Níu milljarða afgangur af rekstri borgarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2018 14:20 Fulltrúar í nýjum meirihluta Reykjavíkurborgar að loknum kosningum í maí. Vísir/Vilhelm Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstur A hluta er jákvæður um tæplega fjóra milljarða. Borgarstjóri segir niðurstöðuna til marks um sterkan resktur borgarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A-hluta borgarinnar var jákvæð um 3.7 milljarða króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 1.8 milljarða á tímabilinu. Niðurstaðan er því tæplega tveimur milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Betri rekstrarniðurstaða skýrist einkum af hærri tekjum af sölu byggingarréttar, sem var 2.113 mkr umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 4.564 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 2.528 mkr eða 2.036 mkr umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, var jákvæð um 9.146 mkr en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 9.261 mkr.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að um sé að ræða mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar og fjárfestingar hennar mjög miklar, hvort sem er í stóru eða smáu. „Við erum að bjóða upp á ókeypis námsgögn í fyrsta sinn, höfum aldrei malbikað eins mikið og núna og erum að byggja skóla og íþróttamannvirki víða í borginni. Um leið og við erum sækja fram á öllum sviðum, þá erum við að skila þessari sterku rekstrarniðurstöðu fyrstu sex mánuði ársins,” segir Dagur. Helstu frávik frá áætlun samstæðu megi rekja til lægri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða, og hærri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 15,8 milljarða króna sem er tæplega þremur milljörðum króna betri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 597.871 milljörðum króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 302 milljarðar króna. Skuldir Orkuveitunnar vega þar þyngst. Eigið fé hafi verið 296 milljarða rkóna en þar af hlutdeild meðeigenda 16 milljarðar króna. „Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 49,6% en var 49,0% um síðustu áramót.“Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð.Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar¬svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstur A hluta er jákvæður um tæplega fjóra milljarða. Borgarstjóri segir niðurstöðuna til marks um sterkan resktur borgarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A-hluta borgarinnar var jákvæð um 3.7 milljarða króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 1.8 milljarða á tímabilinu. Niðurstaðan er því tæplega tveimur milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Betri rekstrarniðurstaða skýrist einkum af hærri tekjum af sölu byggingarréttar, sem var 2.113 mkr umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 4.564 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 2.528 mkr eða 2.036 mkr umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, var jákvæð um 9.146 mkr en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 9.261 mkr.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að um sé að ræða mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar og fjárfestingar hennar mjög miklar, hvort sem er í stóru eða smáu. „Við erum að bjóða upp á ókeypis námsgögn í fyrsta sinn, höfum aldrei malbikað eins mikið og núna og erum að byggja skóla og íþróttamannvirki víða í borginni. Um leið og við erum sækja fram á öllum sviðum, þá erum við að skila þessari sterku rekstrarniðurstöðu fyrstu sex mánuði ársins,” segir Dagur. Helstu frávik frá áætlun samstæðu megi rekja til lægri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða, og hærri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 15,8 milljarða króna sem er tæplega þremur milljörðum króna betri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 597.871 milljörðum króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 302 milljarðar króna. Skuldir Orkuveitunnar vega þar þyngst. Eigið fé hafi verið 296 milljarða rkóna en þar af hlutdeild meðeigenda 16 milljarðar króna. „Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 49,6% en var 49,0% um síðustu áramót.“Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð.Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar¬svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira