Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 07:56 Frá blaðamannafundi lögreglu í Jacksonville í gær. Vísir/AP Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. Áður hafði verið greint frá því að fjórir hefðu látist í árásinni en sú tala hefur verið leiðrétt. Árásarmaðurinn hét David Katz og var 24 ára gamall frá Baltimore í Maryland-ríki. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu beitti hann skammbyssu við verknaðinn. Fleiri eru ekki grunaðir um aðild að árásinni.Sjá einnig: Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Árásin var gerð á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jacksonville Landing þar sem keppni stóð yfir í tölvuleiknum Madden 2018. Samkvæmt óstaðfestum heimildum fjölmiðla vestanhafs reiddist Katz eftir að hafa tapað leik á mótinu og hóf skothríð. Katz tók reglulega þátt í tölvuleikjamótum á borð við það sem haldið var í Jacksonville í gær og gekk þar undir nafninu „Bread“. Hann virðist hafa unnið Madden Bills tölvuleikjamótið í fyrra, ef marka má tíst ameríska fótboltaliðsins Buffalo Bills.Congrats to David Katz, the Madden 17 Bills Championship winner!Thanks for following along, Bills fans. https://t.co/YHJHzlFElc pic.twitter.com/incdEhLxkT— Buffalo Bills (@buffalobills) February 27, 2017 Fórnarlömb árásarinnar hafa enn ekki verið nafngreind. Þó er talið að hinir látnu hafi verið keppendur á mótinu en meðlimir tölvuleikjasamfélagsins hafa margir minnst tveggja spilara á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Mikil ringulreið skapaðist þegar Katz hóf skothríð á tölvuleikjamótinu í gær en því var streymt beint á netinu. Upphaf árásarinnar náðist á myndbandi sem var dreift víða á samfélagsmiðlum í gær. Mannskæðar skotárásir hafa verið tíðar í Flórída síðustu ár. 49 létust í skotárás á skemmtistaðinn Pulse í Orlando árið 2016 og 17 létust í árásinni á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Parkland í febrúar síðastliðnum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári. 26. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. Áður hafði verið greint frá því að fjórir hefðu látist í árásinni en sú tala hefur verið leiðrétt. Árásarmaðurinn hét David Katz og var 24 ára gamall frá Baltimore í Maryland-ríki. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu beitti hann skammbyssu við verknaðinn. Fleiri eru ekki grunaðir um aðild að árásinni.Sjá einnig: Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Árásin var gerð á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jacksonville Landing þar sem keppni stóð yfir í tölvuleiknum Madden 2018. Samkvæmt óstaðfestum heimildum fjölmiðla vestanhafs reiddist Katz eftir að hafa tapað leik á mótinu og hóf skothríð. Katz tók reglulega þátt í tölvuleikjamótum á borð við það sem haldið var í Jacksonville í gær og gekk þar undir nafninu „Bread“. Hann virðist hafa unnið Madden Bills tölvuleikjamótið í fyrra, ef marka má tíst ameríska fótboltaliðsins Buffalo Bills.Congrats to David Katz, the Madden 17 Bills Championship winner!Thanks for following along, Bills fans. https://t.co/YHJHzlFElc pic.twitter.com/incdEhLxkT— Buffalo Bills (@buffalobills) February 27, 2017 Fórnarlömb árásarinnar hafa enn ekki verið nafngreind. Þó er talið að hinir látnu hafi verið keppendur á mótinu en meðlimir tölvuleikjasamfélagsins hafa margir minnst tveggja spilara á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Mikil ringulreið skapaðist þegar Katz hóf skothríð á tölvuleikjamótinu í gær en því var streymt beint á netinu. Upphaf árásarinnar náðist á myndbandi sem var dreift víða á samfélagsmiðlum í gær. Mannskæðar skotárásir hafa verið tíðar í Flórída síðustu ár. 49 létust í skotárás á skemmtistaðinn Pulse í Orlando árið 2016 og 17 létust í árásinni á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Parkland í febrúar síðastliðnum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári. 26. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45
337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári. 26. ágúst 2018 23:15