Staðalímyndir, jafnrétti og launaþróun meðal lækna Reynir Arngrímsson skrifar 6. september 2018 07:00 Mikið hefur áunnist í jafnréttismálum læknastéttarinnar. Í dag eru 40% lækna konur og í útskriftarárgöngum lækna eru nú tveir af hverjum þremur kandídötum konur. Um 80% lækna í framhaldsnámi í heimilislækningum eru konur. Konur í læknastétt eru greinilega góðar fyrirmyndir ungra kvenna þegar kemur að vali á háskólanámi og starfsvettvangi. Þannig má segja að læknastéttin á Íslandi sé því í fararbroddi við að brjóta niður staðalímyndir og stuðla að jöfnum tækifærum karla og kvenna. Mættu aðrir taka það sér til fyrirmyndar, en talsvert ber enn á þeim ranghugmyndum að í læknastétt veljist eingöngu karlar. Að Læknafélagi Íslands eiga fjögur félög aðild. Félag sjúkrahúslækna sem stofnað var í upphafi þessa árs og í eru læknar sem vinna aðallega á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, Félag íslenskra heimilislækna sem í eru aðallega læknar sem starfa á heilsugæslustöðvum og við heimilislækningar, Læknafélag Reykjavíkur (LR) sem í eru læknar sem starfa sjálfstætt að hluta til eða öllu leyti og Félag almennra lækna sem í eru 340 læknar sem fengið hafa lækningaleyfi. Þeir starfa sem almennir læknar í íslenska heilbrigðiskerfinu, á sjúkrahúsum og heilsugæslunni. Þar eru konur meirihluti starfandi lækna.Þróun dagvinnulauna kandídata og almennra lækna hlutfallslega og í krónum borið saman við aðrar starfsstéttir hins opinbera frá 2007 til 2017.Hagstæðari gerðardómar Í skýrslu McKinsey og Co. um Landspítalann, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið, er bent m.a. á að læknar séu hlutfallslega of fáir í starfsmannahópi Landspítalans. Höfundar töldu að brýnasta forgangsverkefni heilbrigðiskerfisins væri að fjölga læknum en með því yrði hægt að gera alla ákvarðanatöku markvissari og skjótari, stytta biðtíma eftir meðferð og fækka legudögum sjúklinga og þar með minnka álag á stoðþjónustu s.s. hjúkrun. Þar var einnig ábending um að almennir læknar standi of stutt við í starfi á Íslandi og fjölga þurfi framhaldsnámstækifærum. Ef horft er til launakjara almennra lækna og þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í landinu þarf þetta ekki að koma á óvart. Nýlega birti fjármálaráðuneytið yfirlit yfir launaþróun ýmissa starfsstétta í opinberri þjónustu og þar með talið heilbrigðisstétta og háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins frá árinu 2007 til 2017. Þegar launakjör félagsmanna í Félagi almennra lækna eru skoðuð kemur í ljós að þeir hafa að mörgu leyti borið skarðan hlut frá borði þegar horft er til launaþróunar, hvort sem horft er til hlutfallslegrar hækkunar eða breytinga á meðaltals dagvinnulaunum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Kjarabaráttan 2014 hefur ekki skilað sama ávinningi fyrir almenna lækna og úrskurðir kjararáðs eða gerðardómar annarra heilbrigðis- og háskólamenntaðra stétta með sambærilega eða styttri námslengd að baki. Þó iðulega sé vísað til kjarabaráttu lækna og að þeir hafi verið undanfarar í baráttu fyrir endurnýjun kaupmáttar launa eftir hrunið 2008 er ljóst að þeir sem á eftir hafa komið hafa ótvírætt notið meiri samúðar við launasetningu af hálfu hins opinbera og stofnana á þess vegum.Menntun og framhaldsnám Færst hefur í vöxt að læknar útskrifist úr sínu sex ára grunnnámi frá erlendum háskólum. Þessir ungu læknar leita heim á ný og koma til starfa sem almennir læknar og gegna mikilvægu hlutverki í læknisþjónustunni og heilbrigðiskerfinu í heild. Námskostnaður þessa hóps er hár og skiptir miljónum króna í skólagjöld við hina erlendu háskóla á ári hverju. Ekki verður séð með góðu móti að núverandi launakjör og stutt starfsævi geti staðið undir slíkum námskostnaði, þegar enn er að lágmarki 5 ára framhaldsnámi ólokið auk kandídatsársins. En full menntun og þjálfun til sérfræðiviðurkenningar læknis tekur 12 til 14 ár frá stúdentsprófi. Á Íslandi er nú boðið upp á að ljúka framhaldsnámi í heimilislækningum og geðlækningum einum sérgreina læknisfræðinnar. Hlutanám í fleiri sérgreinum er í boði, en sá böggull fylgir skammrifi að Embætti landlæknis hefur fyrr á þessu ári tekið fyrir að læknar sem stunda meirihluta framhaldsnáms í sérgrein hérlendis og ljúka því við erlenda heilbrigðisstofnun geti sótt beint um sérfræðiviðurkenningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda að afloknum tilskildum námstíma skv. reglugerð. Þessi ákvörðun ef fær að standa óhögguð mun lengja í flestum tilvikum þann tíma sem íslenska lækna tekur að fá full starfsréttindi í sérgrein, ef sú sérgreinanámsleið að starfa eftir kandídatsár á Íslandi er valin. Þannig er fjárhagslega hagstæðara og markvissara fyrir almenna lækna að halda strax utan til framhaldsnáms. Slíkt myndi skapa alvarlegri krísu innan kerfisins en við höfum kynnst til þessa. Að mörgu er að hyggja fyrir yfirvöld ef þessi staða á ekki að skaða þjónustu heilbrigðiskerfisins og bitna á sjúklingum. Núverandi launasetning og launaþróun almennra lækna og óviss staða sem upp er komin um réttindi til sérfræðiviðurkenningar svo og vanfjármögnun framhaldsnáms er áhyggjuefni sem krefst tafarlausra viðbragða og úrbóta heilbrigðisstofnana og heilbrigðisyfirvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur áunnist í jafnréttismálum læknastéttarinnar. Í dag eru 40% lækna konur og í útskriftarárgöngum lækna eru nú tveir af hverjum þremur kandídötum konur. Um 80% lækna í framhaldsnámi í heimilislækningum eru konur. Konur í læknastétt eru greinilega góðar fyrirmyndir ungra kvenna þegar kemur að vali á háskólanámi og starfsvettvangi. Þannig má segja að læknastéttin á Íslandi sé því í fararbroddi við að brjóta niður staðalímyndir og stuðla að jöfnum tækifærum karla og kvenna. Mættu aðrir taka það sér til fyrirmyndar, en talsvert ber enn á þeim ranghugmyndum að í læknastétt veljist eingöngu karlar. Að Læknafélagi Íslands eiga fjögur félög aðild. Félag sjúkrahúslækna sem stofnað var í upphafi þessa árs og í eru læknar sem vinna aðallega á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, Félag íslenskra heimilislækna sem í eru aðallega læknar sem starfa á heilsugæslustöðvum og við heimilislækningar, Læknafélag Reykjavíkur (LR) sem í eru læknar sem starfa sjálfstætt að hluta til eða öllu leyti og Félag almennra lækna sem í eru 340 læknar sem fengið hafa lækningaleyfi. Þeir starfa sem almennir læknar í íslenska heilbrigðiskerfinu, á sjúkrahúsum og heilsugæslunni. Þar eru konur meirihluti starfandi lækna.Þróun dagvinnulauna kandídata og almennra lækna hlutfallslega og í krónum borið saman við aðrar starfsstéttir hins opinbera frá 2007 til 2017.Hagstæðari gerðardómar Í skýrslu McKinsey og Co. um Landspítalann, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið, er bent m.a. á að læknar séu hlutfallslega of fáir í starfsmannahópi Landspítalans. Höfundar töldu að brýnasta forgangsverkefni heilbrigðiskerfisins væri að fjölga læknum en með því yrði hægt að gera alla ákvarðanatöku markvissari og skjótari, stytta biðtíma eftir meðferð og fækka legudögum sjúklinga og þar með minnka álag á stoðþjónustu s.s. hjúkrun. Þar var einnig ábending um að almennir læknar standi of stutt við í starfi á Íslandi og fjölga þurfi framhaldsnámstækifærum. Ef horft er til launakjara almennra lækna og þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í landinu þarf þetta ekki að koma á óvart. Nýlega birti fjármálaráðuneytið yfirlit yfir launaþróun ýmissa starfsstétta í opinberri þjónustu og þar með talið heilbrigðisstétta og háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins frá árinu 2007 til 2017. Þegar launakjör félagsmanna í Félagi almennra lækna eru skoðuð kemur í ljós að þeir hafa að mörgu leyti borið skarðan hlut frá borði þegar horft er til launaþróunar, hvort sem horft er til hlutfallslegrar hækkunar eða breytinga á meðaltals dagvinnulaunum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Kjarabaráttan 2014 hefur ekki skilað sama ávinningi fyrir almenna lækna og úrskurðir kjararáðs eða gerðardómar annarra heilbrigðis- og háskólamenntaðra stétta með sambærilega eða styttri námslengd að baki. Þó iðulega sé vísað til kjarabaráttu lækna og að þeir hafi verið undanfarar í baráttu fyrir endurnýjun kaupmáttar launa eftir hrunið 2008 er ljóst að þeir sem á eftir hafa komið hafa ótvírætt notið meiri samúðar við launasetningu af hálfu hins opinbera og stofnana á þess vegum.Menntun og framhaldsnám Færst hefur í vöxt að læknar útskrifist úr sínu sex ára grunnnámi frá erlendum háskólum. Þessir ungu læknar leita heim á ný og koma til starfa sem almennir læknar og gegna mikilvægu hlutverki í læknisþjónustunni og heilbrigðiskerfinu í heild. Námskostnaður þessa hóps er hár og skiptir miljónum króna í skólagjöld við hina erlendu háskóla á ári hverju. Ekki verður séð með góðu móti að núverandi launakjör og stutt starfsævi geti staðið undir slíkum námskostnaði, þegar enn er að lágmarki 5 ára framhaldsnámi ólokið auk kandídatsársins. En full menntun og þjálfun til sérfræðiviðurkenningar læknis tekur 12 til 14 ár frá stúdentsprófi. Á Íslandi er nú boðið upp á að ljúka framhaldsnámi í heimilislækningum og geðlækningum einum sérgreina læknisfræðinnar. Hlutanám í fleiri sérgreinum er í boði, en sá böggull fylgir skammrifi að Embætti landlæknis hefur fyrr á þessu ári tekið fyrir að læknar sem stunda meirihluta framhaldsnáms í sérgrein hérlendis og ljúka því við erlenda heilbrigðisstofnun geti sótt beint um sérfræðiviðurkenningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda að afloknum tilskildum námstíma skv. reglugerð. Þessi ákvörðun ef fær að standa óhögguð mun lengja í flestum tilvikum þann tíma sem íslenska lækna tekur að fá full starfsréttindi í sérgrein, ef sú sérgreinanámsleið að starfa eftir kandídatsár á Íslandi er valin. Þannig er fjárhagslega hagstæðara og markvissara fyrir almenna lækna að halda strax utan til framhaldsnáms. Slíkt myndi skapa alvarlegri krísu innan kerfisins en við höfum kynnst til þessa. Að mörgu er að hyggja fyrir yfirvöld ef þessi staða á ekki að skaða þjónustu heilbrigðiskerfisins og bitna á sjúklingum. Núverandi launasetning og launaþróun almennra lækna og óviss staða sem upp er komin um réttindi til sérfræðiviðurkenningar svo og vanfjármögnun framhaldsnáms er áhyggjuefni sem krefst tafarlausra viðbragða og úrbóta heilbrigðisstofnana og heilbrigðisyfirvalda.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun