Þingmenn fræðast um notagildi núvitundar Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2018 08:00 Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég fékk kynningu á þessu verkefni í London á síðasta ári. Það var magnað að heyra hvernig Bretar eru að innleiða núvitund í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og réttarvörslukerfið,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. Nefndin fær í dag kynningu á þverpólitískri nefnd breska þingsins um núvitund. Það er Chris Ruane, þingmaður Verkamannaflokksins og annar af formönnum bresku nefndarinnar, sem mun hitta velferðarnefnd. „Það verður líka opinn fundur fyrir alla þingmenn á morgun og Chris mun líka hitta borgarfulltrúa. Hann ætlar að kynna fyrir okkur hvernig Bretar hafa verið að gera þetta.“ segir Halldóra. Hún bendir líka á að Chris hafi verið að kenna breskum þingmönnum um núvitund. „Ég held að við hér á Alþingi hefðum líka gott af því.“ Halldóra segir að fyrir velferðarnefnd sé sérstaklega áhugavert að heyra hvernig núvitund sé notuð í heilbrigðiskerfinu. „Þetta er aðallega notað sem meðferðarúrræði en einnig fyrir starfsmenn heilbrigðiskerfisins.“ Fundinn í London á síðasta ári sátu líka fulltrúar fræðasamfélagsins. Þá var Jon Kabat-Zinn einnig á staðnum en hann er talinn frumkvöðull núvitundar á Vesturlöndum. „Við fengum að heyra margar áhugaverðar sögur. Meðal annars hvernig þessi úrræði hafa verið að hjálpa föngum. Þeir fara í meðferð í fangelsinu sem hjálpar þeim þegar þeir losna. Þarna var maður sem sagði frá sinni reynslu og hvernig þetta hjálpaði honum að komast út í lífið eftir fangavist. Þetta brýtur upp eitthvert mynstur og fólk nær snertingu við sig sjálft.“ Þá segir Halldóra að hægt sé að nota núvitund í menntakerfinu með því að ná til barna. „Það er mein í okkar samfélagi hvað neysluhyggjan og hraðinn er mikill. Svo hafa samfélagsmiðlarnir mikil áhrif. Fólk gefur sér aldrei tíma til að stoppa og fara í innri íhugun, skoða hvernig við tengjumst hvert öðru og náttúrunni.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
„Ég fékk kynningu á þessu verkefni í London á síðasta ári. Það var magnað að heyra hvernig Bretar eru að innleiða núvitund í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og réttarvörslukerfið,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. Nefndin fær í dag kynningu á þverpólitískri nefnd breska þingsins um núvitund. Það er Chris Ruane, þingmaður Verkamannaflokksins og annar af formönnum bresku nefndarinnar, sem mun hitta velferðarnefnd. „Það verður líka opinn fundur fyrir alla þingmenn á morgun og Chris mun líka hitta borgarfulltrúa. Hann ætlar að kynna fyrir okkur hvernig Bretar hafa verið að gera þetta.“ segir Halldóra. Hún bendir líka á að Chris hafi verið að kenna breskum þingmönnum um núvitund. „Ég held að við hér á Alþingi hefðum líka gott af því.“ Halldóra segir að fyrir velferðarnefnd sé sérstaklega áhugavert að heyra hvernig núvitund sé notuð í heilbrigðiskerfinu. „Þetta er aðallega notað sem meðferðarúrræði en einnig fyrir starfsmenn heilbrigðiskerfisins.“ Fundinn í London á síðasta ári sátu líka fulltrúar fræðasamfélagsins. Þá var Jon Kabat-Zinn einnig á staðnum en hann er talinn frumkvöðull núvitundar á Vesturlöndum. „Við fengum að heyra margar áhugaverðar sögur. Meðal annars hvernig þessi úrræði hafa verið að hjálpa föngum. Þeir fara í meðferð í fangelsinu sem hjálpar þeim þegar þeir losna. Þarna var maður sem sagði frá sinni reynslu og hvernig þetta hjálpaði honum að komast út í lífið eftir fangavist. Þetta brýtur upp eitthvert mynstur og fólk nær snertingu við sig sjálft.“ Þá segir Halldóra að hægt sé að nota núvitund í menntakerfinu með því að ná til barna. „Það er mein í okkar samfélagi hvað neysluhyggjan og hraðinn er mikill. Svo hafa samfélagsmiðlarnir mikil áhrif. Fólk gefur sér aldrei tíma til að stoppa og fara í innri íhugun, skoða hvernig við tengjumst hvert öðru og náttúrunni.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira