Barði mann með stálröri og henti honum upp á pallbíl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2018 18:17 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi á þriðjudaginn mann á fertugsaldri í 18 mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri í apríl 2016. Annar maður sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Hinum dæmda var gefið að sök að hafa ráðist á mann í heitum potti, dregið hann upp úr pottinum og barið hann ítrekað með barefli. Þá átti fórnarlamb árásarinnar að hafa úlnliðsbrotnað í árásinni. Þá var hinn dæmdi einnig ákærður fyrir að hafa, ásamt hinum meðákærða, sett þolandann aftan á pallbíl og keyrt með hann meðvitundarlausan upp í Fálkafell, þar sem þolandinn varð fyrir meiri barsmíðum og ofbeldi og var síðan skilinn eftir meðvitundarlaus þar til vegfarandi gekk fram á hann á tólfta tímanum. Í ákærunni segir að árásin hafi verið handrukkun í tengslum við fíkniefnaskuld. Báðir hinna ákærðu neituðu sök í málinu.Báðir mennirnir fundnir sekir um fíkniefnalagabrotÍ dómi málsins kemur fram að maðurinn er fundinn sekur um alla ákæruliði nema einn, en ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að maðurinn hefði sparkað í höfuð brotaþola eins og haldið var fram í ákærunni. Þá þótti ekki talið sannað að úlnliður þolanda hafi brotnað í átökunum. Hinn maðurinn, sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að hann hefði verið í slagtogi með hinum dæmda, þar sem ekkert vitnanna í málinu gat staðfest þá fullyrðingu þolandans með óyggjandi hætti. Þrátt fyrir að hafa verið sýknaður í líkamsárásarmálinu fékk hinn meðákærði eins mánaðar fangelsisdóm þar sem báðir hinna ákærðu voru dæmdir fyrir fíkniefnalagabrot. Hinum dæmda var gert að greiða brotaþola eina milljón króna í miskabætur, en brotaþoli hafði áður farið fram á tvær milljónir króna.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Innlent Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi á þriðjudaginn mann á fertugsaldri í 18 mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri í apríl 2016. Annar maður sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Hinum dæmda var gefið að sök að hafa ráðist á mann í heitum potti, dregið hann upp úr pottinum og barið hann ítrekað með barefli. Þá átti fórnarlamb árásarinnar að hafa úlnliðsbrotnað í árásinni. Þá var hinn dæmdi einnig ákærður fyrir að hafa, ásamt hinum meðákærða, sett þolandann aftan á pallbíl og keyrt með hann meðvitundarlausan upp í Fálkafell, þar sem þolandinn varð fyrir meiri barsmíðum og ofbeldi og var síðan skilinn eftir meðvitundarlaus þar til vegfarandi gekk fram á hann á tólfta tímanum. Í ákærunni segir að árásin hafi verið handrukkun í tengslum við fíkniefnaskuld. Báðir hinna ákærðu neituðu sök í málinu.Báðir mennirnir fundnir sekir um fíkniefnalagabrotÍ dómi málsins kemur fram að maðurinn er fundinn sekur um alla ákæruliði nema einn, en ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að maðurinn hefði sparkað í höfuð brotaþola eins og haldið var fram í ákærunni. Þá þótti ekki talið sannað að úlnliður þolanda hafi brotnað í átökunum. Hinn maðurinn, sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. Ekki þóttu nægar sannanir fyrir því að hann hefði verið í slagtogi með hinum dæmda, þar sem ekkert vitnanna í málinu gat staðfest þá fullyrðingu þolandans með óyggjandi hætti. Þrátt fyrir að hafa verið sýknaður í líkamsárásarmálinu fékk hinn meðákærði eins mánaðar fangelsisdóm þar sem báðir hinna ákærðu voru dæmdir fyrir fíkniefnalagabrot. Hinum dæmda var gert að greiða brotaþola eina milljón króna í miskabætur, en brotaþoli hafði áður farið fram á tvær milljónir króna.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Innlent Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00