Margir mánuðir síðan ákveðið var að bjóða upp á tilboðin Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 10:11 Skúli Mogensen forstjóri WOW air með flugvél félagsins í baksýn. Vísir/Vilhelm Upplýsingafulltrúi Wow-air segir að langt sé síðan ákveðið var að bjóða upp á tilboð á flugferðum flugfélagsins. Þannig sé ekki um að ræða viðbrögð við fjárhagsstöðu fyrirtækisins, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. „Við erum reglulega með tilboð, þetta er hausttilboð sem við höfum eiginlega alltaf verið með. Svona tilboð eru mjög algeng hjá erlendum flugfélögum,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow-air í samtali við Vísi. Aðspurð segir Svanhvít því ekki um að ræða einhvers konar skyndiviðbrögð vegna fjárhagsstöðu Wow-air. „Þetta er söluaðgerð sem var staðfest fyrir mörgum mánuðum síðan.“Sjá einnig: Skúli stendur keikur Þá bendir Svanhvít á að tilboðið gildi ekki aðeins á Íslandi heldur sé það í boði á flestöllum erlendum mörkuðum Wow-air, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Aðspurð segir hún að viðskiptavinir flugfélagsins hafi tekið afar vel í tilboðin. „Salan gengur náttúrulega bara frábærlega þar sem mjög margir fjölmiðlar hafa fjallað um tilboðin.“ Í lok síðasta mánaðar var réttur farþega tekinn ítarlega fyrir í kvöldfréttum Stöðvar 2, komi til þess að flugferðirnar verði ekki farnar. Þar kom fram að réttur korthafa varðandi endurgreiðslu sé mjög sterkur þegar um óafhenta vöru eða þjónustu er að ræða, líkt og þegar flug fellur niður. Var umfjöllunin sérstaklega sett í samhengi við greiðslustöðvun flugfélaga og fjárhagsvanda Wow-air.Wow-air tapaði 4,8 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu júlí 2017 til júlí 2018 og hyggur félagið á milljarða skuldabréfaútboð á næstu vikum. Afsláttur á flugferðum félagsins gildir bæði til Evrópu og Norður-Ameríku og geta viðskiptavinir nýtt sér hann dagana 23.-27. ágúst. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 Útsala WOW Air hefst á morgun Flug WOW Air munu vera á allt að 40% afslætti á morgun fram að 27. ágúst. 22. ágúst 2018 23:22 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Wow-air segir að langt sé síðan ákveðið var að bjóða upp á tilboð á flugferðum flugfélagsins. Þannig sé ekki um að ræða viðbrögð við fjárhagsstöðu fyrirtækisins, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. „Við erum reglulega með tilboð, þetta er hausttilboð sem við höfum eiginlega alltaf verið með. Svona tilboð eru mjög algeng hjá erlendum flugfélögum,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow-air í samtali við Vísi. Aðspurð segir Svanhvít því ekki um að ræða einhvers konar skyndiviðbrögð vegna fjárhagsstöðu Wow-air. „Þetta er söluaðgerð sem var staðfest fyrir mörgum mánuðum síðan.“Sjá einnig: Skúli stendur keikur Þá bendir Svanhvít á að tilboðið gildi ekki aðeins á Íslandi heldur sé það í boði á flestöllum erlendum mörkuðum Wow-air, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Aðspurð segir hún að viðskiptavinir flugfélagsins hafi tekið afar vel í tilboðin. „Salan gengur náttúrulega bara frábærlega þar sem mjög margir fjölmiðlar hafa fjallað um tilboðin.“ Í lok síðasta mánaðar var réttur farþega tekinn ítarlega fyrir í kvöldfréttum Stöðvar 2, komi til þess að flugferðirnar verði ekki farnar. Þar kom fram að réttur korthafa varðandi endurgreiðslu sé mjög sterkur þegar um óafhenta vöru eða þjónustu er að ræða, líkt og þegar flug fellur niður. Var umfjöllunin sérstaklega sett í samhengi við greiðslustöðvun flugfélaga og fjárhagsvanda Wow-air.Wow-air tapaði 4,8 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu júlí 2017 til júlí 2018 og hyggur félagið á milljarða skuldabréfaútboð á næstu vikum. Afsláttur á flugferðum félagsins gildir bæði til Evrópu og Norður-Ameríku og geta viðskiptavinir nýtt sér hann dagana 23.-27. ágúst.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 Útsala WOW Air hefst á morgun Flug WOW Air munu vera á allt að 40% afslætti á morgun fram að 27. ágúst. 22. ágúst 2018 23:22 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00
Útsala WOW Air hefst á morgun Flug WOW Air munu vera á allt að 40% afslætti á morgun fram að 27. ágúst. 22. ágúst 2018 23:22
WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00