Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. september 2018 19:19 Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. Lára Guðrún Jóhönnudóttir segist hafa mætt skilningsleysi þegar hún leitaði lyfsins og var spurð að því hvort hún gæti ekki bara slakað á og verið án lyfja í nokkra daga. Lára vakti athygli á málinu á facebook síðu sinni. Þar sagði hún: „Konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein neyðast til að vera lyfjalausar dögum saman því andhormónalyfin fást ekki á landinu og eru enn föst í vöruhúsinu.... Við erum Í ALVÖRUNNI AÐ LÁNA HVOR ANNARRI LYF Í GEGNUM FACEBOOK HÓPA.“„Bara það að ein þurfi að hringja í vinkonu og fá lánuð lyf er einum of margar. Ég veit um eina sem var búin að vera lyfjalaus í þrjá daga þegar hún ákvað að setja inn fyrirspurn á lokaðan facebook hóp og spurði hvort það væri einhver þar sem gæti hjálpað og lánað henni lyf. Henni stóð ekki á sama lengur að vera lyfjalaus,” segir hún. Lára greindist með brjóstakrabbamein í upphafi árs 2017 þá aðeins 33 ára gömul og er í svokallaðri andhormónameðferð. Hún fór ekki í lyfjagjöf í æð eftir að brjóst hennar var fjarlægt heldur í meðferð í töfluformi. Það lyf sveltir krabbameinsfrumurnar í líkama hennar sem gætu hafa orðið eftir að lokinni aðgerð og kemur í veg fyrir að þær taki sig upp aftur. „Sem neytandi þessara lífsnauðsynlegu lyfja þá vil ég bara geta gengið að því vísu að við fáum lyfin okkar, að við þurfum ekki að „býtta“ okkar á milli. Þetta er svo absúrd að ég skuli standa hér og biðja um krabbameinslyfin mín sem eru fyrirbyggjandi og nauðsynleg,” segir hún um ástandið. Heilbrigðismál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. Lára Guðrún Jóhönnudóttir segist hafa mætt skilningsleysi þegar hún leitaði lyfsins og var spurð að því hvort hún gæti ekki bara slakað á og verið án lyfja í nokkra daga. Lára vakti athygli á málinu á facebook síðu sinni. Þar sagði hún: „Konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein neyðast til að vera lyfjalausar dögum saman því andhormónalyfin fást ekki á landinu og eru enn föst í vöruhúsinu.... Við erum Í ALVÖRUNNI AÐ LÁNA HVOR ANNARRI LYF Í GEGNUM FACEBOOK HÓPA.“„Bara það að ein þurfi að hringja í vinkonu og fá lánuð lyf er einum of margar. Ég veit um eina sem var búin að vera lyfjalaus í þrjá daga þegar hún ákvað að setja inn fyrirspurn á lokaðan facebook hóp og spurði hvort það væri einhver þar sem gæti hjálpað og lánað henni lyf. Henni stóð ekki á sama lengur að vera lyfjalaus,” segir hún. Lára greindist með brjóstakrabbamein í upphafi árs 2017 þá aðeins 33 ára gömul og er í svokallaðri andhormónameðferð. Hún fór ekki í lyfjagjöf í æð eftir að brjóst hennar var fjarlægt heldur í meðferð í töfluformi. Það lyf sveltir krabbameinsfrumurnar í líkama hennar sem gætu hafa orðið eftir að lokinni aðgerð og kemur í veg fyrir að þær taki sig upp aftur. „Sem neytandi þessara lífsnauðsynlegu lyfja þá vil ég bara geta gengið að því vísu að við fáum lyfin okkar, að við þurfum ekki að „býtta“ okkar á milli. Þetta er svo absúrd að ég skuli standa hér og biðja um krabbameinslyfin mín sem eru fyrirbyggjandi og nauðsynleg,” segir hún um ástandið.
Heilbrigðismál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira