Hamrén tilkynnir fyrsta landsliðshópinn sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2018 09:00 Eric Hamrén fékk ekki langan tíma til undirbúnings. vísir/getty Erik Hamrén, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Fram undan eru leikir við Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA 8. og 11. september næstkomandi. Ekki liggur fyrir hvort fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður með í leikjunum tveimur. Hann hefur misst af fyrstu tveimur leikjum Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla. Þá er eiginkona hans, Kristbjörg Jónasdóttir, ólétt og von er á barninu í byrjun næsta mánaðar. Aron Einar missti af fæðingu frumburðar þeirra fyrir þremur árum þegar hann var í Kasakstan með landsliðinu. Hann hefur sagt að hann ætli ekki að missa af fæðingu annars barns þeirra hjóna. Daginn eftir að Ísland lauk þátttöku á HM í Rússlandi tilkynnti Ragnar Sigurðsson að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Þegar Hamrén var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari fyrr í mánuðinum sagðist hann ætla að reyna að telja Ragnari hughvarf og fá miðvörðinn til að hætta við að hætta í landsliðinu. Félagi Ragnars í miðri íslensku vörninni á síðustu árum, Kári Árnason, hefur einnig gefið það í skyn að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik. Íslenska vörnin gæti því verið nokkuð breytt í leikjunum gegn Sviss og Belgíu. Íslenska liðið mætir heimsmeisturum Frakklands í vináttulandsleik 11. október og fjórum dögum síðar tekur það á móti Sviss í Þjóðadeildinni. Fimmtánda nóvember mætir Ísland svo Belgíu í síðasta leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Henry með boð frá Bordeaux Thierry Henry er með boð frá franska liðinu Bordeaux um að verða næsti stjóri liðsins en þetta herma heimildir Sky Sorts. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sjá meira
Erik Hamrén, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Fram undan eru leikir við Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA 8. og 11. september næstkomandi. Ekki liggur fyrir hvort fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður með í leikjunum tveimur. Hann hefur misst af fyrstu tveimur leikjum Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla. Þá er eiginkona hans, Kristbjörg Jónasdóttir, ólétt og von er á barninu í byrjun næsta mánaðar. Aron Einar missti af fæðingu frumburðar þeirra fyrir þremur árum þegar hann var í Kasakstan með landsliðinu. Hann hefur sagt að hann ætli ekki að missa af fæðingu annars barns þeirra hjóna. Daginn eftir að Ísland lauk þátttöku á HM í Rússlandi tilkynnti Ragnar Sigurðsson að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Þegar Hamrén var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari fyrr í mánuðinum sagðist hann ætla að reyna að telja Ragnari hughvarf og fá miðvörðinn til að hætta við að hætta í landsliðinu. Félagi Ragnars í miðri íslensku vörninni á síðustu árum, Kári Árnason, hefur einnig gefið það í skyn að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik. Íslenska vörnin gæti því verið nokkuð breytt í leikjunum gegn Sviss og Belgíu. Íslenska liðið mætir heimsmeisturum Frakklands í vináttulandsleik 11. október og fjórum dögum síðar tekur það á móti Sviss í Þjóðadeildinni. Fimmtánda nóvember mætir Ísland svo Belgíu í síðasta leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Henry með boð frá Bordeaux Thierry Henry er með boð frá franska liðinu Bordeaux um að verða næsti stjóri liðsins en þetta herma heimildir Sky Sorts. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sjá meira
Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30
Henry með boð frá Bordeaux Thierry Henry er með boð frá franska liðinu Bordeaux um að verða næsti stjóri liðsins en þetta herma heimildir Sky Sorts. 24. ágúst 2018 06:00