Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Hjörvar Ólafsson skrifar 1. september 2018 07:45 Ísland, Brasilía, kvenna, blaðamannafundur, Freyr Alexandersson, fótbolti, knattspyrna, vináttulands Ef allt gengur að óskum mun Freyr Alexandersson svífa um á bleiku skýi síðdegis í dag og fagna vel og innilega með leikmönnum sínum í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Freyr hefur fengið drjúgan tíma til þess að smíða áætlun sem verður til þess að íslenska liðið leggur stjörnum prýtt lið Þýskalands að velli og koma liðinu í lokakeppni HM i fyrsta skipti í sögunni. „Það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í bátana. Við vorum komin með skýra mynd í kollinn um það hvernig við ætluðum að stilla upp byrjunarliðinu og hvernig leikskipulag verður. Það breytir litlu hvað undirbúninginn varðar að þýska liðið hafi skipt um þjálfara á milli leikja liðanna og ég tel mig vita hvernig hann mun stilla liði sínu upp og hvert uppleggið verður,“ sagði Freyr Alexandersson um toppslag Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2019 sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. „Við höfum tekist á við stór verkefni undanfarin ár og leikmenn liðsins eru reynslumiklir á stærsta sviðinu. Þessir leikmenn hafa leikið lengi saman og ég hef stýrt þeim í töluverðan tíma og við erum því farin að læra vel inn á styrkleika hvers annars. Ég hef engar áhyggjur af því að stærð leiksins og það hversu þýðingarmikill hann er muni verða leikmönnum liðsins um megn. Það væri geggjað ef stuðningsmenn gætu mætt snemma á völlinn og hjálpað leikmönnum að fá orku á meðan þær eru að undirbúa sig fyrir leikinn. Það er heillavænlegra að stemmingin vaxi á meðan leikmenn hita upp og nái hámarki í leiknum sjálfum, en komi ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar leikurinn hefst,“ sagði hann um það hvernig leikmenn liðsins muni nálgast leikinn. „Það er stefnan að sækja sigur, en við vitum það vel að leikurinn getur þróast í margar áttir. Það er erfitt að lesa í það hvernig leikmyndin verður, en sama hvað gerist munum við halda við það leikskipulag sem við setjum upp og sýna þolinmæði. Eðlilega niðurstaðan úr þessum leik væri þýskur sigur, en við höfum margoft sýnt að við erum langt frá því að vera eðlileg. Pressan er öll á þýska liðinu og það væri katastrófa ef þær myndu tapa. Vonandi náum við hagstæðum úrslitum og gerum það að verkum að við getum hlaðið í gott partý, sagði Breiðhyltingurinn enn fremur um verkefni dagsins. hjorvaro@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Stór útsending frá Laugardalsvelli á morgun Ísland og Þýskaland mætast í stærsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi á morgun. Það verður risastór útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 31. ágúst 2018 15:37 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Ef allt gengur að óskum mun Freyr Alexandersson svífa um á bleiku skýi síðdegis í dag og fagna vel og innilega með leikmönnum sínum í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Freyr hefur fengið drjúgan tíma til þess að smíða áætlun sem verður til þess að íslenska liðið leggur stjörnum prýtt lið Þýskalands að velli og koma liðinu í lokakeppni HM i fyrsta skipti í sögunni. „Það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í bátana. Við vorum komin með skýra mynd í kollinn um það hvernig við ætluðum að stilla upp byrjunarliðinu og hvernig leikskipulag verður. Það breytir litlu hvað undirbúninginn varðar að þýska liðið hafi skipt um þjálfara á milli leikja liðanna og ég tel mig vita hvernig hann mun stilla liði sínu upp og hvert uppleggið verður,“ sagði Freyr Alexandersson um toppslag Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2019 sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. „Við höfum tekist á við stór verkefni undanfarin ár og leikmenn liðsins eru reynslumiklir á stærsta sviðinu. Þessir leikmenn hafa leikið lengi saman og ég hef stýrt þeim í töluverðan tíma og við erum því farin að læra vel inn á styrkleika hvers annars. Ég hef engar áhyggjur af því að stærð leiksins og það hversu þýðingarmikill hann er muni verða leikmönnum liðsins um megn. Það væri geggjað ef stuðningsmenn gætu mætt snemma á völlinn og hjálpað leikmönnum að fá orku á meðan þær eru að undirbúa sig fyrir leikinn. Það er heillavænlegra að stemmingin vaxi á meðan leikmenn hita upp og nái hámarki í leiknum sjálfum, en komi ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar leikurinn hefst,“ sagði hann um það hvernig leikmenn liðsins muni nálgast leikinn. „Það er stefnan að sækja sigur, en við vitum það vel að leikurinn getur þróast í margar áttir. Það er erfitt að lesa í það hvernig leikmyndin verður, en sama hvað gerist munum við halda við það leikskipulag sem við setjum upp og sýna þolinmæði. Eðlilega niðurstaðan úr þessum leik væri þýskur sigur, en við höfum margoft sýnt að við erum langt frá því að vera eðlileg. Pressan er öll á þýska liðinu og það væri katastrófa ef þær myndu tapa. Vonandi náum við hagstæðum úrslitum og gerum það að verkum að við getum hlaðið í gott partý, sagði Breiðhyltingurinn enn fremur um verkefni dagsins. hjorvaro@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Stór útsending frá Laugardalsvelli á morgun Ísland og Þýskaland mætast í stærsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi á morgun. Það verður risastór útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 31. ágúst 2018 15:37 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30
Stór útsending frá Laugardalsvelli á morgun Ísland og Þýskaland mætast í stærsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi á morgun. Það verður risastór útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 31. ágúst 2018 15:37
Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15