Skúli vill allt að 33 milljarða innan átján mánaða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2018 11:22 Skúli Mogensen er stofnandi og forstjóri Wow Air. Vísir/Getty Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, stefnir að því að félagið sæki sér allt að 300 milljónir dollara, um 33 milljarða króna, í hlutafjárútboði innan átján mánaða. Það er fimmfalt hærri upphæð en stefnt er að því að safna með yfirstandandi skuldabréfaútboði félagsins.Þetta kemur fram í frétt Financial Times þar sem segir að Skúli telji sig geta fengið 200 til 300 milljónir dollara, 21 til 33 milljarða króna, með því að selja minna en helming hlutafjár í félaginu. Þá kemur einnig fram að Skúli gefi ekki upp heildarvirði félagsins.Ítarlega hefur verið fjallað um fjárhagserfiðleika Wow Air að undanförnu en félagið er á lokametrunum að sækja sér fjármagn með skuldabréfaútboði. Fyrir helgi var tilkynnt að lágmarksstærð þess hefði verið náð, 50 milljónir evra eða því sem nemur 6,5 milljörðum króna. Skuldabréfafjármögnun WOW air er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Í frétt Financial Times viðurkennir Skúli að félaginu hafi ekki tekist nægjanlega vel að að halda niðri eldsneytiskostnaði en greint var frá því í síðasta mánuði að olíukostnaður væri fjórðungur af tekjum WOW Air á síðasta ári. Þá hefur félagið ekki varið sig fyrir sveiflum í olíuverði, líkt og til dæmis Icelandair. Það sé nú hins vegar til endurskoðunar. „Eldsneytið hefur klárlega unnið gegn okkur, við erum ekki varin en við erum að endurskoða þá stefnu,“ segir Skúli. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43 Segir fregnir af skuldabréfaútboði WOW jákvæðar Þar á meðal er mikil samkeppni í flugi yfir Atlantshafið, hátt olíuverð og sterk króna. 14. september 2018 16:10 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, stefnir að því að félagið sæki sér allt að 300 milljónir dollara, um 33 milljarða króna, í hlutafjárútboði innan átján mánaða. Það er fimmfalt hærri upphæð en stefnt er að því að safna með yfirstandandi skuldabréfaútboði félagsins.Þetta kemur fram í frétt Financial Times þar sem segir að Skúli telji sig geta fengið 200 til 300 milljónir dollara, 21 til 33 milljarða króna, með því að selja minna en helming hlutafjár í félaginu. Þá kemur einnig fram að Skúli gefi ekki upp heildarvirði félagsins.Ítarlega hefur verið fjallað um fjárhagserfiðleika Wow Air að undanförnu en félagið er á lokametrunum að sækja sér fjármagn með skuldabréfaútboði. Fyrir helgi var tilkynnt að lágmarksstærð þess hefði verið náð, 50 milljónir evra eða því sem nemur 6,5 milljörðum króna. Skuldabréfafjármögnun WOW air er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Í frétt Financial Times viðurkennir Skúli að félaginu hafi ekki tekist nægjanlega vel að að halda niðri eldsneytiskostnaði en greint var frá því í síðasta mánuði að olíukostnaður væri fjórðungur af tekjum WOW Air á síðasta ári. Þá hefur félagið ekki varið sig fyrir sveiflum í olíuverði, líkt og til dæmis Icelandair. Það sé nú hins vegar til endurskoðunar. „Eldsneytið hefur klárlega unnið gegn okkur, við erum ekki varin en við erum að endurskoða þá stefnu,“ segir Skúli.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43 Segir fregnir af skuldabréfaútboði WOW jákvæðar Þar á meðal er mikil samkeppni í flugi yfir Atlantshafið, hátt olíuverð og sterk króna. 14. september 2018 16:10 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43
Segir fregnir af skuldabréfaútboði WOW jákvæðar Þar á meðal er mikil samkeppni í flugi yfir Atlantshafið, hátt olíuverð og sterk króna. 14. september 2018 16:10
WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30