Gífurleg vinna að baki uppsetningu ljósabúnaðarins sem þurfti að yfirgnæfa dagsbirtuna Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2018 19:00 Lýsingin á hátíðarþingfundinum kostaði 22 milljónir króna. Fréttablaðið Anton Brink Kostnaðurinn við lýsingu á hátíðarfundi Alþingis í sumar hefur vakið upp furðu hjá mörgum en aðstandendur fyrirtækisins Exton, sem sá um lýsinguna, segja hann eiga sér eðlilegar skýringar.Lýsingin kostaði 22 milljónir króna samkvæmt sundurliðun sem birt var á vef Alþingis um kostnað hátíðarþingfundarins sem var tæpar 87 milljónir króna og fór 40 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Rikharð Sigurðsson, framkvæmdastjóri Exton, segir í samtali við Vísi að fleiri tugir manna hafi unnið við uppsetningu ljósabúnaðarins á Þingvöllum í rúma viku. Ekki var um að ræða hefðbundna lýsingu, líkt og sést á tónleikum, heldur var þetta sjónvarpslýsing og þar að auki í dagsbirtu. Það þýddi að flytja þurfti afar öflugan og dýran ljósabúnað á Þingvelli sem var til þess fallinn að yfirgnæfa dagsbirtuna svo að lýsingin myndi sjást í sjónvarpsútsendingunni. Þá þurfti að kaupa mannskap til að forrita lýsinguna en Exton menn stóðu einnig frammi fyrir þeim vanda að ekki var hægt að flytja búnaðinn með bílum í Lögberg þar sem hátíðarþingfundurinn fór fram. Notast þurfti við sexhjól til að fara með stóran hluta búnaðarins inn á Þingvelli og var einnig notast við þyrlur til að selflytja búnaðinn yfir á. „Þetta er miklu umfangsmeiri lýsing en við tónleika. Þetta var í björtu og þá þarf lýsingin að vera mikil svo hún sjáist í sjónvarpi,“ segir Rikharð í samtali við Vísi. Exton hefur komið að Kristnihátíðinni og séð um ljós og hljóð á stórtónleikum Justin Bieber og Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi. Auðveldara er að lýsa slíka tónleika upp því lýsingin sést mun betur í rökkri. Á hátíðarþingfundurinn fór fram undir berum himni að sumri til og því þurfti mikla lýsingu til að yfirgnæfa dagsbirtuna. Stilla þurfti upp pöllum svo ljósin hefðu traustar undirstöður í móanum. Innifalið í þessum kostnaði var einnig uppsetning á þaki á sviðinu til að koma fyrir ljósum og voru kaplar upp á fleiri kílómetra lagðir við uppsetningu á þessum ljósum. Þjóðgarðar Tengdar fréttir 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Kostnaðurinn við lýsingu á hátíðarfundi Alþingis í sumar hefur vakið upp furðu hjá mörgum en aðstandendur fyrirtækisins Exton, sem sá um lýsinguna, segja hann eiga sér eðlilegar skýringar.Lýsingin kostaði 22 milljónir króna samkvæmt sundurliðun sem birt var á vef Alþingis um kostnað hátíðarþingfundarins sem var tæpar 87 milljónir króna og fór 40 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Rikharð Sigurðsson, framkvæmdastjóri Exton, segir í samtali við Vísi að fleiri tugir manna hafi unnið við uppsetningu ljósabúnaðarins á Þingvöllum í rúma viku. Ekki var um að ræða hefðbundna lýsingu, líkt og sést á tónleikum, heldur var þetta sjónvarpslýsing og þar að auki í dagsbirtu. Það þýddi að flytja þurfti afar öflugan og dýran ljósabúnað á Þingvelli sem var til þess fallinn að yfirgnæfa dagsbirtuna svo að lýsingin myndi sjást í sjónvarpsútsendingunni. Þá þurfti að kaupa mannskap til að forrita lýsinguna en Exton menn stóðu einnig frammi fyrir þeim vanda að ekki var hægt að flytja búnaðinn með bílum í Lögberg þar sem hátíðarþingfundurinn fór fram. Notast þurfti við sexhjól til að fara með stóran hluta búnaðarins inn á Þingvelli og var einnig notast við þyrlur til að selflytja búnaðinn yfir á. „Þetta er miklu umfangsmeiri lýsing en við tónleika. Þetta var í björtu og þá þarf lýsingin að vera mikil svo hún sjáist í sjónvarpi,“ segir Rikharð í samtali við Vísi. Exton hefur komið að Kristnihátíðinni og séð um ljós og hljóð á stórtónleikum Justin Bieber og Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi. Auðveldara er að lýsa slíka tónleika upp því lýsingin sést mun betur í rökkri. Á hátíðarþingfundurinn fór fram undir berum himni að sumri til og því þurfti mikla lýsingu til að yfirgnæfa dagsbirtuna. Stilla þurfti upp pöllum svo ljósin hefðu traustar undirstöður í móanum. Innifalið í þessum kostnaði var einnig uppsetning á þaki á sviðinu til að koma fyrir ljósum og voru kaplar upp á fleiri kílómetra lagðir við uppsetningu á þessum ljósum.
Þjóðgarðar Tengdar fréttir 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29