Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. september 2018 13:05 Það kemur í ljós í kvöld hvernig flokkarnir skipta með sér þingsætum í Svíþjóð. Vísir/Elín Margrét Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir framgang Svíþjóðardemókrata hafa verið einkennandi fyrir kosningabaráttuna að þessu sinni. Aðrir flokkar hafi jafnvel reynt að taka upp svipaða orðræðu og Svíþjóðardemókratar í málefnum flóttamanna til að reyna að veiða fylgi til baka. „Það hefur ekki gengið eftir því að bæði jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann Stefan Löfven í fararbroddi, og hófsamir hægrimenn, sem að eru venjulega næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð, eru í sögulegu lágmarki fylgislega séð og það lítur út fyrir að þeir fái mun minna upp úr kjörkössunum heldur en í kosningunum 2014,“ segir Gunnhildur.Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö.Ljósmynd/aðsendAllt stefnir því í spennandi kosningar en samkvæmt skoðanakönnunum er mjög mjótt á munum og munar aðeins um einu til 1-2% á fylgi blokkanna tveggja, annars vegar ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka og borgaralegu flokkanna fjögurra í stjórnarandstöðu hins vegar. Erfitt gæti verið að mynda ríkisstjórn.Fyrstu tölur berast snemma „Það sem er athyglisvert er að Svíþjóðardemókratarnir eru orðnir það stórir að þeir eru orðnir næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð samkvæmt könnunum og þeir eru þá í fyrsta lagi í oddastöðu því að þeir tilheyra hvorugri blokkinni og við getum sagt að þeir eru orðnir það stórir að þeir eru eigin blokk í raun og veru þannig að pólitíska landslagið í Svíþjóð breytist talsvert með þessum kosningum í ár,“ útskýrir Gunnhildur. Ekki sé þó líklegt að Svíþjóðardemókratarnir setjist í ríkisstjórn en þeir geta verið áhrifamiklir á þinginu. Hinir flokkarnir munu ekki komast hjá því að vinna með þeim þar sem hefð er fyrir minnihlutastjórnum í Svíþjóð en samþykkt fjárlaga í nóvember verður fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Þá hafa Svíþjóðardemókratar einnig látið til sín taka á sveitarstjórnastiginu þar sem þeir hafa aukið umsvif sín en einnig er kosið til sveitarstjórna í dag. Kjörstaðir loka klukkan átta í kvöld eða klukkan sex að íslenskum tíma. Búast má við að fyrstu tölur berist um svipað leiti eða jafnvel fyrr. „Almennt er kjörsókn mjög góð hérna í Svíþjóð og hún verður það alveg örugglega í ár. Það er mikil pólitísk gerjun og það er mikill aktívismi og við getum sagt að stór hluti kjósenda heldur niðri í sér andanum og bíður eftir úrslitunum,“ segir Gunnhildur. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar ganga til kosninga Úrslitin gætu orðið óvænt því um 20% Svía eiga eftir að gera upp hug sinn. 9. september 2018 10:47 Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Þrír flokkar leiða kapphlaupið um að verða stærsti flokkur landsins. 8. september 2018 08:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir framgang Svíþjóðardemókrata hafa verið einkennandi fyrir kosningabaráttuna að þessu sinni. Aðrir flokkar hafi jafnvel reynt að taka upp svipaða orðræðu og Svíþjóðardemókratar í málefnum flóttamanna til að reyna að veiða fylgi til baka. „Það hefur ekki gengið eftir því að bæði jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann Stefan Löfven í fararbroddi, og hófsamir hægrimenn, sem að eru venjulega næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð, eru í sögulegu lágmarki fylgislega séð og það lítur út fyrir að þeir fái mun minna upp úr kjörkössunum heldur en í kosningunum 2014,“ segir Gunnhildur.Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö.Ljósmynd/aðsendAllt stefnir því í spennandi kosningar en samkvæmt skoðanakönnunum er mjög mjótt á munum og munar aðeins um einu til 1-2% á fylgi blokkanna tveggja, annars vegar ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka og borgaralegu flokkanna fjögurra í stjórnarandstöðu hins vegar. Erfitt gæti verið að mynda ríkisstjórn.Fyrstu tölur berast snemma „Það sem er athyglisvert er að Svíþjóðardemókratarnir eru orðnir það stórir að þeir eru orðnir næst stærsti flokkurinn hérna í Svíþjóð samkvæmt könnunum og þeir eru þá í fyrsta lagi í oddastöðu því að þeir tilheyra hvorugri blokkinni og við getum sagt að þeir eru orðnir það stórir að þeir eru eigin blokk í raun og veru þannig að pólitíska landslagið í Svíþjóð breytist talsvert með þessum kosningum í ár,“ útskýrir Gunnhildur. Ekki sé þó líklegt að Svíþjóðardemókratarnir setjist í ríkisstjórn en þeir geta verið áhrifamiklir á þinginu. Hinir flokkarnir munu ekki komast hjá því að vinna með þeim þar sem hefð er fyrir minnihlutastjórnum í Svíþjóð en samþykkt fjárlaga í nóvember verður fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Þá hafa Svíþjóðardemókratar einnig látið til sín taka á sveitarstjórnastiginu þar sem þeir hafa aukið umsvif sín en einnig er kosið til sveitarstjórna í dag. Kjörstaðir loka klukkan átta í kvöld eða klukkan sex að íslenskum tíma. Búast má við að fyrstu tölur berist um svipað leiti eða jafnvel fyrr. „Almennt er kjörsókn mjög góð hérna í Svíþjóð og hún verður það alveg örugglega í ár. Það er mikil pólitísk gerjun og það er mikill aktívismi og við getum sagt að stór hluti kjósenda heldur niðri í sér andanum og bíður eftir úrslitunum,“ segir Gunnhildur.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar ganga til kosninga Úrslitin gætu orðið óvænt því um 20% Svía eiga eftir að gera upp hug sinn. 9. september 2018 10:47 Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Þrír flokkar leiða kapphlaupið um að verða stærsti flokkur landsins. 8. september 2018 08:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Svíar ganga til kosninga Úrslitin gætu orðið óvænt því um 20% Svía eiga eftir að gera upp hug sinn. 9. september 2018 10:47
Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Þrír flokkar leiða kapphlaupið um að verða stærsti flokkur landsins. 8. september 2018 08:00