Safnað fyrir lækniskostnaði kisu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2018 12:42 Ekki hefur verið unnt að ná þeim sem pyntaði kött í Hellisgerði í Hafnarfirði í vikunni. Málið hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar. Hópur fólks hefur boðist til að taka þátt í lækniskostnaði vegna umönnunar hans við Dýraspítalann í Garðabæ. Í vikunni björguðu mægðin ketti í Hellisgerði í Hafnarfirði sem hafði verið bundinn, píndur og hengdur upp við trjágrein. Farið var með köttinn sem kemur frá Dýrahjálp Íslands á Dýraspítalann í Garðabæ þar sem hann verður fram yfir helgi. Sonja Stefánsdóttir er hjá Dýrahjálpinni. „Hún kom til okkar fyrir sex árum, hún var svona fjósakisa og var kettlingafull þegar hún kom. Hún var annars búin að vera á fósturheimili í þrjá daga þegar hún gaut svo kettlingunum sínum,“ segir Sonja. Það var svo sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp sem tók kisu að sér sem heitir Lísa. „Hún er enn þáupp á dýraspítala og verður þar fram yfir helgi allavegana. Hún er byrjuð að borða að mér skilst og ef maður kíkir á hana og klappar henni þá mjálmar hún alveg. Hún er svona að jafna sig. Hún þarf enn þá smá svona hjúkrun þegar hún kemur heim til eiganda síns en hún er heppinn því að eigandinn er hjúkrunarfræðingur,“ segir Sonja.VísirHópur fólks á Facebook hefur boðist til að taka þátt í lækniskostnaði vegna umönnunar kisunnar á dýraspítalanum. Það var eitthvað frábært fólk sem fór að tala um það á samfélagsmiðlum að þeir vildu styrkja og taka þátt í kostnaði sem þetta myndi kosta að koma henni aftur til heilsu. Það eru rosa margir sem hafa boðið sig fram til þess að taka þátt í þessu. Við töluðum við Garðabæinn og kostnaðurinn er ekki vitaður enn þá. Ég held hún fari ekkert af stað fyrr en eftir helgina og við munum þá bara senda út tilkynningu á síðuna okkar,“ segir Sonja. Málið hefur verið tilkynnt til matvælastofnunar sem tekur svo ákvörðun um hvort að það verði kært til lögreglu. Dýr Tengdar fréttir Köttur í Hafnarfirði pyntaður, bundinn og hengdur Fimm ára drengur fann kött sem hafði verið pyntaður, bundinn og hengdur í trjágrein í runna í Hellisgerði í Hafnarfirði í gær. Ekki er búið að finna dýraníðinginn en Lögregla leitar hans. Móðir hans óskar eftir því að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir í garðinum. 30. ágúst 2018 18:20 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Ekki hefur verið unnt að ná þeim sem pyntaði kött í Hellisgerði í Hafnarfirði í vikunni. Málið hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar. Hópur fólks hefur boðist til að taka þátt í lækniskostnaði vegna umönnunar hans við Dýraspítalann í Garðabæ. Í vikunni björguðu mægðin ketti í Hellisgerði í Hafnarfirði sem hafði verið bundinn, píndur og hengdur upp við trjágrein. Farið var með köttinn sem kemur frá Dýrahjálp Íslands á Dýraspítalann í Garðabæ þar sem hann verður fram yfir helgi. Sonja Stefánsdóttir er hjá Dýrahjálpinni. „Hún kom til okkar fyrir sex árum, hún var svona fjósakisa og var kettlingafull þegar hún kom. Hún var annars búin að vera á fósturheimili í þrjá daga þegar hún gaut svo kettlingunum sínum,“ segir Sonja. Það var svo sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp sem tók kisu að sér sem heitir Lísa. „Hún er enn þáupp á dýraspítala og verður þar fram yfir helgi allavegana. Hún er byrjuð að borða að mér skilst og ef maður kíkir á hana og klappar henni þá mjálmar hún alveg. Hún er svona að jafna sig. Hún þarf enn þá smá svona hjúkrun þegar hún kemur heim til eiganda síns en hún er heppinn því að eigandinn er hjúkrunarfræðingur,“ segir Sonja.VísirHópur fólks á Facebook hefur boðist til að taka þátt í lækniskostnaði vegna umönnunar kisunnar á dýraspítalanum. Það var eitthvað frábært fólk sem fór að tala um það á samfélagsmiðlum að þeir vildu styrkja og taka þátt í kostnaði sem þetta myndi kosta að koma henni aftur til heilsu. Það eru rosa margir sem hafa boðið sig fram til þess að taka þátt í þessu. Við töluðum við Garðabæinn og kostnaðurinn er ekki vitaður enn þá. Ég held hún fari ekkert af stað fyrr en eftir helgina og við munum þá bara senda út tilkynningu á síðuna okkar,“ segir Sonja. Málið hefur verið tilkynnt til matvælastofnunar sem tekur svo ákvörðun um hvort að það verði kært til lögreglu.
Dýr Tengdar fréttir Köttur í Hafnarfirði pyntaður, bundinn og hengdur Fimm ára drengur fann kött sem hafði verið pyntaður, bundinn og hengdur í trjágrein í runna í Hellisgerði í Hafnarfirði í gær. Ekki er búið að finna dýraníðinginn en Lögregla leitar hans. Móðir hans óskar eftir því að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir í garðinum. 30. ágúst 2018 18:20 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Köttur í Hafnarfirði pyntaður, bundinn og hengdur Fimm ára drengur fann kött sem hafði verið pyntaður, bundinn og hengdur í trjágrein í runna í Hellisgerði í Hafnarfirði í gær. Ekki er búið að finna dýraníðinginn en Lögregla leitar hans. Móðir hans óskar eftir því að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir í garðinum. 30. ágúst 2018 18:20