Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja fram tillögu um að bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að grípa til aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börn sín. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti í gær máls á óviðunandi stöðu bólusetninga hér á landi. Minni þátttaka í bólusetningum og mislingafaraldrar í Evrópu séu mikið áhyggjuefni. Hyggst hún leggja fram tillögu í borgarstjórn um að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. Í nýlegri skýrslu Landlæknisembættisins kemur fram að 91 prósents þátttaka var á síðasta ári í bólusetningu við mislingum, hettusótt og rauðum hundum sem gerð er við 18 mánaða aldur. Æskilegt hlutfall er talið 95 prósent. „Á mörgum sviðum vildum við vissulega hafa betri þátttöku í bólusetningum. Ástæðan fyrir því að þátttakan er ekki nógu góð er samt að okkar mati ekki sú að svona margir foreldrar séu á móti bólusetningum. Það eru til staðar ákveðin kerfislæg vandamál sem tengjast skráningu og innköllunarkerfi á ákveðnum aldri,“ segir Þórólfur.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.Fréttablaðið/StefánHann telur að laga þurfi þá þætti áður en lengra er gengið. „Ég tel óráðlegt að fara fram með svona hörku þó ég skilji málflutninginn og áhyggjurnar. Við erum á fullu að reyna að laga þetta í samvinnu við heilsugæsluna. Þátttökutölur eru samt meiri en við erum að birta vegna ákveðinna skráningarvandamála.“ Að sögn Þórólfs benda rannsóknir hérlendis til þess að viðhorf til bólusetninga sé almennt jákvætt og það sé ekki um að ræða stóran hóp sem sé mótfallinn þeim. „Við höfum verið að sjá eitt og eitt mislingatilfelli koma að utan en það er engin dreifing á sjúkdómnum innanlands. Ef okkur tekst ekki að auka þátttöku í bólusetningum og förum að sjá einhverja dreifingu sjúkdóma innanlands, þá getum við skoðað aðrar leiðir.“ Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði á síðasta ári til svipaða leið og Hildur vill nú fara í Reykjavík. „Lögmenn bæjarins skoðuðu þetta og niðurstaðan var sú að við hefðum ekki heimild til að neita óbólusettum börnum um skóla- eða leikskólavist. Ég trúi því staðfastlega að sveitarfélög eigi að hafa þessa heimild. Við þurfum sterkari lagagrundvöll en þetta stendur upp á Alþingi.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að grípa til aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börn sín. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti í gær máls á óviðunandi stöðu bólusetninga hér á landi. Minni þátttaka í bólusetningum og mislingafaraldrar í Evrópu séu mikið áhyggjuefni. Hyggst hún leggja fram tillögu í borgarstjórn um að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. Í nýlegri skýrslu Landlæknisembættisins kemur fram að 91 prósents þátttaka var á síðasta ári í bólusetningu við mislingum, hettusótt og rauðum hundum sem gerð er við 18 mánaða aldur. Æskilegt hlutfall er talið 95 prósent. „Á mörgum sviðum vildum við vissulega hafa betri þátttöku í bólusetningum. Ástæðan fyrir því að þátttakan er ekki nógu góð er samt að okkar mati ekki sú að svona margir foreldrar séu á móti bólusetningum. Það eru til staðar ákveðin kerfislæg vandamál sem tengjast skráningu og innköllunarkerfi á ákveðnum aldri,“ segir Þórólfur.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.Fréttablaðið/StefánHann telur að laga þurfi þá þætti áður en lengra er gengið. „Ég tel óráðlegt að fara fram með svona hörku þó ég skilji málflutninginn og áhyggjurnar. Við erum á fullu að reyna að laga þetta í samvinnu við heilsugæsluna. Þátttökutölur eru samt meiri en við erum að birta vegna ákveðinna skráningarvandamála.“ Að sögn Þórólfs benda rannsóknir hérlendis til þess að viðhorf til bólusetninga sé almennt jákvætt og það sé ekki um að ræða stóran hóp sem sé mótfallinn þeim. „Við höfum verið að sjá eitt og eitt mislingatilfelli koma að utan en það er engin dreifing á sjúkdómnum innanlands. Ef okkur tekst ekki að auka þátttöku í bólusetningum og förum að sjá einhverja dreifingu sjúkdóma innanlands, þá getum við skoðað aðrar leiðir.“ Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði á síðasta ári til svipaða leið og Hildur vill nú fara í Reykjavík. „Lögmenn bæjarins skoðuðu þetta og niðurstaðan var sú að við hefðum ekki heimild til að neita óbólusettum börnum um skóla- eða leikskólavist. Ég trúi því staðfastlega að sveitarfélög eigi að hafa þessa heimild. Við þurfum sterkari lagagrundvöll en þetta stendur upp á Alþingi.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“