Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. september 2018 13:00 Bryggjan leit dagsins ljós að nýju fyrir skömmu eftir áratuga veru neðanjarðar. Mynd/Reykjavíkurborg Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. Góð sátt virðist vera um málið meðal fulltrúa í ráðinu.Steinbryggjan kom í ljós á nýjan leik þegar unnið var að því að grafa fyrir nýjum frárennslislögnum við austurenda Tollhússins í Kvosinni. Bryggjan hefur ekki verið sjáanleg frá árinu 1940 er hún fór undir uppfyllingu.Rekja má bryggjuna til gömlu Bæjarbryggjunnar frá árinu 1884 en talið er að rekja megi þann hluta hennar sem grafinn var upp til ársins 1905 og 1916. Í ljós kom að ástand Steinbryggjunnar var heillegt og skoðaði umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hvernig mætti varðveita þann hluta sem grafinn hefur upp til frambúðar.Um drög er að ræða og líklegt er að endanlegt útlit muni taka einhverjum breytingum.Mynd/Reykjavíkurborg.Setþrepum verði komið fyrir að niðurgrafinni bryggjunni Fyrstu drög að slíkri tillögu voru sem fyrr segir kynnt fyrir ráðinu í gær og er þar gert ráð fyrir að bryggjan verði hluti af torgi við götuna. Tillagan gerir ráð fyrir að umhverfið í kringum bryggjuna verði ofar en bryggjan sjálf og komið verði fyrir tröppu og setþrepum að bryggjunni.Aðeins er þó um drög að ræða og því má gera ráð fyrir að tillagan muni taka einhverjum breytingum áður en endanleg mynd kemst á útfærsluna en almenn sátt virðist ríkja í ráðinu um að bryggjan verði sýnileg.Þannig bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að ánægjulegt væri að sjá fyrstu hugmyndir um breytta hönnun á svæðinu. Bryggjan væri í góðu ástandi og hefði mikið sögulegt gildi fyrir borgina.Undir þetta tóku fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í ráðinu sem fögnuðu tillögu umhverfis- og skipulagssviðs og sögðu þeir ánægjulegt að sjá hversu vel steinbryggjan hafi varðveist í tímans rás.Hún @LiljaLaufey virðist pínu lítil þegar horft er niður á Steinbryggjuna. Þetta er með ótrúlegri mannvirkjum sem ég hef tekið þátt í að grafa. Seinni myndin er frá 1928, rauði hringurinn afmarkar svæðið þar sem við erum að vinna #Reykjavík#fornleifatwitterpic.twitter.com/1fZANdQ8LX — Dr. Hildur☠ (@beinakerling) August 16, 2018 Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. Góð sátt virðist vera um málið meðal fulltrúa í ráðinu.Steinbryggjan kom í ljós á nýjan leik þegar unnið var að því að grafa fyrir nýjum frárennslislögnum við austurenda Tollhússins í Kvosinni. Bryggjan hefur ekki verið sjáanleg frá árinu 1940 er hún fór undir uppfyllingu.Rekja má bryggjuna til gömlu Bæjarbryggjunnar frá árinu 1884 en talið er að rekja megi þann hluta hennar sem grafinn var upp til ársins 1905 og 1916. Í ljós kom að ástand Steinbryggjunnar var heillegt og skoðaði umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hvernig mætti varðveita þann hluta sem grafinn hefur upp til frambúðar.Um drög er að ræða og líklegt er að endanlegt útlit muni taka einhverjum breytingum.Mynd/Reykjavíkurborg.Setþrepum verði komið fyrir að niðurgrafinni bryggjunni Fyrstu drög að slíkri tillögu voru sem fyrr segir kynnt fyrir ráðinu í gær og er þar gert ráð fyrir að bryggjan verði hluti af torgi við götuna. Tillagan gerir ráð fyrir að umhverfið í kringum bryggjuna verði ofar en bryggjan sjálf og komið verði fyrir tröppu og setþrepum að bryggjunni.Aðeins er þó um drög að ræða og því má gera ráð fyrir að tillagan muni taka einhverjum breytingum áður en endanleg mynd kemst á útfærsluna en almenn sátt virðist ríkja í ráðinu um að bryggjan verði sýnileg.Þannig bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að ánægjulegt væri að sjá fyrstu hugmyndir um breytta hönnun á svæðinu. Bryggjan væri í góðu ástandi og hefði mikið sögulegt gildi fyrir borgina.Undir þetta tóku fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í ráðinu sem fögnuðu tillögu umhverfis- og skipulagssviðs og sögðu þeir ánægjulegt að sjá hversu vel steinbryggjan hafi varðveist í tímans rás.Hún @LiljaLaufey virðist pínu lítil þegar horft er niður á Steinbryggjuna. Þetta er með ótrúlegri mannvirkjum sem ég hef tekið þátt í að grafa. Seinni myndin er frá 1928, rauði hringurinn afmarkar svæðið þar sem við erum að vinna #Reykjavík#fornleifatwitterpic.twitter.com/1fZANdQ8LX — Dr. Hildur☠ (@beinakerling) August 16, 2018
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira