Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2018 21:09 Ljóst var að um tilfinningaþrungna stund var að ræða fyrir dyraverði sem féllust í faðma fyrir utan Shooteers í kvöld. Vísir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. Fjórir eru í haldi lögreglu eftir að ráðist var á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega og hlaut mænuskaða. Dyraverðir eru slegnir vegna árásarinnar og hafa bent á að starfsumhverfi dyravarða sé langt frá því að vera öruggt.Guðni fundaði með Trausta Má Falkward, Jóni Pétri Vágseið , Davið BlessingMynd/Forseti ÍslandsKlukkan sjö í kvöld komu svo um 30-40 dyraverðir saman fyrir utan Shooters þar sem þeir lögðu hanska og derhúfur á tröppur skemmtistaðarins í táknrænni athöfn til stuðnings dyravarðarins sem varð fyrir árásinni. Ljóst var að um tilfinningaþrungna stund var að ræða fyrir dyraverðina sem margir hverjir þekktu og störfuðu með dyraverðinum sem varð fyrir árásinni. Féllust þeir í faðma og hughreystu hvern annan eftir athöfnina. Í samtali við Vísi segir Davið Blessing að spjallið við forsetann hafi verið gott og að mikilvægt hafi verið að finna fyrir áhuga forsetans á starfsumhverfi dyravarða. Þá segir hann að þeir eigi bókaðan fund með embættismönnum innan borgarkerfisins til þess að ræða hvað megi betur fara. Fjórir menn á þrítugs- og fertugsaldri, eru sem fyrr segir grunaðir um árásina en þeir voru handteknir síðar á sunnudeginum. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu en að tíma taki að fara yfir öll gögn, þar á meðal myndbandsupptökur. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. Fjórir eru í haldi lögreglu eftir að ráðist var á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega og hlaut mænuskaða. Dyraverðir eru slegnir vegna árásarinnar og hafa bent á að starfsumhverfi dyravarða sé langt frá því að vera öruggt.Guðni fundaði með Trausta Má Falkward, Jóni Pétri Vágseið , Davið BlessingMynd/Forseti ÍslandsKlukkan sjö í kvöld komu svo um 30-40 dyraverðir saman fyrir utan Shooters þar sem þeir lögðu hanska og derhúfur á tröppur skemmtistaðarins í táknrænni athöfn til stuðnings dyravarðarins sem varð fyrir árásinni. Ljóst var að um tilfinningaþrungna stund var að ræða fyrir dyraverðina sem margir hverjir þekktu og störfuðu með dyraverðinum sem varð fyrir árásinni. Féllust þeir í faðma og hughreystu hvern annan eftir athöfnina. Í samtali við Vísi segir Davið Blessing að spjallið við forsetann hafi verið gott og að mikilvægt hafi verið að finna fyrir áhuga forsetans á starfsumhverfi dyravarða. Þá segir hann að þeir eigi bókaðan fund með embættismönnum innan borgarkerfisins til þess að ræða hvað megi betur fara. Fjórir menn á þrítugs- og fertugsaldri, eru sem fyrr segir grunaðir um árásina en þeir voru handteknir síðar á sunnudeginum. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu en að tíma taki að fara yfir öll gögn, þar á meðal myndbandsupptökur.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16