í lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli sé röng. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að það hafi aldrei skuldað þá upphæð. Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Wow air skuldi Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld. Þannig á Wow air ekki að hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. Samkvæmt árshlutareikningin Isavia sem var birtur nú á dögunum hafa innlendar viðskiptakröfur fyrirtækisins hækkað um 1.220 milljónir frá áramótum. Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, sakaði fjölmiðla um að „keppast við að tortryggja Wow air“ í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að frétt Morgunblaðsins væri röng. „Við eigum mjög gott samstarf við Isavia og höfum aldrei skuldað þeim yfir tvo milljarða króna og það er til skammar að Morgunblaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögnum án áreiðanlegra heimilda,“ skrifar Skúli. Þess ber þó að geta að í frétt Morgunblaðsins var ekki fullyrt að skuldin væri yfir tveimur milljörðum eins og Skúli skrifar heldur að hún væri „um“ tveir milljarðar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, að fyrirtækið hafi „aldrei skuldað Isavia tvo milljarða króna“. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort Wow air skuldaði eða hefði skuldað Isavia og vísaði eins og Skúli til þess að félagið tjái sig ekki um innihald eða stöðu einstakra samninga við samstarfsaðila sína.Vísar kvörtunum forstjóra Icelandair á bug Skúli gagnrýnir einnig viðbrögð starfandi forstjóra Icelandair við frétt Morgunblaðsins. Í viðtali við Mbl.is sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, illskiljanlegt að ríkisfyrirtækið Isavia tæki þátt í að fjármagna taprekstur Wow air og skekkja samkeppni á markaðinum. „Það hefur ekkert félag í Íslandssögunni fengið jafn mikla ríkisaðstoð og verið bjargað jafn oft af ríkinu eins og Icelandair. Jafnframt er ríkisbankinn Íslandsbanki stærsti lánveitandi félagsins,“ skrifar Skúli. Fullyrðir hann að afkoma Wow air á þriðja ársfjórðungi verði góð og útlit sé fyrir að seinni hluti ársins verði einnig góður. Segist hann hlakka til að ljúka skuldabréfaútboði fyrirtækisins á þriðjudag og fá frið til að byggja fyrirtækið upp. WOW Air Tengdar fréttir Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. 14. september 2018 06:00 Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. 15. september 2018 13:54 WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. 15. september 2018 10:18 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
Forstjóri Wow air fullyrðir að frétt Morgunblaðsins um að félagið skuldi Isavia tvo milljarða króna í lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli sé röng. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að það hafi aldrei skuldað þá upphæð. Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Wow air skuldi Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld. Þannig á Wow air ekki að hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. Samkvæmt árshlutareikningin Isavia sem var birtur nú á dögunum hafa innlendar viðskiptakröfur fyrirtækisins hækkað um 1.220 milljónir frá áramótum. Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, sakaði fjölmiðla um að „keppast við að tortryggja Wow air“ í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að frétt Morgunblaðsins væri röng. „Við eigum mjög gott samstarf við Isavia og höfum aldrei skuldað þeim yfir tvo milljarða króna og það er til skammar að Morgunblaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögnum án áreiðanlegra heimilda,“ skrifar Skúli. Þess ber þó að geta að í frétt Morgunblaðsins var ekki fullyrt að skuldin væri yfir tveimur milljörðum eins og Skúli skrifar heldur að hún væri „um“ tveir milljarðar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, að fyrirtækið hafi „aldrei skuldað Isavia tvo milljarða króna“. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort Wow air skuldaði eða hefði skuldað Isavia og vísaði eins og Skúli til þess að félagið tjái sig ekki um innihald eða stöðu einstakra samninga við samstarfsaðila sína.Vísar kvörtunum forstjóra Icelandair á bug Skúli gagnrýnir einnig viðbrögð starfandi forstjóra Icelandair við frétt Morgunblaðsins. Í viðtali við Mbl.is sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, illskiljanlegt að ríkisfyrirtækið Isavia tæki þátt í að fjármagna taprekstur Wow air og skekkja samkeppni á markaðinum. „Það hefur ekkert félag í Íslandssögunni fengið jafn mikla ríkisaðstoð og verið bjargað jafn oft af ríkinu eins og Icelandair. Jafnframt er ríkisbankinn Íslandsbanki stærsti lánveitandi félagsins,“ skrifar Skúli. Fullyrðir hann að afkoma Wow air á þriðja ársfjórðungi verði góð og útlit sé fyrir að seinni hluti ársins verði einnig góður. Segist hann hlakka til að ljúka skuldabréfaútboði fyrirtækisins á þriðjudag og fá frið til að byggja fyrirtækið upp.
WOW Air Tengdar fréttir Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. 14. september 2018 06:00 Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. 15. september 2018 13:54 WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. 15. september 2018 10:18 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. 14. september 2018 06:00
Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. 15. september 2018 13:54
WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. 15. september 2018 10:18
WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30