Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 09:00 Elon Musk. Vísir/AP Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. Musk var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli þess efnis í júlí. Greint var frá málinu á Vísi en umræddur björgunarmaður og hellakafari, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk fyrir að hafa blandað sér í björgunaraðgerðirnar. Musk svaraði Unsworth á Twitter-reikningi sínum og sagðist aldrei hafa séð hann í hellunum þar sem tælensku strákarnir sátu fastir. Musk lauk athugasemdum sínum á orðunum: „Sorrí, barnaníðingur, þú baðst um þetta“ og beindi þar orðum sínum til Unsworth.Sjá einnig: Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Ásökunum Musk var síðar eytt enda virðist aldrei hafa verið fótur fyrir þeim. Þá bað hann Unsworth afsökunar á ummælum sínum eftir að sá síðarnefndi hótaði honum lögsókn. Í gærkvöldi tók Musk hins vegar upp þráðinn að nýju er hann átti í orðaskiptum við Twitter-notanda sem minntist á atvikið.You don't think it's strange he hasn't sued me? He was offered free legal services. And you call yourself @yoda …— Elon Musk (@elonmusk) August 28, 2018 „Finnst þér ekki skrýtið að hann hafi ekki lögsótt mig? Honum bauðst ókeypis lögfræðiþjónusta,“ skrifaði Musk í svari sínu, og vísaði þar til Unsworth. Þegar Twitter-notandinn gaf lítið fyrir þessar vangaveltur uppfinningamannsins spurði Musk ítrekað hvort hann hefði rannsakað málið sjálfur, og ýjaði enn að sekt Unsworth. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Musk kemur sér í vandræði á samfélagsmiðlum. Fyrr í þessum mánuði stefndu skortsölumenn fyrirtæki Musks, Tesla, fyrir markaðsmisnotkun og svik eftir að Musk ýjaði að því á Twitter að hann gæti tekið fyrirtækið af markaði. Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. Musk var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli þess efnis í júlí. Greint var frá málinu á Vísi en umræddur björgunarmaður og hellakafari, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk fyrir að hafa blandað sér í björgunaraðgerðirnar. Musk svaraði Unsworth á Twitter-reikningi sínum og sagðist aldrei hafa séð hann í hellunum þar sem tælensku strákarnir sátu fastir. Musk lauk athugasemdum sínum á orðunum: „Sorrí, barnaníðingur, þú baðst um þetta“ og beindi þar orðum sínum til Unsworth.Sjá einnig: Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Ásökunum Musk var síðar eytt enda virðist aldrei hafa verið fótur fyrir þeim. Þá bað hann Unsworth afsökunar á ummælum sínum eftir að sá síðarnefndi hótaði honum lögsókn. Í gærkvöldi tók Musk hins vegar upp þráðinn að nýju er hann átti í orðaskiptum við Twitter-notanda sem minntist á atvikið.You don't think it's strange he hasn't sued me? He was offered free legal services. And you call yourself @yoda …— Elon Musk (@elonmusk) August 28, 2018 „Finnst þér ekki skrýtið að hann hafi ekki lögsótt mig? Honum bauðst ókeypis lögfræðiþjónusta,“ skrifaði Musk í svari sínu, og vísaði þar til Unsworth. Þegar Twitter-notandinn gaf lítið fyrir þessar vangaveltur uppfinningamannsins spurði Musk ítrekað hvort hann hefði rannsakað málið sjálfur, og ýjaði enn að sekt Unsworth. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Musk kemur sér í vandræði á samfélagsmiðlum. Fyrr í þessum mánuði stefndu skortsölumenn fyrirtæki Musks, Tesla, fyrir markaðsmisnotkun og svik eftir að Musk ýjaði að því á Twitter að hann gæti tekið fyrirtækið af markaði.
Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02
Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28