Bjarni ætlar ekki að tjá sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2018 12:23 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Stefán Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Bjarna í morgun í kjölfar pistils Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Orku náttúrunnar, en án árangurs. Bjarni segir í tilkynningu til fjölmiðla að óski starfsmaður eftir því að farið verði betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka þá standi það að sjálfsögðu til boða. „Í tilefni af opinberri umræðu um starfslok starfsfólks hjá Orku náttúrunnar hef ég ákveðið að ræða þau ekki frekar opinberlega að svo stöddu. Mér bar skylda til að skýra frá ástæðu starfsloka framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Um opinberar umræður um málefni annars starfsfólks en æðsta stjórnanda gildir öðru máli. Óski starfsmaður að fara betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka, stendur slíkt að sjálfsögðu til boða,“ segir Bjarni í tilkynningu til fjölmiðla.Ósátt við viðbrögð Bjarna „Ég get ekki skilið þessi orð öðru vísi en að ruddaleg, niðurlægjandi og í raun svívirðileg framkoma gagnvart konum sé á einhvern hátt réttlætanlegt verð að greiða fyrir þetta sem forstjórinn metur greinilega umfram allt annað.“ Svo segir í ítarlegri og harðorðri færsla Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar, sem vakti mikla athygli í morgun. Vísir hefur greint frá efni hennar og birt en þó hún snúist á yfirborðinu um dólgslega framgöngu fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, sem leiddi til brottrekstrar hans, beinir Áslaug Thelma ekki síst spjótum sínum að Bjarna forstjóra OR, en ON er dótturfyrirtæki OR. Áslaug Thelma, sem var rekin frá ON, segir af bréfi og fundi sem hún og Einar Bárðarson athafnamaður, eiginmaður hennar, áttu með Bjarna og lögfræðingi félagsins. Einar hefur sagt af þessum fundi, sem fór fram á miðvikudag í síðustu viku og á þá leið að Bjarni hafi í raun viljað standa með umræddri framgöngu framkvæmdastjóra síns á annarlegum forsendum. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu á föstudag að stjórnin styddi ákvörðunina að segja Bjarna Má Júlíussyni upp sem framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Þá stytti stjórnin aðgerðir forstjórans í málinu. Guðjón Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu í morgun að hann styðji brottvikningu Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra ON, og að hann vilji að það verði skoðað ofan í kjölinn hvernig staðið var að uppsögn Áslaugar Thelmu. Hildur Björnsdóttir, sömuleiðis stjórnarmaður í OR, er sama sinnis að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.Berglind tekur við af Bjarna Má Ákveðið hefur verið að forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Berglind Rán Ólafsdóttir, taki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON sem Bjarni Már gegndi áður. Þetta kemur fram í annarri tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Til stóð að hún tæki við stöðu forstöðumanns tækniþróunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún kom til starfa hjá Orku náttúrunnar fyrir ári og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Bjarna í morgun í kjölfar pistils Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Orku náttúrunnar, en án árangurs. Bjarni segir í tilkynningu til fjölmiðla að óski starfsmaður eftir því að farið verði betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka þá standi það að sjálfsögðu til boða. „Í tilefni af opinberri umræðu um starfslok starfsfólks hjá Orku náttúrunnar hef ég ákveðið að ræða þau ekki frekar opinberlega að svo stöddu. Mér bar skylda til að skýra frá ástæðu starfsloka framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Um opinberar umræður um málefni annars starfsfólks en æðsta stjórnanda gildir öðru máli. Óski starfsmaður að fara betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka, stendur slíkt að sjálfsögðu til boða,“ segir Bjarni í tilkynningu til fjölmiðla.Ósátt við viðbrögð Bjarna „Ég get ekki skilið þessi orð öðru vísi en að ruddaleg, niðurlægjandi og í raun svívirðileg framkoma gagnvart konum sé á einhvern hátt réttlætanlegt verð að greiða fyrir þetta sem forstjórinn metur greinilega umfram allt annað.“ Svo segir í ítarlegri og harðorðri færsla Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar, sem vakti mikla athygli í morgun. Vísir hefur greint frá efni hennar og birt en þó hún snúist á yfirborðinu um dólgslega framgöngu fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, sem leiddi til brottrekstrar hans, beinir Áslaug Thelma ekki síst spjótum sínum að Bjarna forstjóra OR, en ON er dótturfyrirtæki OR. Áslaug Thelma, sem var rekin frá ON, segir af bréfi og fundi sem hún og Einar Bárðarson athafnamaður, eiginmaður hennar, áttu með Bjarna og lögfræðingi félagsins. Einar hefur sagt af þessum fundi, sem fór fram á miðvikudag í síðustu viku og á þá leið að Bjarni hafi í raun viljað standa með umræddri framgöngu framkvæmdastjóra síns á annarlegum forsendum. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu á föstudag að stjórnin styddi ákvörðunina að segja Bjarna Má Júlíussyni upp sem framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Þá stytti stjórnin aðgerðir forstjórans í málinu. Guðjón Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu í morgun að hann styðji brottvikningu Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra ON, og að hann vilji að það verði skoðað ofan í kjölinn hvernig staðið var að uppsögn Áslaugar Thelmu. Hildur Björnsdóttir, sömuleiðis stjórnarmaður í OR, er sama sinnis að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.Berglind tekur við af Bjarna Má Ákveðið hefur verið að forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Berglind Rán Ólafsdóttir, taki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON sem Bjarni Már gegndi áður. Þetta kemur fram í annarri tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Til stóð að hún tæki við stöðu forstöðumanns tækniþróunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún kom til starfa hjá Orku náttúrunnar fyrir ári og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu
MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51