Guðlaugur Victor: Hef lagt hart að mér að komast aftur í þennan hóp Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2018 19:15 S2 Sport Guðlaugur Victor Pálsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hann spilaði síðast fyrir Ísland í vináttulandsleik gegn Síle í Kína. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Guðmund Benediktsson í Austurríki þar sem landsliðið er við æfingar. Ísland mætir Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Guðlaugur Victor ætti að þekkja nokkuð vel til nokkurra leikmanna liðsins þar sem hann hefur spilað í Sviss síðasta árið. „Það er mjög gaman að andstæðingurinn skuli vera Sviss. Það er búinn að vera mikill banter inn í klefa með það sem kannski gerir þetta aðeins skemmtilegra líka.“Guðlaugur Victor í vináttulandsleik með íslenska landsliðinuvísir/getty„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með að vera kominn aftur. Ég er búinn að leggja mjög hart að mér að koma aftur inn í þennan hóp. Núna hef ég fengið tækifærið.“ „Ný deild og nýr þjálfari, það er bara mjög spennandi verkefni. Hlutirnir sem Erik hefur verið að koma með eru nú ekkert öðruvísi en það sem við erum vanir. Þetta er mjög svipað allt saman.“ „En þetta er nýr einstaklingur og nýr persónuleiki og hann virkar bara mjög fínn.“ Guðlaugur Victor segir að landsliðsumhverfið hafi í raun ekkert breyst síðan hann var í A-landsliðs hóp fyrir keppnisleik síðast, sem var fyrir um þremur árum. „Mér líður ekkert eins og það séu þrjú ár síðan ég var hérna síðast.“ Sviss er í áttunda sæti á heimslista FIFA og er mjög sterkur andstæðingur. Hvað þarf Ísland að gera til þess að ná í góð úrslit á laugardaginn? „Halda í okkar styrkleika. Við höfum séð þeirra veikleika og það hentar okkur vel það sem þeir mættu vera betri í. Ef við spilum okkar leik þá eru möguleikarnir býsna góðir eins og alltaf,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hann spilaði síðast fyrir Ísland í vináttulandsleik gegn Síle í Kína. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Guðmund Benediktsson í Austurríki þar sem landsliðið er við æfingar. Ísland mætir Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Guðlaugur Victor ætti að þekkja nokkuð vel til nokkurra leikmanna liðsins þar sem hann hefur spilað í Sviss síðasta árið. „Það er mjög gaman að andstæðingurinn skuli vera Sviss. Það er búinn að vera mikill banter inn í klefa með það sem kannski gerir þetta aðeins skemmtilegra líka.“Guðlaugur Victor í vináttulandsleik með íslenska landsliðinuvísir/getty„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með að vera kominn aftur. Ég er búinn að leggja mjög hart að mér að koma aftur inn í þennan hóp. Núna hef ég fengið tækifærið.“ „Ný deild og nýr þjálfari, það er bara mjög spennandi verkefni. Hlutirnir sem Erik hefur verið að koma með eru nú ekkert öðruvísi en það sem við erum vanir. Þetta er mjög svipað allt saman.“ „En þetta er nýr einstaklingur og nýr persónuleiki og hann virkar bara mjög fínn.“ Guðlaugur Victor segir að landsliðsumhverfið hafi í raun ekkert breyst síðan hann var í A-landsliðs hóp fyrir keppnisleik síðast, sem var fyrir um þremur árum. „Mér líður ekkert eins og það séu þrjú ár síðan ég var hérna síðast.“ Sviss er í áttunda sæti á heimslista FIFA og er mjög sterkur andstæðingur. Hvað þarf Ísland að gera til þess að ná í góð úrslit á laugardaginn? „Halda í okkar styrkleika. Við höfum séð þeirra veikleika og það hentar okkur vel það sem þeir mættu vera betri í. Ef við spilum okkar leik þá eru möguleikarnir býsna góðir eins og alltaf,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Sjá meira