Gífurleg vinna að baki uppsetningu ljósabúnaðarins sem þurfti að yfirgnæfa dagsbirtuna Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2018 19:00 Lýsingin á hátíðarþingfundinum kostaði 22 milljónir króna. Fréttablaðið Anton Brink Kostnaðurinn við lýsingu á hátíðarfundi Alþingis í sumar hefur vakið upp furðu hjá mörgum en aðstandendur fyrirtækisins Exton, sem sá um lýsinguna, segja hann eiga sér eðlilegar skýringar.Lýsingin kostaði 22 milljónir króna samkvæmt sundurliðun sem birt var á vef Alþingis um kostnað hátíðarþingfundarins sem var tæpar 87 milljónir króna og fór 40 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Rikharð Sigurðsson, framkvæmdastjóri Exton, segir í samtali við Vísi að fleiri tugir manna hafi unnið við uppsetningu ljósabúnaðarins á Þingvöllum í rúma viku. Ekki var um að ræða hefðbundna lýsingu, líkt og sést á tónleikum, heldur var þetta sjónvarpslýsing og þar að auki í dagsbirtu. Það þýddi að flytja þurfti afar öflugan og dýran ljósabúnað á Þingvelli sem var til þess fallinn að yfirgnæfa dagsbirtuna svo að lýsingin myndi sjást í sjónvarpsútsendingunni. Þá þurfti að kaupa mannskap til að forrita lýsinguna en Exton menn stóðu einnig frammi fyrir þeim vanda að ekki var hægt að flytja búnaðinn með bílum í Lögberg þar sem hátíðarþingfundurinn fór fram. Notast þurfti við sexhjól til að fara með stóran hluta búnaðarins inn á Þingvelli og var einnig notast við þyrlur til að selflytja búnaðinn yfir á. „Þetta er miklu umfangsmeiri lýsing en við tónleika. Þetta var í björtu og þá þarf lýsingin að vera mikil svo hún sjáist í sjónvarpi,“ segir Rikharð í samtali við Vísi. Exton hefur komið að Kristnihátíðinni og séð um ljós og hljóð á stórtónleikum Justin Bieber og Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi. Auðveldara er að lýsa slíka tónleika upp því lýsingin sést mun betur í rökkri. Á hátíðarþingfundurinn fór fram undir berum himni að sumri til og því þurfti mikla lýsingu til að yfirgnæfa dagsbirtuna. Stilla þurfti upp pöllum svo ljósin hefðu traustar undirstöður í móanum. Innifalið í þessum kostnaði var einnig uppsetning á þaki á sviðinu til að koma fyrir ljósum og voru kaplar upp á fleiri kílómetra lagðir við uppsetningu á þessum ljósum. Þjóðgarðar Tengdar fréttir 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Kostnaðurinn við lýsingu á hátíðarfundi Alþingis í sumar hefur vakið upp furðu hjá mörgum en aðstandendur fyrirtækisins Exton, sem sá um lýsinguna, segja hann eiga sér eðlilegar skýringar.Lýsingin kostaði 22 milljónir króna samkvæmt sundurliðun sem birt var á vef Alþingis um kostnað hátíðarþingfundarins sem var tæpar 87 milljónir króna og fór 40 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Rikharð Sigurðsson, framkvæmdastjóri Exton, segir í samtali við Vísi að fleiri tugir manna hafi unnið við uppsetningu ljósabúnaðarins á Þingvöllum í rúma viku. Ekki var um að ræða hefðbundna lýsingu, líkt og sést á tónleikum, heldur var þetta sjónvarpslýsing og þar að auki í dagsbirtu. Það þýddi að flytja þurfti afar öflugan og dýran ljósabúnað á Þingvelli sem var til þess fallinn að yfirgnæfa dagsbirtuna svo að lýsingin myndi sjást í sjónvarpsútsendingunni. Þá þurfti að kaupa mannskap til að forrita lýsinguna en Exton menn stóðu einnig frammi fyrir þeim vanda að ekki var hægt að flytja búnaðinn með bílum í Lögberg þar sem hátíðarþingfundurinn fór fram. Notast þurfti við sexhjól til að fara með stóran hluta búnaðarins inn á Þingvelli og var einnig notast við þyrlur til að selflytja búnaðinn yfir á. „Þetta er miklu umfangsmeiri lýsing en við tónleika. Þetta var í björtu og þá þarf lýsingin að vera mikil svo hún sjáist í sjónvarpi,“ segir Rikharð í samtali við Vísi. Exton hefur komið að Kristnihátíðinni og séð um ljós og hljóð á stórtónleikum Justin Bieber og Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi. Auðveldara er að lýsa slíka tónleika upp því lýsingin sést mun betur í rökkri. Á hátíðarþingfundurinn fór fram undir berum himni að sumri til og því þurfti mikla lýsingu til að yfirgnæfa dagsbirtuna. Stilla þurfti upp pöllum svo ljósin hefðu traustar undirstöður í móanum. Innifalið í þessum kostnaði var einnig uppsetning á þaki á sviðinu til að koma fyrir ljósum og voru kaplar upp á fleiri kílómetra lagðir við uppsetningu á þessum ljósum.
Þjóðgarðar Tengdar fréttir 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29