Kepler-geimsjónaukinn vaknaði af værum blundi Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2018 23:36 Teikning af Kepler-geimsjónaukanum sem nú er að syngja sitt síðasta. NASA Ames/JPL-Caltech/T Pyle Þrátt fyrir að eldsneytisbirgðir Kepler-geimsjónaukans séu nærri því á þrotum vaknaði hann aftur til ífsins eftir að hafa legið í dvala um tveggja mánaða skeið. Verkfræðingar bandaríska geimvísindastofnunarinnar NASA segja að Kepler sé aftur tekinn til við vísindarannsóknir. Kepler-geimsjónaukanum var skotið út í geim árið 2009 og hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna á þeim árum sem síðan eru liðin. Sjónaukinn er nú á síðustu eldsneytisdropunum og gripu stjórnendur hans til þess til ráðs að setja hann í dvala í byrjun júlí til þess að tryggja að hann hefði nægt eldsneyti til að snúa loftneti sínu að jörðinni og senda heim gögn frá síðustu athugunum sínum. Eftir að Kepler sendi gögnin í hús í síðasta mánuði lagðist sjónaukinn aftur í dvala. Verkfræðingarnir tilkynntu síðan í dag að hann væri aftur vaknaður og væri byrjaður að skima aftur fyrir fjarreikistjörnum.Space.com segir framtíð geimsjónaukans óljósa. Óregla virðist hafa komið á einn hreyfil geimfarsins sem gæti komið niður á getu stjórnendanna til þess að miða honum rétt. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið eldsneyti er eftir í tanknum. Alls hefur Kepler fundið 2.652 fjarreikistjörnur. Það er um 70% af öllum þekktum fjarreikistjörnum til þessa. Enn mun bætast í safnið, jafnvel þó að Kepler gefi upp öndina á næstu vikum, því vísindamenn eiga enn eftir að fara í gegnum lista um 2.700 annarra mögulegra fjarreikistjarna sem sjónaukinn hefur komið auga á. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18 Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Þrátt fyrir að eldsneytisbirgðir Kepler-geimsjónaukans séu nærri því á þrotum vaknaði hann aftur til ífsins eftir að hafa legið í dvala um tveggja mánaða skeið. Verkfræðingar bandaríska geimvísindastofnunarinnar NASA segja að Kepler sé aftur tekinn til við vísindarannsóknir. Kepler-geimsjónaukanum var skotið út í geim árið 2009 og hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna á þeim árum sem síðan eru liðin. Sjónaukinn er nú á síðustu eldsneytisdropunum og gripu stjórnendur hans til þess til ráðs að setja hann í dvala í byrjun júlí til þess að tryggja að hann hefði nægt eldsneyti til að snúa loftneti sínu að jörðinni og senda heim gögn frá síðustu athugunum sínum. Eftir að Kepler sendi gögnin í hús í síðasta mánuði lagðist sjónaukinn aftur í dvala. Verkfræðingarnir tilkynntu síðan í dag að hann væri aftur vaknaður og væri byrjaður að skima aftur fyrir fjarreikistjörnum.Space.com segir framtíð geimsjónaukans óljósa. Óregla virðist hafa komið á einn hreyfil geimfarsins sem gæti komið niður á getu stjórnendanna til þess að miða honum rétt. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið eldsneyti er eftir í tanknum. Alls hefur Kepler fundið 2.652 fjarreikistjörnur. Það er um 70% af öllum þekktum fjarreikistjörnum til þessa. Enn mun bætast í safnið, jafnvel þó að Kepler gefi upp öndina á næstu vikum, því vísindamenn eiga enn eftir að fara í gegnum lista um 2.700 annarra mögulegra fjarreikistjarna sem sjónaukinn hefur komið auga á.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18 Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18
Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15