Klopp segir að Neymar sé enginn svindlari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2018 11:00 Neymar skoraði fyrir Brasilíu í vináttulandsleik á Anfield í júní síðastliðnum. Vísir/Getty Brasilíski knattspyrnmaðurinn Neymar mætir á Anfield í kvöld þegar lið hans Paris Saint Germain spilar við Liverpool í Meistaradeildinni. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð sig um leikaraskap Neymar og hefur kannski aðra sýn á hann en margir. Neymar „eyðilagði“ endanlega ímynd sína á HM í Rússlandi í sumar með endalausum leikaraskap og látalátum eftir meinlausustu brot. Klopp kom honum engu að síður til varnar á blaðmannafundi fyrir leikinn og Daily Mail sló því upp í blaði sínu í morgun.EXPRESS SPORT: Neymar’s no cheat says Klopp #tomorrowspaperstodaypic.twitter.com/lNSdUmfMAM — Helen Miller (@MsHelicat) September 17, 2018Dæmi um vandamál Neymar vegna orðsporðsins var í vináttulandsleik á dögunum en þar fékk hann spjald fyrir leikaraskap þótt að hafi verið brotið á honum. Leiksýningin hans í Rússlandi í sumar mun fylgja honum um ókomna tíð. „Ég er ekki mikið að fylgjast með svona hlutum en ég sá nokkra leiki á HM og vissi að fólk var mikið að tala um það að hann gerði of mikið úr hlutunum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundinum. „Þetta eru eðlileg viðbrögð hjá honum að mínu mati því hann er skotspónn varnarmanna og hann vill verja sjálfan sig. Ef mótherji fær gult spjald þá er hann um leið mun nær því að fá rautt spjald,“ sagði Klopp. „Mér finnst þetta vera klókt hjá honum og hann er að bjarga sjálfum sér. Það þarf samt enginn að hafa áhyggjur af því að við ætlum að sparka hann niður. Við spilum fótbolta og reynum að vinna boltann. Við reynum að loka á sendingar til hans og reynum að sjá til þess að hann vinni ekki boltann. Það er ekki létt verk samt,“ sagði Klopp. „Neymar er frábær fótboltamður og einstakur leikmaður. Hann var ekki heill á HM. Hann spilaði samt fyrir þjóð sína. Ég tel hann ekki vera leikmann sem vill stunda leikaraskap. Ef svo væri þá gæti hann ekki spilað sinn fótbolta,“ sagði Klopp. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Sjá meira
Brasilíski knattspyrnmaðurinn Neymar mætir á Anfield í kvöld þegar lið hans Paris Saint Germain spilar við Liverpool í Meistaradeildinni. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð sig um leikaraskap Neymar og hefur kannski aðra sýn á hann en margir. Neymar „eyðilagði“ endanlega ímynd sína á HM í Rússlandi í sumar með endalausum leikaraskap og látalátum eftir meinlausustu brot. Klopp kom honum engu að síður til varnar á blaðmannafundi fyrir leikinn og Daily Mail sló því upp í blaði sínu í morgun.EXPRESS SPORT: Neymar’s no cheat says Klopp #tomorrowspaperstodaypic.twitter.com/lNSdUmfMAM — Helen Miller (@MsHelicat) September 17, 2018Dæmi um vandamál Neymar vegna orðsporðsins var í vináttulandsleik á dögunum en þar fékk hann spjald fyrir leikaraskap þótt að hafi verið brotið á honum. Leiksýningin hans í Rússlandi í sumar mun fylgja honum um ókomna tíð. „Ég er ekki mikið að fylgjast með svona hlutum en ég sá nokkra leiki á HM og vissi að fólk var mikið að tala um það að hann gerði of mikið úr hlutunum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundinum. „Þetta eru eðlileg viðbrögð hjá honum að mínu mati því hann er skotspónn varnarmanna og hann vill verja sjálfan sig. Ef mótherji fær gult spjald þá er hann um leið mun nær því að fá rautt spjald,“ sagði Klopp. „Mér finnst þetta vera klókt hjá honum og hann er að bjarga sjálfum sér. Það þarf samt enginn að hafa áhyggjur af því að við ætlum að sparka hann niður. Við spilum fótbolta og reynum að vinna boltann. Við reynum að loka á sendingar til hans og reynum að sjá til þess að hann vinni ekki boltann. Það er ekki létt verk samt,“ sagði Klopp. „Neymar er frábær fótboltamður og einstakur leikmaður. Hann var ekki heill á HM. Hann spilaði samt fyrir þjóð sína. Ég tel hann ekki vera leikmann sem vill stunda leikaraskap. Ef svo væri þá gæti hann ekki spilað sinn fótbolta,“ sagði Klopp.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Sjá meira