Breytingar á miðbæ Selfoss samþykktar í íbúakosningu Sighvatur Arnmundarson skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Tölvugerð yfirlitsmynd af því hvernig nýi miðbærinn á Selfossi gæti litið út þegar framkvæmdunum er lokið. Breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss voru samþykktar í íbúakosningu á laugardag. Allir íbúar sveitarfélagsins Árborgar 18 ára og eldri voru á kjörskrá. Kosningaþátttaka var um 55 prósent og er niðurstaðan þar með bindandi fyrir bæjarstjórnina en minnst 29 prósenta þátttöku þurfti til þess. Alls greiddu 2.130 atkvæði með breytingum á aðalskipulagi en 1.425 voru andvígir breytingunum. Þá skiluðu 85 auðu. Af þeim sem tóku afstöðu voru því um 60 prósent fylgjandi breytingunum en um 40 prósent mótfallin. Svipuð niðurstaða var þegar spurt var um breytingar á deiliskipulagi. 2.034 voru hlynntir breytingum á deiliskipulagi, 1.434 voru andvígir og 172 skiluðu auðu. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags sem er framkvæmdaaðili verkefnisins, segist mjög sáttur við niðurstöðuna sem hann segir hafa verið afgerandi. „Tillögurnar voru fyrst kynntar í mars 2015 þannig að þetta er búið að vera langt og strangt ferli. Við renndum blint í sjóinn um niðurstöðuna en fundum þó mikinn meðbyr síðustu vikur þegar fólk fór að kynna sér málið betur,“ segir Leó. Hann segir greinilegt að fólk sé spennt fyrir verkefninu, ekki síst endurbyggingu Gamla mjólkurbúsins. Þar er ráðgert að setja upp safn helgað skyri og mjólkuriðnaðinum. Að sögn Leós er stefnt að því að taka fyrstu skóflustungu að fyrri áfanga verkefnisins í lok næsta mánaðar. Aldís Sigfúsdóttir, einn þriggja ábyrgðarmanna undirskriftasöfnunarinnar, segist hafa viljað sjá aðrar niðurstöður. „Þátttakan var ágæt en það er rosalegt að fara út í þetta þegar svona margir eru andvígir.“ Hún segir að hugmyndin með íbúakosningunni hafi verið að setja þetta í hendur íbúanna. Hún bendir á að áætlaður byggingarkostnaður sé hærri en árstekjur sveitarfélagsins. „Þetta er mjög stór framkvæmd fyrir lítið samfélag. Þarna er verið að setja tvo hektara í hendurnar á einu félagi.“ Þá gagnrýnir hún að áformin feli í sér skerðingu bæjargarðsins. „Garðurinn er gersemi sem á að halda í. Starfsemin sem er í kringum hann ætti að vera á þeim forsendum að styrkja garðinn.“ Ábyrgðarmenn undirskriftasöfnunarinnar hafa sent bæjarráði ábendingar um það sem þeir telja formgalla á framkvæmd kosningarinnar. „Við höfum ekki fengið formlegt svar við þessum ábendingum um hvort íbúakosningin hafi verið í samræmi við lög og reglur.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss voru samþykktar í íbúakosningu á laugardag. Allir íbúar sveitarfélagsins Árborgar 18 ára og eldri voru á kjörskrá. Kosningaþátttaka var um 55 prósent og er niðurstaðan þar með bindandi fyrir bæjarstjórnina en minnst 29 prósenta þátttöku þurfti til þess. Alls greiddu 2.130 atkvæði með breytingum á aðalskipulagi en 1.425 voru andvígir breytingunum. Þá skiluðu 85 auðu. Af þeim sem tóku afstöðu voru því um 60 prósent fylgjandi breytingunum en um 40 prósent mótfallin. Svipuð niðurstaða var þegar spurt var um breytingar á deiliskipulagi. 2.034 voru hlynntir breytingum á deiliskipulagi, 1.434 voru andvígir og 172 skiluðu auðu. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags sem er framkvæmdaaðili verkefnisins, segist mjög sáttur við niðurstöðuna sem hann segir hafa verið afgerandi. „Tillögurnar voru fyrst kynntar í mars 2015 þannig að þetta er búið að vera langt og strangt ferli. Við renndum blint í sjóinn um niðurstöðuna en fundum þó mikinn meðbyr síðustu vikur þegar fólk fór að kynna sér málið betur,“ segir Leó. Hann segir greinilegt að fólk sé spennt fyrir verkefninu, ekki síst endurbyggingu Gamla mjólkurbúsins. Þar er ráðgert að setja upp safn helgað skyri og mjólkuriðnaðinum. Að sögn Leós er stefnt að því að taka fyrstu skóflustungu að fyrri áfanga verkefnisins í lok næsta mánaðar. Aldís Sigfúsdóttir, einn þriggja ábyrgðarmanna undirskriftasöfnunarinnar, segist hafa viljað sjá aðrar niðurstöður. „Þátttakan var ágæt en það er rosalegt að fara út í þetta þegar svona margir eru andvígir.“ Hún segir að hugmyndin með íbúakosningunni hafi verið að setja þetta í hendur íbúanna. Hún bendir á að áætlaður byggingarkostnaður sé hærri en árstekjur sveitarfélagsins. „Þetta er mjög stór framkvæmd fyrir lítið samfélag. Þarna er verið að setja tvo hektara í hendurnar á einu félagi.“ Þá gagnrýnir hún að áformin feli í sér skerðingu bæjargarðsins. „Garðurinn er gersemi sem á að halda í. Starfsemin sem er í kringum hann ætti að vera á þeim forsendum að styrkja garðinn.“ Ábyrgðarmenn undirskriftasöfnunarinnar hafa sent bæjarráði ábendingar um það sem þeir telja formgalla á framkvæmd kosningarinnar. „Við höfum ekki fengið formlegt svar við þessum ábendingum um hvort íbúakosningin hafi verið í samræmi við lög og reglur.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira