Ekkert er nýtt undir sólinni Sigurður Páll Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 „Ekkert er nýtt undir sólinni,“ segir máltækið og „hvað ungur nemur, gamall temur“ er eitt þeirra. Þegar ég var unglingur hlustaði maður á hvað fullorðnir voru að fjalla um sín á milli og hvað var í fréttum, maður las í það sem var uppbyggilegt og spennandi, eins það sem var óhuggulegt og miður skemmtilegt, jafnvel óhugnanlegt eins og náttúruhamfarir, stríð og annað sem ógnaði þeim friði bæði sálar og samfélagslega sem maður var uppalinn við. Sennilega er mín kynslóð uppalin á einum mestu friðartímum í langan tíma. Kalda stríðið og kjarnorkuógnin var mikið í fréttum og sú umræða skelfdi unglingshjartað. Víetnamstríðið, Kúbudeilan, og o.fl. voru í fréttum. Náttúruhamfarir, eins og eldgosið í Vestmannaeyjum, eru mér í fersku minni, þegar íbúarnir voru fluttir upp á land og allt sem því fylgdi. Hugleiðingar manns um tilgang lífsins, gang sólarinnar og þá staðreynd að lífið hér á jörðinni væri frekar einstakt komu manni í opna skjöldu og sú staðreynd að samspil ýmissa þátta yrði að ganga upp svo það gæti gengið. Þetta fór að vekja bæði áhuga og áhyggjur. Mengun var eitthvað sem við mörlandinn töluðum um að væri bara í útlöndum og þeir yrðu að taka til heima hjá sér, við værum stikkfrí, eða þannig. Þessar minningar hafa poppað mikið upp hjá undirrituðum upp á síðkastið þegar hlýnun jarðar er eins og hún er og talin að hluta til af manna völdum. Ég er frekar tregur í taumi þegar fullyrðingar eru annars vegar og hefur það valdið mér angist í þessari umræðu, kannski vakið upp sektarkennd, en vísindin eru nánast sammála og það hlýtur maður að virða. Eitt er það sem ég finn í kringum mig en það eru áhyggjur unga fólksins af málinu og sú ábyrgðartilfinning þeirra að vinna úr málinu eins og mannlegur máttur getur þegar þau taka við keflinu af okkur fullorðna fólkinu. Hvort sem nýtt Nóaflóð er í vændum eða eitthvað annað finnst mér að tillit til ungu kynslóðarinnar verði að vera í fyrirrúmi þegar þessi mál eru rædd. En að aðgerðum hér á landi, sem ég veit að við Íslendingar í ljósi sögunnar getum framkvæmt þegar við stöndum saman, í þeirri trú að það sé öllum til heilla. Þar sem þjóðin þarf að fá á tilfinninguna er að hafa trú á verkefninu, þá er enginn vafi í mínum huga að árangur í minnkun útblásturs tækja sem brenna jarðefna eldsneyti verður hraðari. Nú er kolefnisgjald á bensíni og olíu komið á og mun fara hækkandi. Í svari umhverfisráðherra við einni af spurningum hve mikið kolefnisgjald hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, segir: „Kolefnisgjald setur verð á losun koldíoxíðs og skapar því fjárhagslegan hvata til þess að draga úr losun og leita til hreinni lausna.“ Gott og vel, til að leita hreinni lausna þurfa þær að vera til taks, en staðreyndin er að hreinar lausnir eru skammt á veg komnar og sérstaklega á landsbyggðinni. Til þess að öll þjóðin hafi trú á verkefninu verða stjórnvöld að standa í lappirnar og fá alla með sér í lið. Unga fólkið sem maður finnur að er áhyggjufullt yrði glaðara ef það fyndi að þjóðin stæði saman í þessum aðgerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Ekkert er nýtt undir sólinni,“ segir máltækið og „hvað ungur nemur, gamall temur“ er eitt þeirra. Þegar ég var unglingur hlustaði maður á hvað fullorðnir voru að fjalla um sín á milli og hvað var í fréttum, maður las í það sem var uppbyggilegt og spennandi, eins það sem var óhuggulegt og miður skemmtilegt, jafnvel óhugnanlegt eins og náttúruhamfarir, stríð og annað sem ógnaði þeim friði bæði sálar og samfélagslega sem maður var uppalinn við. Sennilega er mín kynslóð uppalin á einum mestu friðartímum í langan tíma. Kalda stríðið og kjarnorkuógnin var mikið í fréttum og sú umræða skelfdi unglingshjartað. Víetnamstríðið, Kúbudeilan, og o.fl. voru í fréttum. Náttúruhamfarir, eins og eldgosið í Vestmannaeyjum, eru mér í fersku minni, þegar íbúarnir voru fluttir upp á land og allt sem því fylgdi. Hugleiðingar manns um tilgang lífsins, gang sólarinnar og þá staðreynd að lífið hér á jörðinni væri frekar einstakt komu manni í opna skjöldu og sú staðreynd að samspil ýmissa þátta yrði að ganga upp svo það gæti gengið. Þetta fór að vekja bæði áhuga og áhyggjur. Mengun var eitthvað sem við mörlandinn töluðum um að væri bara í útlöndum og þeir yrðu að taka til heima hjá sér, við værum stikkfrí, eða þannig. Þessar minningar hafa poppað mikið upp hjá undirrituðum upp á síðkastið þegar hlýnun jarðar er eins og hún er og talin að hluta til af manna völdum. Ég er frekar tregur í taumi þegar fullyrðingar eru annars vegar og hefur það valdið mér angist í þessari umræðu, kannski vakið upp sektarkennd, en vísindin eru nánast sammála og það hlýtur maður að virða. Eitt er það sem ég finn í kringum mig en það eru áhyggjur unga fólksins af málinu og sú ábyrgðartilfinning þeirra að vinna úr málinu eins og mannlegur máttur getur þegar þau taka við keflinu af okkur fullorðna fólkinu. Hvort sem nýtt Nóaflóð er í vændum eða eitthvað annað finnst mér að tillit til ungu kynslóðarinnar verði að vera í fyrirrúmi þegar þessi mál eru rædd. En að aðgerðum hér á landi, sem ég veit að við Íslendingar í ljósi sögunnar getum framkvæmt þegar við stöndum saman, í þeirri trú að það sé öllum til heilla. Þar sem þjóðin þarf að fá á tilfinninguna er að hafa trú á verkefninu, þá er enginn vafi í mínum huga að árangur í minnkun útblásturs tækja sem brenna jarðefna eldsneyti verður hraðari. Nú er kolefnisgjald á bensíni og olíu komið á og mun fara hækkandi. Í svari umhverfisráðherra við einni af spurningum hve mikið kolefnisgjald hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, segir: „Kolefnisgjald setur verð á losun koldíoxíðs og skapar því fjárhagslegan hvata til þess að draga úr losun og leita til hreinni lausna.“ Gott og vel, til að leita hreinni lausna þurfa þær að vera til taks, en staðreyndin er að hreinar lausnir eru skammt á veg komnar og sérstaklega á landsbyggðinni. Til þess að öll þjóðin hafi trú á verkefninu verða stjórnvöld að standa í lappirnar og fá alla með sér í lið. Unga fólkið sem maður finnur að er áhyggjufullt yrði glaðara ef það fyndi að þjóðin stæði saman í þessum aðgerðum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar