Brynjar Níelsson óánægður: „Fjölmiðlamenn eru eins og hverjar aðrar klappstýrur í þessu ofstæki“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2018 19:13 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði í dag ásakanir um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun að umfjöllunarefni sínu í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í stöðuuppfærslunni segir Brynjar að nú á tíðum þyki fólki lítið mál að „saka mann og annan um hvers kyns brot eða óviðeigandi hegðun, sem áttu að vera framin fyrir árum eða áratugum síðan og með því tvistra fjölskyldum og eyðileggja líf manna.“ Í færslunni segir Brynjar jafnframt að í málum eins og þeim sem hann bendir á séu lög og reglur víðs fjarri þegar dómstóll götunnar kveði upp dóm sinn. Þá gagnrýnir Brynjar fjölmiðla fyrir að stíga ekki niður fæti gegn þessari þróun og kallar þá meðal annars klappstýrur. Brynjar segir fjölmiðla einnig „leggja rauðan dregil fyrir þá sem koma fram með ásakanir af þessu tagi.“ Starfssystkini Brynjars á vettvangi stjórnmálanna fá einnig á baukinn í færslunni en hann sakar stjórnmálamenn, í það minnsta þá sem umhugað sé um endurkjör, að þegja um málaflokkinn. Einnig gagnrýnir Brynjar lögmannastéttina sem og háskólasamfélagið. Brynjar endar svo færsluna á þessum orðum: „Ég ráðlegg þeim sem vilja halda starfi sínu og jafnvel huga að starfsframa að læka ekki þessa færslu.“ Innlent Tengdar fréttir Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það illa vegið að fjölmiðlum að gagnrýna þá án rökstuðnings. 8. júlí 2018 12:45 Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent „Þurfum að huga að forvörnum“ Fréttir Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Fleiri fréttir Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði í dag ásakanir um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun að umfjöllunarefni sínu í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í stöðuuppfærslunni segir Brynjar að nú á tíðum þyki fólki lítið mál að „saka mann og annan um hvers kyns brot eða óviðeigandi hegðun, sem áttu að vera framin fyrir árum eða áratugum síðan og með því tvistra fjölskyldum og eyðileggja líf manna.“ Í færslunni segir Brynjar jafnframt að í málum eins og þeim sem hann bendir á séu lög og reglur víðs fjarri þegar dómstóll götunnar kveði upp dóm sinn. Þá gagnrýnir Brynjar fjölmiðla fyrir að stíga ekki niður fæti gegn þessari þróun og kallar þá meðal annars klappstýrur. Brynjar segir fjölmiðla einnig „leggja rauðan dregil fyrir þá sem koma fram með ásakanir af þessu tagi.“ Starfssystkini Brynjars á vettvangi stjórnmálanna fá einnig á baukinn í færslunni en hann sakar stjórnmálamenn, í það minnsta þá sem umhugað sé um endurkjör, að þegja um málaflokkinn. Einnig gagnrýnir Brynjar lögmannastéttina sem og háskólasamfélagið. Brynjar endar svo færsluna á þessum orðum: „Ég ráðlegg þeim sem vilja halda starfi sínu og jafnvel huga að starfsframa að læka ekki þessa færslu.“
Innlent Tengdar fréttir Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það illa vegið að fjölmiðlum að gagnrýna þá án rökstuðnings. 8. júlí 2018 12:45 Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent „Þurfum að huga að forvörnum“ Fréttir Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Fleiri fréttir Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Sjá meira
Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það illa vegið að fjölmiðlum að gagnrýna þá án rökstuðnings. 8. júlí 2018 12:45